Verðmunur á makríl Svanur Guðmundsson skrifar 3. september 2020 15:00 Enn á ný er verðmunur á makríl, sem landað er á Íslandi eða í Noregi og Færeyjum, til umræðu. Til að fá gleggri mynd af málinu fannst mér gagnlegt að skoða þær upplýsingar sem liggja fyrir um stöðu fyrirtækja sem vinna makríl í Noregi. Fyrir skömmu landaði Börkur NK hjá Global Florö AS í Noregi sem er staðsett í Álasundi og fékk gott verð fyrir aflann. Ég varð mér út um afkomutölur Global Florö AS síðastliðin fimm ár (2015-2019). Þar kemur ýmislegt fróðlegt í ljós, meðal annars að fyrirtækið er rekið með tapi í þrjú ár af þessum fimm. Ef afkoman er dregin saman þessi fimm ár þá tapar fyrirtækið samtals einni og hálfri milljón norskra króna á þessum árum eða 24 milljónum íslenskra króna. Fyrirtækið borgar nær enga skatta þessi ár sem um ræðir, þvert á móti fær það endurgreiðslu frá skattinum. Sú endurgreiðsla berst í þrjú ár af þessum fimm sem eru hér til skoðunar. Launagreiðslur fyrirtækisins til landverkafólksins þar eru frá 6 til 8% af veltu sem er bara brot af þeim launum sem íslensku sjómennirnir fá fyrir sína vinnu. Úr reikningi Global Florö AS. Tekjur, hráefniskostnaður og launagreiðslur í 1000 NOK fyrir árin 2015-2019. Það er vitað að fyrirkomulag vinnslu og veiða í Noregi er allt annað en það sem viðgengst hér á landi. Samkeppni um hráefnið er mikil og það kemur fram í háu hráefnisverði. Þessi samkeppni virðist leiða til þess að menn frestast til að greiða óeðlilega hátt verð fyrir hráefni bara til að ná því inn til vinnslu til sín. Þetta háa verð skapar óvissu um framtíðarrekstur þessara fyrirtækja svo og starfsöryggi fólksins. Reikningar félagsins sýna að eigendur eru ekki að fá mikið fyrir sína fjárfestingu. Því er ólíklegt að þeir séu færir um að leggja í miklar fjárfestingar miðað við þessi rekstrarskilyrði og ekki geta þeir greitt sér út arð með þessa afkomu. Í frétt Fiskeribladet þann 10. ágúst síðastliðinn var rætt við nokkra hagsmunaaðila innan greinarinnar um stöðuna á makrílvinnslunni í Noregi. Þar vöruðu menn við of mikilli bjartsýni við kaup á hráefni. Það hefði komið niður á mörgum vinnslum síðasta haust og töldu þeir að verð á afurðum myndi líklega halda áfram að lækka í vetur. Makríllinn væri auk þess smærri og hlutfall >600 gr. er að minnka. Því væri það verð sem menn eru að greiða fyrir hráefnið of hátt fyrir vinnsluna. Fréttin staðfestir það sem rekstrartölur Global Florö AS sýna. Ef rýnt er í skýrslu sem kom út árið 2010 hjá Norrænu ráðherranefndinni, “Félags- og efnahagsleg ávöxtun uppsjávarveiða í Norðaustur-Atlantshafi (Samfundsøkonomisk afkast af pelagiske fiskerier i nordøstatlanten)” sést að þar er gerður samanburður á veiðum uppsjávarskipa. Þar kemur fram að mikill munur er á rekstrarumhverfi þeirra sem gera út á uppsjávarfisk í Norður-Atlantshafi. Meðalverð milli landa er mjög ólíkt og skýrist það að miklu leyti af breytilegri ráðstöfun afla, svo og hvenær hver tegund er veidd. Mikil munur er á daganýtingu skipa og eru til dæmis skip frá Noregi með þriðjungi færri sjódaga og mun minna aflamagn að jafnaði en íslensku bátarnir. Fleira er tínt til í skýrslunni sem of langt mál er að telja hér upp en sýnir glögglega hve erfitt er að bera saman verð á milli landa. Það að segja að eitthvað eitt verð eigi að gilda fyrir einhverja tegund uppsjávarfisks er ómögulegt. Það er jafn óútreiknanlegt og veðrið en vissulega þurfa sjómenn að kunna að lesa í bæði veður og verð. Spurningin er alltaf sú sama hér og í Noregi. Hvað eiga sjómenn að fá í sinn hlut og hvað á starfsfólk við framleiðsluna í landi, nærsamfélagið í þeim byggðalögum þar sem vinnslan fer fram, ríkið og eigendur að fá? En það er ljóst að rekstur sem er að greiða 90% kostnaðar fyrir hráefni nær ekki að lifa lengi og fer örugglega á hausinn þegar tækin eru úr sér gengin. Þannig er ekki hægt að reka vinnslufyrirtæki. Það er óábyrgur rekstur ef fyrirtæki hafa ekki afkomu sem gefur þeim svigrúm til þess að endurfjárfesta í framleiðslutækjum. Fyrirtækin bera samfélagslega ábyrgð með fólkinu og því nærumhverfi sem þau starfa í. Því verða þau að horfa til lengri tíma við sínar ákvarðanir. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Sjávarútvegur Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Enn á ný er verðmunur á makríl, sem landað er á Íslandi eða í Noregi og Færeyjum, til umræðu. Til að fá gleggri mynd af málinu fannst mér gagnlegt að skoða þær upplýsingar sem liggja fyrir um stöðu fyrirtækja sem vinna makríl í Noregi. Fyrir skömmu landaði Börkur NK hjá Global Florö AS í Noregi sem er staðsett í Álasundi og fékk gott verð fyrir aflann. Ég varð mér út um afkomutölur Global Florö AS síðastliðin fimm ár (2015-2019). Þar kemur ýmislegt fróðlegt í ljós, meðal annars að fyrirtækið er rekið með tapi í þrjú ár af þessum fimm. Ef afkoman er dregin saman þessi fimm ár þá tapar fyrirtækið samtals einni og hálfri milljón norskra króna á þessum árum eða 24 milljónum íslenskra króna. Fyrirtækið borgar nær enga skatta þessi ár sem um ræðir, þvert á móti fær það endurgreiðslu frá skattinum. Sú endurgreiðsla berst í þrjú ár af þessum fimm sem eru hér til skoðunar. Launagreiðslur fyrirtækisins til landverkafólksins þar eru frá 6 til 8% af veltu sem er bara brot af þeim launum sem íslensku sjómennirnir fá fyrir sína vinnu. Úr reikningi Global Florö AS. Tekjur, hráefniskostnaður og launagreiðslur í 1000 NOK fyrir árin 2015-2019. Það er vitað að fyrirkomulag vinnslu og veiða í Noregi er allt annað en það sem viðgengst hér á landi. Samkeppni um hráefnið er mikil og það kemur fram í háu hráefnisverði. Þessi samkeppni virðist leiða til þess að menn frestast til að greiða óeðlilega hátt verð fyrir hráefni bara til að ná því inn til vinnslu til sín. Þetta háa verð skapar óvissu um framtíðarrekstur þessara fyrirtækja svo og starfsöryggi fólksins. Reikningar félagsins sýna að eigendur eru ekki að fá mikið fyrir sína fjárfestingu. Því er ólíklegt að þeir séu færir um að leggja í miklar fjárfestingar miðað við þessi rekstrarskilyrði og ekki geta þeir greitt sér út arð með þessa afkomu. Í frétt Fiskeribladet þann 10. ágúst síðastliðinn var rætt við nokkra hagsmunaaðila innan greinarinnar um stöðuna á makrílvinnslunni í Noregi. Þar vöruðu menn við of mikilli bjartsýni við kaup á hráefni. Það hefði komið niður á mörgum vinnslum síðasta haust og töldu þeir að verð á afurðum myndi líklega halda áfram að lækka í vetur. Makríllinn væri auk þess smærri og hlutfall >600 gr. er að minnka. Því væri það verð sem menn eru að greiða fyrir hráefnið of hátt fyrir vinnsluna. Fréttin staðfestir það sem rekstrartölur Global Florö AS sýna. Ef rýnt er í skýrslu sem kom út árið 2010 hjá Norrænu ráðherranefndinni, “Félags- og efnahagsleg ávöxtun uppsjávarveiða í Norðaustur-Atlantshafi (Samfundsøkonomisk afkast af pelagiske fiskerier i nordøstatlanten)” sést að þar er gerður samanburður á veiðum uppsjávarskipa. Þar kemur fram að mikill munur er á rekstrarumhverfi þeirra sem gera út á uppsjávarfisk í Norður-Atlantshafi. Meðalverð milli landa er mjög ólíkt og skýrist það að miklu leyti af breytilegri ráðstöfun afla, svo og hvenær hver tegund er veidd. Mikil munur er á daganýtingu skipa og eru til dæmis skip frá Noregi með þriðjungi færri sjódaga og mun minna aflamagn að jafnaði en íslensku bátarnir. Fleira er tínt til í skýrslunni sem of langt mál er að telja hér upp en sýnir glögglega hve erfitt er að bera saman verð á milli landa. Það að segja að eitthvað eitt verð eigi að gilda fyrir einhverja tegund uppsjávarfisks er ómögulegt. Það er jafn óútreiknanlegt og veðrið en vissulega þurfa sjómenn að kunna að lesa í bæði veður og verð. Spurningin er alltaf sú sama hér og í Noregi. Hvað eiga sjómenn að fá í sinn hlut og hvað á starfsfólk við framleiðsluna í landi, nærsamfélagið í þeim byggðalögum þar sem vinnslan fer fram, ríkið og eigendur að fá? En það er ljóst að rekstur sem er að greiða 90% kostnaðar fyrir hráefni nær ekki að lifa lengi og fer örugglega á hausinn þegar tækin eru úr sér gengin. Þannig er ekki hægt að reka vinnslufyrirtæki. Það er óábyrgur rekstur ef fyrirtæki hafa ekki afkomu sem gefur þeim svigrúm til þess að endurfjárfesta í framleiðslutækjum. Fyrirtækin bera samfélagslega ábyrgð með fólkinu og því nærumhverfi sem þau starfa í. Því verða þau að horfa til lengri tíma við sínar ákvarðanir. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar