Við viljum bjóða þrjátíuþúsundasta íbúa Hafnarfjarðar velkominn…………..aftur Jón Ingi Hákonarson skrifar 9. september 2020 08:02 Undanfarin ár hafa verið mikill vaxtartími á höfuðborgarsvæðinu þar sem íbúum á SV horninu hefur fjölgað mikið. Íbúum Hafnarfjarðar hefur hreinlega fækkað um 0,7% á árinu 2020. Þann 31. október 2019 bauð bæjarstjóri þrjátíuþúsundasta íbúann velkominn með viðhöfn en síðan þá hefur bæjarbúum aftur fækkað og eins og staðan er núna munum við þurfa að fagna þeim áfanga aftur. Þetta er áhyggjuefni af nokkrum ástæðum. Á einum mesta uppgangstíma Íslandssögunnar er árangur okkar í skipulags- og byggingarmálum sá að bæjarbúum fækkar. Fulltrúar Viðreisnar hafa áður bent á þessa þróun en verið svarað með skætingi af meirihlutanum. Bæjarsjóður þarf að taka á sig töluvert högg vegna Covid faraldursins. Tekjur skreppa saman og útgjöld aukast. Undirritaður hefur lengi bent á að vandi bæjarsjóðs er fyrst og fremst tekjuvandi. Fjármálastjóri bæjarins og sviðsstjórar hafa staðið sig gríðarlega vel þegar kemur að útsjónarsemi á útgjaldahlið og ber að hrósa þeim fyrir frábært starf. Tekjur sveitarfélaga koma að mestu leiti frá útsvari íbúa og fasteignagjöldum. Hefðum við ekki flotið sofandi að feigðarósi í skipulags og byggingarmálum má ætla að í bænum væru þrjú þúsund nýir Hafnarfirðingar sem skiluðu um tveimur og hálfum milljarði í auknar tekjur árlega. Það er ekki fjarri þeirri upphæð sem meirihlutinn mun sætta sig við sem einskiptis söluhagnað af bréfum bæjarfélagsins í HS Veitum. Þessi tíðindi setja óvönduð vinnubrögð meirihlutans í nýtt samhengi. Þegar honum var bent á það hversu mikla holu hann hafði grafið sig í var hlaupið af stað og leitað að einhverri skyndilausn til þess að grafa sig úr vandanum. Lausnin var sú að falla frá vandaðri undirbúningsvinnu við rammaskipulagið á Hraun Vestur og bjóða einum lóðarhafa brunaafslátt af öllum gæðakröfum í þeirri von að sú uppbygging myndi fela að einhverju leiti úrræðaleysi undanfarinna ára. Það er styttra í að bæjarstjóri kveðji þrjúhundraðasta Hafnfirðinginn sem flytur úr bænum árið 2020 en að bjóða þrjátíuþúsundasta íbúann velkominn upp á nýtt. Hvort viðkomandi fái blómvönd og krúttkörfu er ekki vitað. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa verið mikill vaxtartími á höfuðborgarsvæðinu þar sem íbúum á SV horninu hefur fjölgað mikið. Íbúum Hafnarfjarðar hefur hreinlega fækkað um 0,7% á árinu 2020. Þann 31. október 2019 bauð bæjarstjóri þrjátíuþúsundasta íbúann velkominn með viðhöfn en síðan þá hefur bæjarbúum aftur fækkað og eins og staðan er núna munum við þurfa að fagna þeim áfanga aftur. Þetta er áhyggjuefni af nokkrum ástæðum. Á einum mesta uppgangstíma Íslandssögunnar er árangur okkar í skipulags- og byggingarmálum sá að bæjarbúum fækkar. Fulltrúar Viðreisnar hafa áður bent á þessa þróun en verið svarað með skætingi af meirihlutanum. Bæjarsjóður þarf að taka á sig töluvert högg vegna Covid faraldursins. Tekjur skreppa saman og útgjöld aukast. Undirritaður hefur lengi bent á að vandi bæjarsjóðs er fyrst og fremst tekjuvandi. Fjármálastjóri bæjarins og sviðsstjórar hafa staðið sig gríðarlega vel þegar kemur að útsjónarsemi á útgjaldahlið og ber að hrósa þeim fyrir frábært starf. Tekjur sveitarfélaga koma að mestu leiti frá útsvari íbúa og fasteignagjöldum. Hefðum við ekki flotið sofandi að feigðarósi í skipulags og byggingarmálum má ætla að í bænum væru þrjú þúsund nýir Hafnarfirðingar sem skiluðu um tveimur og hálfum milljarði í auknar tekjur árlega. Það er ekki fjarri þeirri upphæð sem meirihlutinn mun sætta sig við sem einskiptis söluhagnað af bréfum bæjarfélagsins í HS Veitum. Þessi tíðindi setja óvönduð vinnubrögð meirihlutans í nýtt samhengi. Þegar honum var bent á það hversu mikla holu hann hafði grafið sig í var hlaupið af stað og leitað að einhverri skyndilausn til þess að grafa sig úr vandanum. Lausnin var sú að falla frá vandaðri undirbúningsvinnu við rammaskipulagið á Hraun Vestur og bjóða einum lóðarhafa brunaafslátt af öllum gæðakröfum í þeirri von að sú uppbygging myndi fela að einhverju leiti úrræðaleysi undanfarinna ára. Það er styttra í að bæjarstjóri kveðji þrjúhundraðasta Hafnfirðinginn sem flytur úr bænum árið 2020 en að bjóða þrjátíuþúsundasta íbúann velkominn upp á nýtt. Hvort viðkomandi fái blómvönd og krúttkörfu er ekki vitað. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun