Sögðu Ragnheiði nota of margar tilraunir: Varð að skjóta því hún fékk enga hjálp Sindri Sverrisson skrifar 15. september 2020 16:30 Ragnheiður Júlíusdóttir er einn besti leikmaður Olís-deildarinnar. VÍSIR/BÁRA Sérfræðingar Seinni bylgjunnar sýndu skotnýtingu Ragnheiðar Júlíusdóttir, í 25-24 sigri Fram á HK, skilning og kölluðu eftir meira framlagi frá samherjum hennar. Ragnheiður skoraði 12 mörk í leiknum, eða um helming marka Fram, en þurfti til þess 21 skottilraun. Þar af voru fimm mörk úr fimm vítum, svo að hún skoraði úr sjö af 16 skotum sínum utan af velli. „Hún er frábær leikmaður, en hún er náttúrulega pínu ein þarna. Þær voru ekki að finna sig – ekki Hildur [Þorgeirsdóttir], ekki Kristrún [Steinþórsdóttir] og Guðrún [Erla Bjarnadóttir] spilaði ekki mikið,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir í Seinni bylgjunni. „Ég hefði viljað sjá Guðrúnu fá meiri séns á miðjunni. Ragnheiður er náttúrulega með sitt skotleyfi, en það vantaði meira framlag frá Hildi. Ég held að vörnin hjá HK hafi komið henni svolítið á óvart,“ sagði Sunneva Einarsdóttir. „Annars hefði bara engin skotið“ Þær hrósuðu Ragnheiði fyrir sinn leik og undirstrikuðu að þar væri á ferðinni frábær leikmaður: „En hún er samt að nota of mikið af tilraunum. Í þessum leik gat hún samt ekki gert neitt annað því hún fékk enga hjálp. Annars hefði bara engin skotið. Það er því betra að hún skjóti frekar oftar en að sleppa því. En við gerum líka meiri kröfur á hana því hún er geggjaður leikmaður,“ sagði Sigurlaug, og Sunneva bætti við: „Heilt yfir fannst mér hún eiga mjög góðan leik, þó að hún skjóti svona oft. Ef engin önnur skýtur þá gerir hún það.“ Klippa: Seinni bylgjan - Ragnheiður Júlíusdóttir gegn HK Olís-deild kvenna Handbolti Seinni bylgjan Fram Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - HK 25-24 | Háspenna í Safamýri Fram tapaði í Meistarakeppni KSÍ gegn KA/Þór á dögunum og liðið lenti í miklum erfiðleikum gegn HK í fyrstu umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. 11. september 2020 20:27 Stefán: Allt ömurlegt samkvæmt sérfræðingum Stefán Arnarson, þjálfari Fram var sáttur við nauman sigur gegn HK. Fyrir leik hafa vafalaust flestir „spekingar“ spáð Fram öruggum sigri en Stefán blæs á slíkt tal. 11. september 2020 20:56 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Sjá meira
Sérfræðingar Seinni bylgjunnar sýndu skotnýtingu Ragnheiðar Júlíusdóttir, í 25-24 sigri Fram á HK, skilning og kölluðu eftir meira framlagi frá samherjum hennar. Ragnheiður skoraði 12 mörk í leiknum, eða um helming marka Fram, en þurfti til þess 21 skottilraun. Þar af voru fimm mörk úr fimm vítum, svo að hún skoraði úr sjö af 16 skotum sínum utan af velli. „Hún er frábær leikmaður, en hún er náttúrulega pínu ein þarna. Þær voru ekki að finna sig – ekki Hildur [Þorgeirsdóttir], ekki Kristrún [Steinþórsdóttir] og Guðrún [Erla Bjarnadóttir] spilaði ekki mikið,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir í Seinni bylgjunni. „Ég hefði viljað sjá Guðrúnu fá meiri séns á miðjunni. Ragnheiður er náttúrulega með sitt skotleyfi, en það vantaði meira framlag frá Hildi. Ég held að vörnin hjá HK hafi komið henni svolítið á óvart,“ sagði Sunneva Einarsdóttir. „Annars hefði bara engin skotið“ Þær hrósuðu Ragnheiði fyrir sinn leik og undirstrikuðu að þar væri á ferðinni frábær leikmaður: „En hún er samt að nota of mikið af tilraunum. Í þessum leik gat hún samt ekki gert neitt annað því hún fékk enga hjálp. Annars hefði bara engin skotið. Það er því betra að hún skjóti frekar oftar en að sleppa því. En við gerum líka meiri kröfur á hana því hún er geggjaður leikmaður,“ sagði Sigurlaug, og Sunneva bætti við: „Heilt yfir fannst mér hún eiga mjög góðan leik, þó að hún skjóti svona oft. Ef engin önnur skýtur þá gerir hún það.“ Klippa: Seinni bylgjan - Ragnheiður Júlíusdóttir gegn HK
Olís-deild kvenna Handbolti Seinni bylgjan Fram Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - HK 25-24 | Háspenna í Safamýri Fram tapaði í Meistarakeppni KSÍ gegn KA/Þór á dögunum og liðið lenti í miklum erfiðleikum gegn HK í fyrstu umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. 11. september 2020 20:27 Stefán: Allt ömurlegt samkvæmt sérfræðingum Stefán Arnarson, þjálfari Fram var sáttur við nauman sigur gegn HK. Fyrir leik hafa vafalaust flestir „spekingar“ spáð Fram öruggum sigri en Stefán blæs á slíkt tal. 11. september 2020 20:56 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - HK 25-24 | Háspenna í Safamýri Fram tapaði í Meistarakeppni KSÍ gegn KA/Þór á dögunum og liðið lenti í miklum erfiðleikum gegn HK í fyrstu umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. 11. september 2020 20:27
Stefán: Allt ömurlegt samkvæmt sérfræðingum Stefán Arnarson, þjálfari Fram var sáttur við nauman sigur gegn HK. Fyrir leik hafa vafalaust flestir „spekingar“ spáð Fram öruggum sigri en Stefán blæs á slíkt tal. 11. september 2020 20:56