Erlent

Plötu­snúðurinn sem gerði garðinn frægan með I Like To Move It látinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Plötusnúðurinn Erick Morillo sést hér á kvikmyndahátíð í Los Angeles árið 2017.
Plötusnúðurinn Erick Morillo sést hér á kvikmyndahátíð í Los Angeles árið 2017. Getty/Amanda Edwards

Erick Morillo, plötusnúðurinn sem er best þekktur fyrir lagið I Like To Move It, fannst látinn á heimili sínu á Miami Beach í gær.

Tæplega mánuður er síðan Morillo var handtekinn, sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn konu sem einnig er plötusnúður. Ásökunin kom í kjölfar þess að þau spiluðu saman.

Að því er fram kemur á vef BBC hefur lögreglan í Miami veitt litlar aðrar upplýsingar um andlátið en að Morillo hafi fundist látinn heima hjá sér.

Árið 1994 gaf Morillo út lagið I Like To Move It undir nafninu Reel 2 Reel en lagið naut gríðarlegra vinsælda. Það gekk síðan í endurnýjun lífdaga árið 2005 þegar „remix“ af laginu var notað í teiknimyndinni Madagascar.

Morillo neitaði því að hafa brotið kynferðislega gegn konunni en gaf sig fram eftir að lífsýni sýndu að hann væri sá grunaði.

Morillo átti að koma fyrir dóm á föstudag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×