Körfubolti

Gerði sömu mis­tök og ensku ungstirnin og var sendur úr „búbblunni“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Danuel í barátunni við LeBron James.
Danuel í barátunni við LeBron James. vísir/getty

Danuel House Jr., leikmaður Houston Rockets, hefur verið sendur úr NBA-búbblunni eftir rannsókn NBA.

Danuel fékk heimsókn frá kvenmanni inn í NBA-búbbluna en það er stranglega bannað þar sem leikmennirnir eru lokaðir inni vegna kórónuveirunnar.

Atvikið svipar til þegar knattspyrnumennirnir Phil Foden og Mason Greenwood fengu tvær íslenskar stúlkur í heimsókn til sín upp á hótel enska landsliðsins á Íslandi.

Danuel neitaði sök sinni en hann segir þetta ekki rétt. Eftir rannsókn NBA deildarinnar var hann hins vegar sendur úr búbblunni og mun ekki taka þátt í fleiri leikjum með Houston á þessari leiktíð.

House hefur gert rúmlega ellefu stig að meðaltali í leik á þessari leiktíð en Houston er 3-1 undir gegn Lakers í undanúrslitunum.


Tengdar fréttir

Greenwood og Foden báðust afsökunar

Ungstirni enska landsliðsins báðust afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að fá heimsókn upp á hótel.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.