Flugdrekaheilkennið Skúli Sigurður Ólafsson skrifar 7. september 2020 10:00 Nokkur orð um trans-Jesú Ég skil ekki enn af hverju þau birtu þessa mynd af Jesú með varalit og brjóst á auglýsingum fyrir barnastarf kirkjunnar. Markhópur barnastarfsins kallaði vart eftir slíku og ég sé ekki að hinsegin fólki sé hér einhver greiði gerður. Teikningin sýnir stereótýpu sem ég held að fáir tengi við auk þess sem hugmyndin virkar yfirborðsleg. Hvað ætlum við að gera með þessa mynd annars? Í sumar baðst biskup afsökunar á framgöngu kirkjunnar í garð samkynhneigðra. Full ástæða var til þess enda var einkar illa staðið að þeim málum á sínum tíma. Áfram hefði mátt vinna að samtali þjóðkirkju og hinsegin fólks án þess að færa viðkvæm málefni í þennan búning. Vissulega má tengja guðfræðina að baki þessari myndbirtingu við ákveðna hefð innan kristindómsins, þar sem Jesús er birtur sem fulltrúi úr minnihlutahópi. Sú túlkun hefur þó oftar en ekki komið frá einstaklingum sem tilheyra slíkum hópum. Hér kemur hún ofan frá sem kann að orka tvímælis. Kristin trú byggir vissulega á frelsi en því fylgir ábyrgð. Gæta þarf alúðar og hófs og sýna nærgætni í hvívetna. Margt bendir til þess að sá hópur sem undirbjó auglýsinguna hafi verið bæði þröngur og einsleitur. Reynslan sýnir að þegar svo er háttað er hætt við því að fólk geri mistök, alls óháð mannkostum þess og elju. Það telur sig hafa fundið snjallar lausnir án þess að kanna hvaða spurningar brenna á samfélaginu. Hér erum við því komin inn á ákveðið einkenni á mannlegum samfélögum sem nefna má „flugdrekaheilkennið“. Það lýsir sér í því að líkur sækir líkan heim og þess er ekki gætt að hlusta á og taka tillit til andstæðra sjónarmiða. Í þessu tilviki hefði verið betra að hafa jarðbundna og varkára hugsuði með í liði. Allir geta ekki svifið uppi í háloftum, einhver verður að standa á jörðinni og halda í spottann, annars ofrís drekinn og brotlendir! Til þess að fyrirbyggja það verður fólk að geta sýnt hluttekningu (empathy). Það þarf að geta sett sig í spor annarra. Hvaða þörf var annars fyrir hendi að birta þessa auglýsingu í barnastarfi? Ég kem ekki auga á hana. Þarna hefði mátt fara aðrar leiðir – t.d. sýna fjölbreytni mannlífsins í kringum Jesú eða kirkju. Kirkjan er jú sannarlega opin öllum. Markmiðinu hefði verið náð án þess að valda þeim úlfaþyt sem orðið hefur. Ég kalla eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. Höfum hugfast að þjóðkirkja er ekki smáhópur heldur breiðfylking fólks og taka þarf tillit til margs konar sjónarmiða. Höfundur er prestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Hinsegin Skúli S. Ólafsson Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Nokkur orð um trans-Jesú Ég skil ekki enn af hverju þau birtu þessa mynd af Jesú með varalit og brjóst á auglýsingum fyrir barnastarf kirkjunnar. Markhópur barnastarfsins kallaði vart eftir slíku og ég sé ekki að hinsegin fólki sé hér einhver greiði gerður. Teikningin sýnir stereótýpu sem ég held að fáir tengi við auk þess sem hugmyndin virkar yfirborðsleg. Hvað ætlum við að gera með þessa mynd annars? Í sumar baðst biskup afsökunar á framgöngu kirkjunnar í garð samkynhneigðra. Full ástæða var til þess enda var einkar illa staðið að þeim málum á sínum tíma. Áfram hefði mátt vinna að samtali þjóðkirkju og hinsegin fólks án þess að færa viðkvæm málefni í þennan búning. Vissulega má tengja guðfræðina að baki þessari myndbirtingu við ákveðna hefð innan kristindómsins, þar sem Jesús er birtur sem fulltrúi úr minnihlutahópi. Sú túlkun hefur þó oftar en ekki komið frá einstaklingum sem tilheyra slíkum hópum. Hér kemur hún ofan frá sem kann að orka tvímælis. Kristin trú byggir vissulega á frelsi en því fylgir ábyrgð. Gæta þarf alúðar og hófs og sýna nærgætni í hvívetna. Margt bendir til þess að sá hópur sem undirbjó auglýsinguna hafi verið bæði þröngur og einsleitur. Reynslan sýnir að þegar svo er háttað er hætt við því að fólk geri mistök, alls óháð mannkostum þess og elju. Það telur sig hafa fundið snjallar lausnir án þess að kanna hvaða spurningar brenna á samfélaginu. Hér erum við því komin inn á ákveðið einkenni á mannlegum samfélögum sem nefna má „flugdrekaheilkennið“. Það lýsir sér í því að líkur sækir líkan heim og þess er ekki gætt að hlusta á og taka tillit til andstæðra sjónarmiða. Í þessu tilviki hefði verið betra að hafa jarðbundna og varkára hugsuði með í liði. Allir geta ekki svifið uppi í háloftum, einhver verður að standa á jörðinni og halda í spottann, annars ofrís drekinn og brotlendir! Til þess að fyrirbyggja það verður fólk að geta sýnt hluttekningu (empathy). Það þarf að geta sett sig í spor annarra. Hvaða þörf var annars fyrir hendi að birta þessa auglýsingu í barnastarfi? Ég kem ekki auga á hana. Þarna hefði mátt fara aðrar leiðir – t.d. sýna fjölbreytni mannlífsins í kringum Jesú eða kirkju. Kirkjan er jú sannarlega opin öllum. Markmiðinu hefði verið náð án þess að valda þeim úlfaþyt sem orðið hefur. Ég kalla eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. Höfum hugfast að þjóðkirkja er ekki smáhópur heldur breiðfylking fólks og taka þarf tillit til margs konar sjónarmiða. Höfundur er prestur í Neskirkju.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun