Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. september 2020 20:30 Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Eldingar og stjórnarmaður í Ferðaklasanum og hjá Íslandsstofu. Vísir Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu eða þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali nú fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar fyrir fyrirtæki vegna kórónuveirufaraldursins hafa nýst fyrirtækjum í ferðaþjónustu á ýmsan hátt að sögn Rannveigar Grétarsdóttur framkvæmdastjóra Eldingar og stjórnarmanni í Ferðaklasanum. Hún segir hins vegar að lang flest fyrirtæki hafi orðið fyrir 90-95% tekufalli síðan í mars, ekki sjái fyrir endann á því , það þurfi því meira til. „Það er 90% af ferðaþjónustunni að hætta að vinna næstu mánaðarmót eða þar næstu,“ segir Rannveig. Hún segir bankana nú meta hvaða fyrirtæki séu lífvænleg og hver ekki. „Við fengum frystingu á lánum í vor en núna eru bankarnir að meta hverjir fá áframhaldandi frystingu og matið getur haft í för með sér hverjir lifa þetta ástand af,“ segir Rannveig. Þá hafi stuðningslánin komið hratt inn í sumar en svo hafi lítið miðast áfram. „Mörg ferðaþjónustufyrirtæki fengu tíu fyrstu milljónirnar auðveldlega í stuðningslán í sumar en restin eða lán uppí 30 milljónir eru í vinnslu hjá bönkunum. Ég veit alla vega ekki til þess að það sé byrjað að afgreiða þau,“ segir hún. Bankarnir veiti ekki viðbótarlán „Svo þegar kemur að næstu aðgerð eða viðbótarlánunum þá eru bankarnir algjörlega í baklás. Þeir segja að það sé ekki viðeigandi að hafa aðeins 18 mánaðar ríkisábyrgð því fyrirtækin verði klárlega ekki búin að borga þau til baka á þeim tíma. Ég efast að bankarnir komi til með að veita þau lán,“ segir Rannveig. Hún óttast að mörg fyrirtæki fari í gjaldþrot eða hætti starfsemi á næstu mánuðum og þá verði erfiðara að byrja aftur þegar ferðamenn koma á ný til til landsins. „Við í ferðageiranum höfum verið að tala um að fá rekstrarstyrki til að geta haldið einhverju starfsfólki í vetur. Ef það verður ekki hægt og fólk týnist endalaust úr greininni mun reynast afar erfitt að koma hjólunum aftur í gang þegar ástandið vegna kórónuveirufaraldursins lagast,“ segir Rannveig. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. 13. september 2020 13:35 Spá því að þrjátíu þúsund manns verði á atvinnuleysisskrá um jólin Nokkur hundruð manns var sagt upp störfum í dag eða fengu ekki endurráðningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Samtök ferðaþjónustunnar spá þrjátíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá um jólin. 31. ágúst 2020 18:34 Segir mestu óvissuna liggja í því hversu djúpstæð og löng kreppan verður Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Hagfræðingur segir að hér sér skollin á kreppa. 31. ágúst 2020 12:55 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu eða þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali nú fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar fyrir fyrirtæki vegna kórónuveirufaraldursins hafa nýst fyrirtækjum í ferðaþjónustu á ýmsan hátt að sögn Rannveigar Grétarsdóttur framkvæmdastjóra Eldingar og stjórnarmanni í Ferðaklasanum. Hún segir hins vegar að lang flest fyrirtæki hafi orðið fyrir 90-95% tekufalli síðan í mars, ekki sjái fyrir endann á því , það þurfi því meira til. „Það er 90% af ferðaþjónustunni að hætta að vinna næstu mánaðarmót eða þar næstu,“ segir Rannveig. Hún segir bankana nú meta hvaða fyrirtæki séu lífvænleg og hver ekki. „Við fengum frystingu á lánum í vor en núna eru bankarnir að meta hverjir fá áframhaldandi frystingu og matið getur haft í för með sér hverjir lifa þetta ástand af,“ segir Rannveig. Þá hafi stuðningslánin komið hratt inn í sumar en svo hafi lítið miðast áfram. „Mörg ferðaþjónustufyrirtæki fengu tíu fyrstu milljónirnar auðveldlega í stuðningslán í sumar en restin eða lán uppí 30 milljónir eru í vinnslu hjá bönkunum. Ég veit alla vega ekki til þess að það sé byrjað að afgreiða þau,“ segir hún. Bankarnir veiti ekki viðbótarlán „Svo þegar kemur að næstu aðgerð eða viðbótarlánunum þá eru bankarnir algjörlega í baklás. Þeir segja að það sé ekki viðeigandi að hafa aðeins 18 mánaðar ríkisábyrgð því fyrirtækin verði klárlega ekki búin að borga þau til baka á þeim tíma. Ég efast að bankarnir komi til með að veita þau lán,“ segir Rannveig. Hún óttast að mörg fyrirtæki fari í gjaldþrot eða hætti starfsemi á næstu mánuðum og þá verði erfiðara að byrja aftur þegar ferðamenn koma á ný til til landsins. „Við í ferðageiranum höfum verið að tala um að fá rekstrarstyrki til að geta haldið einhverju starfsfólki í vetur. Ef það verður ekki hægt og fólk týnist endalaust úr greininni mun reynast afar erfitt að koma hjólunum aftur í gang þegar ástandið vegna kórónuveirufaraldursins lagast,“ segir Rannveig.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. 13. september 2020 13:35 Spá því að þrjátíu þúsund manns verði á atvinnuleysisskrá um jólin Nokkur hundruð manns var sagt upp störfum í dag eða fengu ekki endurráðningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Samtök ferðaþjónustunnar spá þrjátíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá um jólin. 31. ágúst 2020 18:34 Segir mestu óvissuna liggja í því hversu djúpstæð og löng kreppan verður Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Hagfræðingur segir að hér sér skollin á kreppa. 31. ágúst 2020 12:55 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. 13. september 2020 13:35
Spá því að þrjátíu þúsund manns verði á atvinnuleysisskrá um jólin Nokkur hundruð manns var sagt upp störfum í dag eða fengu ekki endurráðningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Samtök ferðaþjónustunnar spá þrjátíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá um jólin. 31. ágúst 2020 18:34
Segir mestu óvissuna liggja í því hversu djúpstæð og löng kreppan verður Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Hagfræðingur segir að hér sér skollin á kreppa. 31. ágúst 2020 12:55