Körfubolti

Gerði sömu mis­tök og ensku ungstirnin og var sendur úr „búbblunni“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Danuel í barátunni við LeBron James.
Danuel í barátunni við LeBron James. vísir/getty

Danuel House Jr., leikmaður Houston Rockets, hefur verið sendur úr NBA-búbblunni eftir rannsókn NBA.

Danuel fékk heimsókn frá kvenmanni inn í NBA-búbbluna en það er stranglega bannað þar sem leikmennirnir eru lokaðir inni vegna kórónuveirunnar.

Atvikið svipar til þegar knattspyrnumennirnir Phil Foden og Mason Greenwood fengu tvær íslenskar stúlkur í heimsókn til sín upp á hótel enska landsliðsins á Íslandi.

Danuel neitaði sök sinni en hann segir þetta ekki rétt. Eftir rannsókn NBA deildarinnar var hann hins vegar sendur úr búbblunni og mun ekki taka þátt í fleiri leikjum með Houston á þessari leiktíð.

House hefur gert rúmlega ellefu stig að meðaltali í leik á þessari leiktíð en Houston er 3-1 undir gegn Lakers í undanúrslitunum.


Tengdar fréttir

Greenwood og Foden báðust afsökunar

Ungstirni enska landsliðsins báðust afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að fá heimsókn upp á hótel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×