John Daly með krabbamein og ætlar að taka upp heilsusamlegri lífsstíl Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2020 17:30 Þegar mest lét reykti John Daly 40 sígarettur á dag. getty/Rey Del Rio John Daly, sem vann tvö risamót í golfi á sínum tíma, er með krabbamein í þvagblöðru. Hann gekkst undir aðgerð sem heppnaðist vel en segir yfirgnæfandi líkur á að krabbameinið komi aftur. Hinn 54 ára Daly verður seint sakaður um að hafa lifað heilsusamlegu líferni í gegnum tíðina. Hann reykti 40 sígarettur og drakk 28 dósir af Diet Coke á dag. Þá er hann alkahólisti. Eftir að hafa leitað til læknis vegna nýrnasteina og bakverkja greindist Daly með krabbamein. Hann ætlar að breyta um lifnaðarhætti og vonast eftir kraftaverki. „Ég ætla að drekka miklu minna af Diet Coke og reyna að hætta að reykja. Læknarnir segja að það sé ekki of seint í rassinn gripið. Því miður er þetta krabbamein sem kemur aftur,“ sagði Daly. Hann segist ekki hræðast dauðann og ætlar að halda áfram að njóta lífsins og spila golf. „Ég er enn að vinna, lifa lífinu og gera það sem ég þarf að gera. Ég tekst á við þessa áskorun. Ég er ekki smeykur. Ég vil bara að börnin mín hafi það gott sem og allir í fjölskyldunni,“ sagði Daly. Hann vann PGA-meistaramótið 1991 og Opna breska meistaramótið fjórum árum síðar. Þá hefur Daly unnið fimm mót á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Golf Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
John Daly, sem vann tvö risamót í golfi á sínum tíma, er með krabbamein í þvagblöðru. Hann gekkst undir aðgerð sem heppnaðist vel en segir yfirgnæfandi líkur á að krabbameinið komi aftur. Hinn 54 ára Daly verður seint sakaður um að hafa lifað heilsusamlegu líferni í gegnum tíðina. Hann reykti 40 sígarettur og drakk 28 dósir af Diet Coke á dag. Þá er hann alkahólisti. Eftir að hafa leitað til læknis vegna nýrnasteina og bakverkja greindist Daly með krabbamein. Hann ætlar að breyta um lifnaðarhætti og vonast eftir kraftaverki. „Ég ætla að drekka miklu minna af Diet Coke og reyna að hætta að reykja. Læknarnir segja að það sé ekki of seint í rassinn gripið. Því miður er þetta krabbamein sem kemur aftur,“ sagði Daly. Hann segist ekki hræðast dauðann og ætlar að halda áfram að njóta lífsins og spila golf. „Ég er enn að vinna, lifa lífinu og gera það sem ég þarf að gera. Ég tekst á við þessa áskorun. Ég er ekki smeykur. Ég vil bara að börnin mín hafi það gott sem og allir í fjölskyldunni,“ sagði Daly. Hann vann PGA-meistaramótið 1991 og Opna breska meistaramótið fjórum árum síðar. Þá hefur Daly unnið fimm mót á PGA-mótaröðinni á ferlinum.
Golf Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira