Körfubolti

Steve Nash orðinn þjálfari Brooklyn Nets

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steve Nash átti frábæran feril sem leikmaður í NBA og reynir nú fyrir sér sem þjálfari.
Steve Nash átti frábæran feril sem leikmaður í NBA og reynir nú fyrir sér sem þjálfari. Getty/Maddie Meyer

Steve Nash hefur gengið frá fjögurra ára samning um að taka við þjálfun Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta.

Joe Tsai, eigandi Brooklyn Nets, og framkvæmdastjórinn Sean Marks, hafa gengið á eftir Steve Nash síðustu vikur og nú er samningurinn í höfn.

Steve Nash er 46 ára gamall og hefur enga reynslu af þjálfun. Hann spilaði í átján tímabil í NBA-deildinni en lagði skóna á hilluna árið 2015, þá sem leikmaður Los Angeles Lakers.

Steve Nash var mikill leiðtogi á sínum leikmannaferli og var þekktur fyrir mikla

körfuboltagreind og auka fyrir leiknum. Hann er líka í góðu sambandi við Kevin Durant síðan Nash var ráðgjafi hjá Golden State Warriors.

Jacque Vaughn tók við liði Brooklyn Nets þegar Kenny Atkinson var rekinn en Vaughn mun vera áfram hjá félaginu og verður launahæsti aðstoðarþjálfari NBA-deildarinnar.

Steve Nash fær það spennandi verkefni að ná því besta út úr liði sem er með stórstjörnurnar Kevin Durant og Kyrie Irving innanborðs.

Kyrie Irving og Kevin Durant völdu það að spila saman hjá Brooklyn Nets en Durant missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×