Hvað voru Róbert og Ragnhildur eiginlega að gera úti í Strassborg? Sigurður L. Sævarsson skrifar 1. september 2020 16:30 Á hlýjum vordegi árið 2017 mættu þau Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Róbert Spanó dómari til Strassborgar vegna kæru þriggja blaðamanna á hendur íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Ragnhildur annaðist málflutning fyrir ríkið og Róbert var og er dómari við mannréttindadómstólinn. Frá þeim degi sem dómur féll í málinu hef ég klórað mér í hausnum yfir því hvernig þeim Róbert og Ragnhildi tókst að klúðra málinu svo svakalega að ósvífnir lygamerðir fóru með sigur af hólmi og fengu milljóna króna bætur frá ríkinu. Hið ljúfa líf í Strassborg Hvað voru þau þau Róbert og Ragnhildur eiginlega að gera í Strassborg? Vissulega er borgin fræg fyrir hið ljúfa líf, ógrynni góðra veitingahúsa, fallegan miðbæ, magnað menningarlíf, stórkostleg listasöfn og fallega almenningsgarða. Þar hefur Mannréttindadómstóllinn (MDE) líka aðsetur og skiljanlegt að embættismenn sækist eftir því að láta traktera sig í þessu umhverfi á rausnarlegum dagpeningum, lausir við daglegan eril skrifstofunnar. Niðurstaða dómsins bendir ekki til þess að athygli þeirra Ragnhildar og Róberts hafi verið óskert þessa vordaga í Strassborg. Bæði tala þau og skilja íslensku, líkt og blaðamennirnir þrír sem stóðu að kærunni. Samt komst MDE að þeirri niðurstöðu að blaðamennirnir hefðu að ósekju verið dæmdir fyrir meiðyrði fyrir íslenskum dómstólum, vegna þess að ekki væri hægt að ætlast til þess að þeir gætu skilið muninn á því að lögregla skoði gögn sem send eru til hennar, eða að einstaklingur sæti lögreglurannsókn. Allir sem skilja íslensku skildu muninn Auðvitað gátu blaðamennirnir þrír skilið muninn, líkt og allir sem skilja íslensku. Þar á meðal Róbert og Ragnhildur. Dómarar við héraðsdóm Reykjavíkur og Hæstarétt skildu þennan mun. Niðurstaða íslensku dómstólanna var sú að það væri ærumeiðandi fyrir einstakling að vera sagður sæta lögreglurannsókn þegar engin slík rannsókn væri í gangi. Ekki stoðaði að vísa til þeirrar viðbáru blaðamannanna þriggja að lögregla hefði skoðað gögn sem voru send til hennar. Það er ekki lögreglurannsókn. Gagnslaus íslenskur dómari Þremenningarnir ákváðu að spila sig treggáfaða og kærðu meiðyrðadóminn til MDE. Þar var málið tekið fyrir á ensku. Íslenski dómarinn Róbert Spanó tók þátt í málsmeðferðinni eins og venjan er þegar um íslensk mál er að ræða. Þannig á að vera tryggt að enginn misskilningur ráði úrslitum. En Róbert klikkaði á því, líkt og Ragnhildur. Þau létu þremenningana komast upp með rangar þýðingar á íslensku orðunum. Í þýðingunni var móttaka lögreglu á kæru og lögreglurannsókn orðið að sömu athöfninni. Auðvitað vissu Róbert og Ragnhildur að svo var ekki. En þau létu lygamerðina komast upp með þetta. Depluðu ekki auga. Hreyfðu engum mótmælum. Niðurstaða MDE byggðist á grundvelli þessarar lygaþýðingar. Ekki mætti gera þá kröfu til blaðamanna að þekkja muninn þegar orðin táknuðu nánast það sama – í enskri þýðingu. Róbert skrifaði upp á þessa kolröngu niðurstöðu dómsins. Hann lét sér ekki einu sinni detta í hug að vera með sérálit. Gagnslaus ráðuneytisstjóri Ljóst er af lestri dómsins að Ragnhildur ráðuneytisstjóri lét lögmann þremenninganna stýra framsetningu málsins frá upphafi til enda. Hún hreyfði engum mótbárum við fölsku þýðingunni. Hún mótmælti heldur ekki þeim lygum að umrædd skýrsla sem send var lögreglu hafi verið endurskoðunarskýrsla. Ef hún hefði unnið vinnuna sína þá hefði hún getað bent dómnum á að þar kom enginn endurskoðandi nálægt, heldur var þetta athugun á bókhaldi sem viðskiptafræðingur annast. Þetta fúsk ráðuneytisstjórans vekur upp spurningu um hvers vegna hún tók þetta mál að sér? Ekki hafði hún samband við þá sem hatursherferð blaðamannanna beindist að og höfðuðu meiðyrðamálið á sínum tíma. Hvers vegna ekki? Var ekki nóg að gera í ráðuneytinu? Lá svona mikið á að komast í vorið í Strassborg? Yfirþyrmandi vanhæfir embættismenn Vanhæfni þeirra Róberts Spanó og Ragnhildar Hjaltadóttur í þessu máli er yfirþyrmandi. En að sjálfsögðu hefur það engin áhrif á störf þeirra eða stöðu þó svo að fúskið hafi kostað rúmar 5 milljónir króna í skaðabætur. Að ekki sé talað um kostnaðinn við Strassborgarferðina. Embættismenn af þeirra kalíberi láta samt ekki svona kusk á hvítflibbann trufla sig í einu eða neinu. Svona embættismenn þegja bara og svara ekki fyrir neitt. Lengst vona þeir að enginn veki athygli á klúðrinu, því það getur skemmt stemmninguna í fínimannaveislunum. En þá er auðvitað bara að hlægja dátt og skála. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Sigurplast Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á hlýjum vordegi árið 2017 mættu þau Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Róbert Spanó dómari til Strassborgar vegna kæru þriggja blaðamanna á hendur íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Ragnhildur annaðist málflutning fyrir ríkið og Róbert var og er dómari við mannréttindadómstólinn. Frá þeim degi sem dómur féll í málinu hef ég klórað mér í hausnum yfir því hvernig þeim Róbert og Ragnhildi tókst að klúðra málinu svo svakalega að ósvífnir lygamerðir fóru með sigur af hólmi og fengu milljóna króna bætur frá ríkinu. Hið ljúfa líf í Strassborg Hvað voru þau þau Róbert og Ragnhildur eiginlega að gera í Strassborg? Vissulega er borgin fræg fyrir hið ljúfa líf, ógrynni góðra veitingahúsa, fallegan miðbæ, magnað menningarlíf, stórkostleg listasöfn og fallega almenningsgarða. Þar hefur Mannréttindadómstóllinn (MDE) líka aðsetur og skiljanlegt að embættismenn sækist eftir því að láta traktera sig í þessu umhverfi á rausnarlegum dagpeningum, lausir við daglegan eril skrifstofunnar. Niðurstaða dómsins bendir ekki til þess að athygli þeirra Ragnhildar og Róberts hafi verið óskert þessa vordaga í Strassborg. Bæði tala þau og skilja íslensku, líkt og blaðamennirnir þrír sem stóðu að kærunni. Samt komst MDE að þeirri niðurstöðu að blaðamennirnir hefðu að ósekju verið dæmdir fyrir meiðyrði fyrir íslenskum dómstólum, vegna þess að ekki væri hægt að ætlast til þess að þeir gætu skilið muninn á því að lögregla skoði gögn sem send eru til hennar, eða að einstaklingur sæti lögreglurannsókn. Allir sem skilja íslensku skildu muninn Auðvitað gátu blaðamennirnir þrír skilið muninn, líkt og allir sem skilja íslensku. Þar á meðal Róbert og Ragnhildur. Dómarar við héraðsdóm Reykjavíkur og Hæstarétt skildu þennan mun. Niðurstaða íslensku dómstólanna var sú að það væri ærumeiðandi fyrir einstakling að vera sagður sæta lögreglurannsókn þegar engin slík rannsókn væri í gangi. Ekki stoðaði að vísa til þeirrar viðbáru blaðamannanna þriggja að lögregla hefði skoðað gögn sem voru send til hennar. Það er ekki lögreglurannsókn. Gagnslaus íslenskur dómari Þremenningarnir ákváðu að spila sig treggáfaða og kærðu meiðyrðadóminn til MDE. Þar var málið tekið fyrir á ensku. Íslenski dómarinn Róbert Spanó tók þátt í málsmeðferðinni eins og venjan er þegar um íslensk mál er að ræða. Þannig á að vera tryggt að enginn misskilningur ráði úrslitum. En Róbert klikkaði á því, líkt og Ragnhildur. Þau létu þremenningana komast upp með rangar þýðingar á íslensku orðunum. Í þýðingunni var móttaka lögreglu á kæru og lögreglurannsókn orðið að sömu athöfninni. Auðvitað vissu Róbert og Ragnhildur að svo var ekki. En þau létu lygamerðina komast upp með þetta. Depluðu ekki auga. Hreyfðu engum mótmælum. Niðurstaða MDE byggðist á grundvelli þessarar lygaþýðingar. Ekki mætti gera þá kröfu til blaðamanna að þekkja muninn þegar orðin táknuðu nánast það sama – í enskri þýðingu. Róbert skrifaði upp á þessa kolröngu niðurstöðu dómsins. Hann lét sér ekki einu sinni detta í hug að vera með sérálit. Gagnslaus ráðuneytisstjóri Ljóst er af lestri dómsins að Ragnhildur ráðuneytisstjóri lét lögmann þremenninganna stýra framsetningu málsins frá upphafi til enda. Hún hreyfði engum mótbárum við fölsku þýðingunni. Hún mótmælti heldur ekki þeim lygum að umrædd skýrsla sem send var lögreglu hafi verið endurskoðunarskýrsla. Ef hún hefði unnið vinnuna sína þá hefði hún getað bent dómnum á að þar kom enginn endurskoðandi nálægt, heldur var þetta athugun á bókhaldi sem viðskiptafræðingur annast. Þetta fúsk ráðuneytisstjórans vekur upp spurningu um hvers vegna hún tók þetta mál að sér? Ekki hafði hún samband við þá sem hatursherferð blaðamannanna beindist að og höfðuðu meiðyrðamálið á sínum tíma. Hvers vegna ekki? Var ekki nóg að gera í ráðuneytinu? Lá svona mikið á að komast í vorið í Strassborg? Yfirþyrmandi vanhæfir embættismenn Vanhæfni þeirra Róberts Spanó og Ragnhildar Hjaltadóttur í þessu máli er yfirþyrmandi. En að sjálfsögðu hefur það engin áhrif á störf þeirra eða stöðu þó svo að fúskið hafi kostað rúmar 5 milljónir króna í skaðabætur. Að ekki sé talað um kostnaðinn við Strassborgarferðina. Embættismenn af þeirra kalíberi láta samt ekki svona kusk á hvítflibbann trufla sig í einu eða neinu. Svona embættismenn þegja bara og svara ekki fyrir neitt. Lengst vona þeir að enginn veki athygli á klúðrinu, því það getur skemmt stemmninguna í fínimannaveislunum. En þá er auðvitað bara að hlægja dátt og skála. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Sigurplast
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar