Flugdrekaheilkennið Skúli Sigurður Ólafsson skrifar 7. september 2020 10:00 Nokkur orð um trans-Jesú Ég skil ekki enn af hverju þau birtu þessa mynd af Jesú með varalit og brjóst á auglýsingum fyrir barnastarf kirkjunnar. Markhópur barnastarfsins kallaði vart eftir slíku og ég sé ekki að hinsegin fólki sé hér einhver greiði gerður. Teikningin sýnir stereótýpu sem ég held að fáir tengi við auk þess sem hugmyndin virkar yfirborðsleg. Hvað ætlum við að gera með þessa mynd annars? Í sumar baðst biskup afsökunar á framgöngu kirkjunnar í garð samkynhneigðra. Full ástæða var til þess enda var einkar illa staðið að þeim málum á sínum tíma. Áfram hefði mátt vinna að samtali þjóðkirkju og hinsegin fólks án þess að færa viðkvæm málefni í þennan búning. Vissulega má tengja guðfræðina að baki þessari myndbirtingu við ákveðna hefð innan kristindómsins, þar sem Jesús er birtur sem fulltrúi úr minnihlutahópi. Sú túlkun hefur þó oftar en ekki komið frá einstaklingum sem tilheyra slíkum hópum. Hér kemur hún ofan frá sem kann að orka tvímælis. Kristin trú byggir vissulega á frelsi en því fylgir ábyrgð. Gæta þarf alúðar og hófs og sýna nærgætni í hvívetna. Margt bendir til þess að sá hópur sem undirbjó auglýsinguna hafi verið bæði þröngur og einsleitur. Reynslan sýnir að þegar svo er háttað er hætt við því að fólk geri mistök, alls óháð mannkostum þess og elju. Það telur sig hafa fundið snjallar lausnir án þess að kanna hvaða spurningar brenna á samfélaginu. Hér erum við því komin inn á ákveðið einkenni á mannlegum samfélögum sem nefna má „flugdrekaheilkennið“. Það lýsir sér í því að líkur sækir líkan heim og þess er ekki gætt að hlusta á og taka tillit til andstæðra sjónarmiða. Í þessu tilviki hefði verið betra að hafa jarðbundna og varkára hugsuði með í liði. Allir geta ekki svifið uppi í háloftum, einhver verður að standa á jörðinni og halda í spottann, annars ofrís drekinn og brotlendir! Til þess að fyrirbyggja það verður fólk að geta sýnt hluttekningu (empathy). Það þarf að geta sett sig í spor annarra. Hvaða þörf var annars fyrir hendi að birta þessa auglýsingu í barnastarfi? Ég kem ekki auga á hana. Þarna hefði mátt fara aðrar leiðir – t.d. sýna fjölbreytni mannlífsins í kringum Jesú eða kirkju. Kirkjan er jú sannarlega opin öllum. Markmiðinu hefði verið náð án þess að valda þeim úlfaþyt sem orðið hefur. Ég kalla eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. Höfum hugfast að þjóðkirkja er ekki smáhópur heldur breiðfylking fólks og taka þarf tillit til margs konar sjónarmiða. Höfundur er prestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Hinsegin Skúli S. Ólafsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiði Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiði skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Nokkur orð um trans-Jesú Ég skil ekki enn af hverju þau birtu þessa mynd af Jesú með varalit og brjóst á auglýsingum fyrir barnastarf kirkjunnar. Markhópur barnastarfsins kallaði vart eftir slíku og ég sé ekki að hinsegin fólki sé hér einhver greiði gerður. Teikningin sýnir stereótýpu sem ég held að fáir tengi við auk þess sem hugmyndin virkar yfirborðsleg. Hvað ætlum við að gera með þessa mynd annars? Í sumar baðst biskup afsökunar á framgöngu kirkjunnar í garð samkynhneigðra. Full ástæða var til þess enda var einkar illa staðið að þeim málum á sínum tíma. Áfram hefði mátt vinna að samtali þjóðkirkju og hinsegin fólks án þess að færa viðkvæm málefni í þennan búning. Vissulega má tengja guðfræðina að baki þessari myndbirtingu við ákveðna hefð innan kristindómsins, þar sem Jesús er birtur sem fulltrúi úr minnihlutahópi. Sú túlkun hefur þó oftar en ekki komið frá einstaklingum sem tilheyra slíkum hópum. Hér kemur hún ofan frá sem kann að orka tvímælis. Kristin trú byggir vissulega á frelsi en því fylgir ábyrgð. Gæta þarf alúðar og hófs og sýna nærgætni í hvívetna. Margt bendir til þess að sá hópur sem undirbjó auglýsinguna hafi verið bæði þröngur og einsleitur. Reynslan sýnir að þegar svo er háttað er hætt við því að fólk geri mistök, alls óháð mannkostum þess og elju. Það telur sig hafa fundið snjallar lausnir án þess að kanna hvaða spurningar brenna á samfélaginu. Hér erum við því komin inn á ákveðið einkenni á mannlegum samfélögum sem nefna má „flugdrekaheilkennið“. Það lýsir sér í því að líkur sækir líkan heim og þess er ekki gætt að hlusta á og taka tillit til andstæðra sjónarmiða. Í þessu tilviki hefði verið betra að hafa jarðbundna og varkára hugsuði með í liði. Allir geta ekki svifið uppi í háloftum, einhver verður að standa á jörðinni og halda í spottann, annars ofrís drekinn og brotlendir! Til þess að fyrirbyggja það verður fólk að geta sýnt hluttekningu (empathy). Það þarf að geta sett sig í spor annarra. Hvaða þörf var annars fyrir hendi að birta þessa auglýsingu í barnastarfi? Ég kem ekki auga á hana. Þarna hefði mátt fara aðrar leiðir – t.d. sýna fjölbreytni mannlífsins í kringum Jesú eða kirkju. Kirkjan er jú sannarlega opin öllum. Markmiðinu hefði verið náð án þess að valda þeim úlfaþyt sem orðið hefur. Ég kalla eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. Höfum hugfast að þjóðkirkja er ekki smáhópur heldur breiðfylking fólks og taka þarf tillit til margs konar sjónarmiða. Höfundur er prestur í Neskirkju.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar