Íslandsmótið í golfi fer fram fyrir norðan á næsta ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 15:20 Birgir Leifur Hafþórsson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir urðu Íslandsmeistarar í golfi þegar mótið fór síðast fram á Akureyri. Mynd/GSÍmyndir/SETH Íslandsmótið í golfi árið 2021 fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 5. til 8. ágúst en þetta verður í sautjánda sinn sem Íslandsmeistararnir verða krýndir fyrir norðan. Golfsamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu í dag og þar kemur einnig fram að mótanefnd GSÍ mun á næstu vikum fara yfir umsóknir vegna Íslandsmótsins 2022 og 2023 og niðurstöðu má vænta á formannafundi GSÍ sem fram fer í nóvember 2021. Golfsamband Íslands er framkvæmdaaðili Íslandsmótsins 2021 í samstarfi við Golfklúbb Akureyrar. Íslandsmótið í golfi 2021 fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri - Golfsamband Íslands https://t.co/qQnkZDEWyf— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) September 4, 2020 Íslandsmótið fór fram síðast á Jaðarsvelli árið 2016. Á Íslandsmótinu í golfi 2021 verður keppt um Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki í 80. sinn og í 55. sinn í kvennaflokki. Fyrst var keppt í karlaflokki árið 1942 og árið 1967 í kvennaflokki. Frá því að keppt var fyrst á Íslandsmótinu í golfi hefur Íslandsmótið farið fram alls sautján sinnum á Akureyri. Íslandsmótið 2021 verður það átjánda frá upphafi sem fram fer á Akureyri. Í kvennaflokki hefur mótið farið fram alls 9 sinnum á Akureyri frá því að fyrst var keppt í kvennaflokki á Akureyri árið 1971. Íslandsmótið 2016 sem fram fór á Jaðarsvelli var sögulegt. Þar setti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, nýtt mótsmet í kvennaflokki þegar hún lék samtals 11 höggum undir pari vallar – eftir gríðarlega harða baráttu gegn Valdísi Þóru Jónsdóttur, GL, sem lék á -9 samtals. Ólafía Þórunn fagnaði sínum þriðja Íslandsmeistaratitli árið 2016. Í karlaflokki setti Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, met en hann fagnaði þar sínum sjöunda Íslandsmeistaratitli með eftirminnilegum lokahring. Birgir Leifur lék á 66 höggum eða 5 þegar mest á reyndi og -8 samtals. Bjarki Pétursson, GKB, og Axel Bóasson voru einu höggi á eftir og léku umspil um annað sætið þar sem að Axel hafði betur. Golf Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Íslandsmótið í golfi árið 2021 fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 5. til 8. ágúst en þetta verður í sautjánda sinn sem Íslandsmeistararnir verða krýndir fyrir norðan. Golfsamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu í dag og þar kemur einnig fram að mótanefnd GSÍ mun á næstu vikum fara yfir umsóknir vegna Íslandsmótsins 2022 og 2023 og niðurstöðu má vænta á formannafundi GSÍ sem fram fer í nóvember 2021. Golfsamband Íslands er framkvæmdaaðili Íslandsmótsins 2021 í samstarfi við Golfklúbb Akureyrar. Íslandsmótið í golfi 2021 fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri - Golfsamband Íslands https://t.co/qQnkZDEWyf— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) September 4, 2020 Íslandsmótið fór fram síðast á Jaðarsvelli árið 2016. Á Íslandsmótinu í golfi 2021 verður keppt um Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki í 80. sinn og í 55. sinn í kvennaflokki. Fyrst var keppt í karlaflokki árið 1942 og árið 1967 í kvennaflokki. Frá því að keppt var fyrst á Íslandsmótinu í golfi hefur Íslandsmótið farið fram alls sautján sinnum á Akureyri. Íslandsmótið 2021 verður það átjánda frá upphafi sem fram fer á Akureyri. Í kvennaflokki hefur mótið farið fram alls 9 sinnum á Akureyri frá því að fyrst var keppt í kvennaflokki á Akureyri árið 1971. Íslandsmótið 2016 sem fram fór á Jaðarsvelli var sögulegt. Þar setti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, nýtt mótsmet í kvennaflokki þegar hún lék samtals 11 höggum undir pari vallar – eftir gríðarlega harða baráttu gegn Valdísi Þóru Jónsdóttur, GL, sem lék á -9 samtals. Ólafía Þórunn fagnaði sínum þriðja Íslandsmeistaratitli árið 2016. Í karlaflokki setti Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, met en hann fagnaði þar sínum sjöunda Íslandsmeistaratitli með eftirminnilegum lokahring. Birgir Leifur lék á 66 höggum eða 5 þegar mest á reyndi og -8 samtals. Bjarki Pétursson, GKB, og Axel Bóasson voru einu höggi á eftir og léku umspil um annað sætið þar sem að Axel hafði betur.
Golf Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira