Í liði með Icelandair eða samkeppni í flugi? Ólafur Stephensen skrifar 2. september 2020 14:30 Undanfarið hálft ár hefur verið óvenjulegur tími. Heimsfaraldur COVID-19 veirunnar hefur valdið íslenzku atvinnulífi miklum búsifjum og kreppan er dýpri en við höfum áður upplifað. Við þessar aðstæður hafa stjórnvöld þurft að grípa til margs konar óvenjulegra en nauðsynlegra aðgerða til stuðnings atvinnulífinu. Félag atvinnurekenda hefur frá því snemma í faraldrinum vakið athygli á þeirri hættu að bæði kreppan sjálf og aðgerðir stjórnvalda vinni gegn heilbrigðri samkeppni í atvinnulífinu. FA hefur hvatt stjórnvöld til að gæta þess í hvívetna að tryggja virka samkeppni, styrkja samkeppnislöggjöfina og gæta að hagsmunum minni og meðalstórra fyrirtækja, sem standa oft höllum fæti í samkeppni við stóra keppinauta. Stjórnvöld hafa í sumum tilvikum haft augun á því markmiði að tryggja heilbrigt samkeppnisumhverfi þegar þau hafa lagt upp stuðningsaðgerðir við atvinnulífið en í öðrum málum hefur tekizt hörmulega til, eins og þegar endurmenntunardeildir háskólanna fengu ríkisstyrk til að niðurgreiða um tugi þúsunda námskeið, sem haldin eru í beinni samkeppni við námsframboð einkarekinna fræðslufyrirtækja. FA hefur í því máli reynt að halda ríkisvaldinu við efnið og kvartað bæði til Eftirlitsstofnunar EFTA og Samkeppniseftirlitsins. Samkeppnisvinkillinn gleymdist Samkeppni er mikilvæg á öllum mörkuðum. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt glögglega hversu mikilvægt það er að öflug, innlend fyrirtæki keppi við Icelandair. Hagsbætur neytenda í formi meira framboðs og lægri fargjalda vegna samkeppni Iceland Express og síðar WOW Air við Icelandair eru ómældar – og án nokkurs vafa hefur það líka haldið Icelandair á tánum og bætt rekstur félagsins að eiga öfluga innlenda keppinauta. Það kom því á óvart að sjá að við samningu frumvarps um veitingu ríkisábyrgðar upp á 15 milljarða króna til Icelandair Group hf. virðist hafa gleymzt að horfa til þess hvernig eigi að tryggja áfram virka samkeppni í millilandaflugi frá Íslandi. Ríkisvaldið, stofnanir þess og fyrirtæki hafa, þrátt fyrir augljóst gildi samkeppni í millilandaflugi, iðulega verið í liði með Icelandair fremur en samkeppninni. Það kostaði þannig mikla baráttu að tryggja jafnræði í úthlutun afgreiðslutíma fyrir flugfélög á Keflavíkurflugvelli. Það þurfti líka langan slag við ríkið til að fá það til að fara að lögum og bjóða út eigin kaup á flugfarmiðum, í stað þess að ríkisstarfsmenn flygju aðallega með Icelandair og styngju vildarpunktunum í eigin vasa. Það að veita yfirhöfuð ríkisábyrgð á lánum einkafyrirtækis er varasamt af mörgum ástæðum. Þess er skemmst að minnast að stjórnvöld voru ekki tilbúin að gera neitt til að aðstoða WOW Air í erfiðleikum þess félags á síðasta ári, og kannski ekki að ástæðulausu. Um leið og veitt er ríkisábyrgð á skuldum félags verða hagsmunir ríkisins og félagsins samtvinnaðir með mjög óeðlilegum hætti. Er t.d. líklegt að íslenzka ríkið greiði götu keppinauta Icelandair þegar það á jafngríðarlega fjárhagslega hagsmuni af að félagið verði ofan á í samkeppni? Veðin sem Icelandair veitir gegn ríkisábyrgðinni eru auk þess ekki þess eðlis að íslenzka ríkið geri sér auðveldlega peninga úr þeim ef ganga þarf að þeim. Áætlanir Icelandair virðast gera ráð fyrir hækkandi einingaverði og mjög takmarkaðri samkeppni á innanlandsmarkaði, þrátt fyrir að nýtt flugfélag sé í startholunum að hefja samkeppni þegar dregur úr heimsfaraldrinum. Það verður að teljast ámælisvert að fé skattgreiðenda sé veðjað á að slíkar áætlanir gangi eftir. Skilyrði fyrir ríkisábyrgðinni Jafnvel þótt menn telji réttlætanlegt að veita ríkisábyrgð á lánum „þjóðhagslega mikilvægs“ fyrirtækis eins og Icelandair í fordæmalausu ástandi heimsfaraldursins er ekki verjandi að það farist fyrir að gera ýmsar ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til að tryggja samkeppni á flugmarkaði og aðgang keppinauta Icelandair að honum. Samkeppniseftirlitið, flugfélagið Play, sem hyggst keppa við Icelandair, og ferðaskrifstofur í hópi keppinauta dótturfyrirtækja Icelandair Group, hafa bent á nokkrar slíkar leiðir: Ríkisábyrgðin verði afmörkuð og taki eingöngu til flugrekstrar Icelandair en ekki annars rekstrar, t.d. á ferðaskrifstofum, hótelum eða flugafgreiðslustarfsemi. Gjaldið sem Icelandair Group greiðir fyrir ríkisábyrgðina verði hækkað og þannig búið um að hvati félagsins til að losa sig sem fyrst undan ríkisábyrgðinni verði aukinn. Icelandair losi um lendingarheimildir og afsali sér hluta þeirra til keppinauta. Viðskiptum sé beint til keppinauta Icelandair, til dæmis í flugafgreiðslu Starfsemi sem á ekki að njóta ríkisstuðnings sé klofin frá félaginu eða aðskilin fjárhagslega. Uppkaup á keppinautum séu óheimil á meðan stuðningsins nýtur við. Gripið verði til stuðningsaðgerða gagnvart keppinautum Icelandair. Hér mætti bæta við einum kosti, sem Alþingi ætti að skoða þegar það fjallar um frumvarpið; að Icelandair verði sett það skilyrði að brjóti félagið samkeppnislög á gildistíma ábyrgðarinnar falli hún niður. Í liði með samkeppninni? Stjórnvöld þurfa hvað sem öðru líður að sýna að þau horfi heildstætt á samkeppnisumhverfið í millilandaflugi og á tengdum mörkuðum og átti sig á hinum neikvæðu samkeppnislegu áhrifum sem ríkisstuðningur við eitt flugfélag getur haft. Það hafa þau enn ekki gert. Það má mögulega réttlæta það að vera í liði með einu þjóðhagslega mikilvægu fyrirtæki við þessar aðstæður, en stjórnvöld þurfa líka að sýna skýrt og greinilega að þau séu í liði með samkeppninni á þessum mikilvæga markaði og horfi til hagsmuna neytenda og keppinauta Icelandair til langs tíma. Það er nú verkefni Alþingis að vinna málið þannig að fram á það sé sýnt. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Fréttir af flugi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkeppnismál Mest lesið Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hálft ár hefur verið óvenjulegur tími. Heimsfaraldur COVID-19 veirunnar hefur valdið íslenzku atvinnulífi miklum búsifjum og kreppan er dýpri en við höfum áður upplifað. Við þessar aðstæður hafa stjórnvöld þurft að grípa til margs konar óvenjulegra en nauðsynlegra aðgerða til stuðnings atvinnulífinu. Félag atvinnurekenda hefur frá því snemma í faraldrinum vakið athygli á þeirri hættu að bæði kreppan sjálf og aðgerðir stjórnvalda vinni gegn heilbrigðri samkeppni í atvinnulífinu. FA hefur hvatt stjórnvöld til að gæta þess í hvívetna að tryggja virka samkeppni, styrkja samkeppnislöggjöfina og gæta að hagsmunum minni og meðalstórra fyrirtækja, sem standa oft höllum fæti í samkeppni við stóra keppinauta. Stjórnvöld hafa í sumum tilvikum haft augun á því markmiði að tryggja heilbrigt samkeppnisumhverfi þegar þau hafa lagt upp stuðningsaðgerðir við atvinnulífið en í öðrum málum hefur tekizt hörmulega til, eins og þegar endurmenntunardeildir háskólanna fengu ríkisstyrk til að niðurgreiða um tugi þúsunda námskeið, sem haldin eru í beinni samkeppni við námsframboð einkarekinna fræðslufyrirtækja. FA hefur í því máli reynt að halda ríkisvaldinu við efnið og kvartað bæði til Eftirlitsstofnunar EFTA og Samkeppniseftirlitsins. Samkeppnisvinkillinn gleymdist Samkeppni er mikilvæg á öllum mörkuðum. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt glögglega hversu mikilvægt það er að öflug, innlend fyrirtæki keppi við Icelandair. Hagsbætur neytenda í formi meira framboðs og lægri fargjalda vegna samkeppni Iceland Express og síðar WOW Air við Icelandair eru ómældar – og án nokkurs vafa hefur það líka haldið Icelandair á tánum og bætt rekstur félagsins að eiga öfluga innlenda keppinauta. Það kom því á óvart að sjá að við samningu frumvarps um veitingu ríkisábyrgðar upp á 15 milljarða króna til Icelandair Group hf. virðist hafa gleymzt að horfa til þess hvernig eigi að tryggja áfram virka samkeppni í millilandaflugi frá Íslandi. Ríkisvaldið, stofnanir þess og fyrirtæki hafa, þrátt fyrir augljóst gildi samkeppni í millilandaflugi, iðulega verið í liði með Icelandair fremur en samkeppninni. Það kostaði þannig mikla baráttu að tryggja jafnræði í úthlutun afgreiðslutíma fyrir flugfélög á Keflavíkurflugvelli. Það þurfti líka langan slag við ríkið til að fá það til að fara að lögum og bjóða út eigin kaup á flugfarmiðum, í stað þess að ríkisstarfsmenn flygju aðallega með Icelandair og styngju vildarpunktunum í eigin vasa. Það að veita yfirhöfuð ríkisábyrgð á lánum einkafyrirtækis er varasamt af mörgum ástæðum. Þess er skemmst að minnast að stjórnvöld voru ekki tilbúin að gera neitt til að aðstoða WOW Air í erfiðleikum þess félags á síðasta ári, og kannski ekki að ástæðulausu. Um leið og veitt er ríkisábyrgð á skuldum félags verða hagsmunir ríkisins og félagsins samtvinnaðir með mjög óeðlilegum hætti. Er t.d. líklegt að íslenzka ríkið greiði götu keppinauta Icelandair þegar það á jafngríðarlega fjárhagslega hagsmuni af að félagið verði ofan á í samkeppni? Veðin sem Icelandair veitir gegn ríkisábyrgðinni eru auk þess ekki þess eðlis að íslenzka ríkið geri sér auðveldlega peninga úr þeim ef ganga þarf að þeim. Áætlanir Icelandair virðast gera ráð fyrir hækkandi einingaverði og mjög takmarkaðri samkeppni á innanlandsmarkaði, þrátt fyrir að nýtt flugfélag sé í startholunum að hefja samkeppni þegar dregur úr heimsfaraldrinum. Það verður að teljast ámælisvert að fé skattgreiðenda sé veðjað á að slíkar áætlanir gangi eftir. Skilyrði fyrir ríkisábyrgðinni Jafnvel þótt menn telji réttlætanlegt að veita ríkisábyrgð á lánum „þjóðhagslega mikilvægs“ fyrirtækis eins og Icelandair í fordæmalausu ástandi heimsfaraldursins er ekki verjandi að það farist fyrir að gera ýmsar ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til að tryggja samkeppni á flugmarkaði og aðgang keppinauta Icelandair að honum. Samkeppniseftirlitið, flugfélagið Play, sem hyggst keppa við Icelandair, og ferðaskrifstofur í hópi keppinauta dótturfyrirtækja Icelandair Group, hafa bent á nokkrar slíkar leiðir: Ríkisábyrgðin verði afmörkuð og taki eingöngu til flugrekstrar Icelandair en ekki annars rekstrar, t.d. á ferðaskrifstofum, hótelum eða flugafgreiðslustarfsemi. Gjaldið sem Icelandair Group greiðir fyrir ríkisábyrgðina verði hækkað og þannig búið um að hvati félagsins til að losa sig sem fyrst undan ríkisábyrgðinni verði aukinn. Icelandair losi um lendingarheimildir og afsali sér hluta þeirra til keppinauta. Viðskiptum sé beint til keppinauta Icelandair, til dæmis í flugafgreiðslu Starfsemi sem á ekki að njóta ríkisstuðnings sé klofin frá félaginu eða aðskilin fjárhagslega. Uppkaup á keppinautum séu óheimil á meðan stuðningsins nýtur við. Gripið verði til stuðningsaðgerða gagnvart keppinautum Icelandair. Hér mætti bæta við einum kosti, sem Alþingi ætti að skoða þegar það fjallar um frumvarpið; að Icelandair verði sett það skilyrði að brjóti félagið samkeppnislög á gildistíma ábyrgðarinnar falli hún niður. Í liði með samkeppninni? Stjórnvöld þurfa hvað sem öðru líður að sýna að þau horfi heildstætt á samkeppnisumhverfið í millilandaflugi og á tengdum mörkuðum og átti sig á hinum neikvæðu samkeppnislegu áhrifum sem ríkisstuðningur við eitt flugfélag getur haft. Það hafa þau enn ekki gert. Það má mögulega réttlæta það að vera í liði með einu þjóðhagslega mikilvægu fyrirtæki við þessar aðstæður, en stjórnvöld þurfa líka að sýna skýrt og greinilega að þau séu í liði með samkeppninni á þessum mikilvæga markaði og horfi til hagsmuna neytenda og keppinauta Icelandair til langs tíma. Það er nú verkefni Alþingis að vinna málið þannig að fram á það sé sýnt. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun