Dómsmálaráðherra hefur tvo daga til að taka „næsta skref“ Þórir Guðmundsson skrifar 13. september 2020 12:28 Veiting dvalarleyfis til egypskar barnafjölskyldu, sem á að senda úr landi á miðvikudag, væri í anda stefnu stjórnvalda og grunngilda Íslendinga. Brottvísun barna sem hafa verið hér nógu lengi til að eignast vini, læra málið og „eiga heima“ á Íslandi væri í andstöðu við almenningsálitið og yfirlýsingar tveggja ráðherra dómsmála núverandi ríkisstjórnar. Egypsku börnin sem á að senda úr landi á miðvikudag. Dómsmálaráðherrar hafa nú tvisvar á rúmu ári breytt reglugerðum sem ná yfir barnafjölskyldur sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Í bæði skiptin var það til að koma í veg fyrir að börn sem hér hafa fest rætur séu rekin úr landi. Andi laganna er mannúð „Ég hef lengi talið að fara þurfi sérstaklega yfir framkvæmd laganna þegar kemur að börnum. Framkvæmdin þarf að fullu að samræmast anda laganna – sem er mannúð og að taka skuli sérstakt tillit til barna,” sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þáverandi dómsmálaráðherra í yfirlýsingu á Facebook síðu sinni 3. júlí 2019. Þannig brást Þórdís Kolbrún við þegar mótmælaalda reis gegn áformum um að vísa afgönskum feðgum til Grikklands eftir mál þeirra hafði tekið óþægilega langan tíma í meðförum yfirvalda. Tveimur dögum síðar setti hún reglugerð sem leyfði útlendingastofnun að taka til efnislegrar meðferðar mál barna sem hlotið hefðu vernd í öðru ríki, væru meira en tíu mánuðir liðnir frá því að umsókn þeirra barst íslenskum stjórnvöldum. „Vilji löggjafans er skýr” Þegar reglugerð var aftur breytt í þágu barna í upphafi árs var hámarkstími afgreiðslu dvalarleyfis lækkaður úr 18 mánuðum í 16. Það var vegna þess að almenningi ofbauð að reka ætti úr landi börn sem höfðu fest rætur á Íslandi. Aftur var dómsmálaráðherra, í þessu tilviki Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, afdráttarlaus um tilganginn í yfirlýsingu á Facebook: „Vilji löggjafans og stjórnvalda er skýr. Taka ber sérstakt tillit til hagsmuna barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd.” Og hverjir eru þessir hagsmunir barnanna? Hafa þau hagsmuni af því hvort mál taki 18 mánuði í afgreiðslu innan kerfisins eða 16 eða 10? Augljóslega ekki. Hagsmunirnir hljóta að vera þeir að vera ekki rifin upp með rótum úr umhverfi sem þau hafa aðlagast, frá vinum sem þau hafa eignast, úr málumhverfi sem þau hafa tileinkað sér og úr öryggi sem þau hafa öðlast. Í báðum tilvikum var tilgangur reglugerðarbreytinganna sá að ná til barna sem höfðu fest rætur á Íslandi. Breytingar á reglugerðum voru meðalið sem þurfti til að ná þeim tilgangi. Umræður í fjölmiðlum og viðbrögð og yfirlýsingar tveggja dómsmálaráðherra, í júlí 2019 og febrúar 2020, sýna það. „Ómannúðlegt" segir Katrín Nú á enn einu sinni að úthýsa börnum sem hafa fest rætur í íslensku samfélagi. Fyrri reglugerðarbreytingar ná ekki yfir þeirra mál. Þær miðuðu að því að stytta málsmeðferðartíma sem er mikilvægt en dugar ekki ef dvalartíminn lengist af öðrum ástæðum. Dómsmálaráðherra þarf nú að horfast í augu við þá staðreynd að breytingarnar voru of afmarkaðar. Þær þurfa að ná til heildardvalartíma barnanna á Íslandi, ekki bara meðferð kerfisins á málum þeirra. Í Sprengisandi á Bylgjunni í dag sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að hún væri sammála þessum sjónarmiðum, sem meðal annars Rauði krossinn hefur talað fyrir. Yfirlýsing Áslaugar Örnu dómsmálaráðherra frá febrúar bendir vonandi til þess að hún sé það líka. „Það er ekki mannúðlegt að halda fólki svona lengi í óvissu, sérstaklega börnum,” sagði Katrín. Áslaug Arna sagði við reglugerðarbreytinguna í febrúar að það stæðu „vonir til þess að þetta verði aðeins fyrsta skrefið í að stytta meðferð slíkra mála.” Nú er tækifæri til að taka næsta skref – og miða það ekki við málsmeðferðartíma heldur raunverulegan dvalartíma barna, sem óska eftir alþjóðlegri vernd, í íslensku samfélagi. Og taka það fyrir miðvikudag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Egyptaland Þórir Guðmundsson Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Veiting dvalarleyfis til egypskar barnafjölskyldu, sem á að senda úr landi á miðvikudag, væri í anda stefnu stjórnvalda og grunngilda Íslendinga. Brottvísun barna sem hafa verið hér nógu lengi til að eignast vini, læra málið og „eiga heima“ á Íslandi væri í andstöðu við almenningsálitið og yfirlýsingar tveggja ráðherra dómsmála núverandi ríkisstjórnar. Egypsku börnin sem á að senda úr landi á miðvikudag. Dómsmálaráðherrar hafa nú tvisvar á rúmu ári breytt reglugerðum sem ná yfir barnafjölskyldur sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Í bæði skiptin var það til að koma í veg fyrir að börn sem hér hafa fest rætur séu rekin úr landi. Andi laganna er mannúð „Ég hef lengi talið að fara þurfi sérstaklega yfir framkvæmd laganna þegar kemur að börnum. Framkvæmdin þarf að fullu að samræmast anda laganna – sem er mannúð og að taka skuli sérstakt tillit til barna,” sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þáverandi dómsmálaráðherra í yfirlýsingu á Facebook síðu sinni 3. júlí 2019. Þannig brást Þórdís Kolbrún við þegar mótmælaalda reis gegn áformum um að vísa afgönskum feðgum til Grikklands eftir mál þeirra hafði tekið óþægilega langan tíma í meðförum yfirvalda. Tveimur dögum síðar setti hún reglugerð sem leyfði útlendingastofnun að taka til efnislegrar meðferðar mál barna sem hlotið hefðu vernd í öðru ríki, væru meira en tíu mánuðir liðnir frá því að umsókn þeirra barst íslenskum stjórnvöldum. „Vilji löggjafans er skýr” Þegar reglugerð var aftur breytt í þágu barna í upphafi árs var hámarkstími afgreiðslu dvalarleyfis lækkaður úr 18 mánuðum í 16. Það var vegna þess að almenningi ofbauð að reka ætti úr landi börn sem höfðu fest rætur á Íslandi. Aftur var dómsmálaráðherra, í þessu tilviki Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, afdráttarlaus um tilganginn í yfirlýsingu á Facebook: „Vilji löggjafans og stjórnvalda er skýr. Taka ber sérstakt tillit til hagsmuna barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd.” Og hverjir eru þessir hagsmunir barnanna? Hafa þau hagsmuni af því hvort mál taki 18 mánuði í afgreiðslu innan kerfisins eða 16 eða 10? Augljóslega ekki. Hagsmunirnir hljóta að vera þeir að vera ekki rifin upp með rótum úr umhverfi sem þau hafa aðlagast, frá vinum sem þau hafa eignast, úr málumhverfi sem þau hafa tileinkað sér og úr öryggi sem þau hafa öðlast. Í báðum tilvikum var tilgangur reglugerðarbreytinganna sá að ná til barna sem höfðu fest rætur á Íslandi. Breytingar á reglugerðum voru meðalið sem þurfti til að ná þeim tilgangi. Umræður í fjölmiðlum og viðbrögð og yfirlýsingar tveggja dómsmálaráðherra, í júlí 2019 og febrúar 2020, sýna það. „Ómannúðlegt" segir Katrín Nú á enn einu sinni að úthýsa börnum sem hafa fest rætur í íslensku samfélagi. Fyrri reglugerðarbreytingar ná ekki yfir þeirra mál. Þær miðuðu að því að stytta málsmeðferðartíma sem er mikilvægt en dugar ekki ef dvalartíminn lengist af öðrum ástæðum. Dómsmálaráðherra þarf nú að horfast í augu við þá staðreynd að breytingarnar voru of afmarkaðar. Þær þurfa að ná til heildardvalartíma barnanna á Íslandi, ekki bara meðferð kerfisins á málum þeirra. Í Sprengisandi á Bylgjunni í dag sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að hún væri sammála þessum sjónarmiðum, sem meðal annars Rauði krossinn hefur talað fyrir. Yfirlýsing Áslaugar Örnu dómsmálaráðherra frá febrúar bendir vonandi til þess að hún sé það líka. „Það er ekki mannúðlegt að halda fólki svona lengi í óvissu, sérstaklega börnum,” sagði Katrín. Áslaug Arna sagði við reglugerðarbreytinguna í febrúar að það stæðu „vonir til þess að þetta verði aðeins fyrsta skrefið í að stytta meðferð slíkra mála.” Nú er tækifæri til að taka næsta skref – og miða það ekki við málsmeðferðartíma heldur raunverulegan dvalartíma barna, sem óska eftir alþjóðlegri vernd, í íslensku samfélagi. Og taka það fyrir miðvikudag.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun