Allt er breytingum háð Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 31. ágúst 2020 07:30 Börnin eru að hefja nám í nýjum skólum þessa dagana. Nýtt umhverfi, nýir kennarar, nýir skólafélagar. Spennandi og kvíðavænlegt í senn. Óljóst hvernig framgangan verður og eflaust þarf lítið til að útaf bregði og takturinn í deginum feli í sér þyngri skref og hug. Nýjar áskoranir í leik og starfi sem teygja og toga hið hefðbundna og þekkta. Við fullorðna fólkið erum að upplifa það sama. Umhverfi okkar hefur verið kollvarpað af smáskratta – veiru sem eirir engu og hlýðir illa því skipulagi sem við vorum búin að stilla upp og temja okkur. Við vorum fegin sólinni í sumar, ekki síst þegar við máttum stækka svæðið okkar til að lifa lítillega. En við erum ennþá varfærin, fetandi hálfgert einstigi í von um að stígurinn breikki og grænki von bráðar. Hvað er gott að hafa í huga við breytingar? Jákvætt hugarfar hraðar för. Skilningur á aðstæðum gefur forskot – breytingar eru óumflýjanlegar og knýja oftar en ekki vöxt og þroska – jafnvel hraðar en í eðlilegu árferði. Iðulega leynast tækifæri í breytingum og þar spilar hugarfar grósku og framfara miklu máli til að opna fyrir sköpunina sem leynist á milli krefjandi áskorana. Óttinn hefur lamandi áhrif og tefur dýnamískt ferli sem fer af stað við breytingar. Þolgæði, þrautseigja og þolinmæði eru sterkir samferðaaðilar til að þola þann titring sem fylgir óvissu umhverfis breytingar. Lærdómsferlið sem breytingar bjóða upp á færa með sér tækifæri til þroska og jafnvel visku. En ætli lykilinnihaldsefnin séu ekki að tala, hugsa og framkvæma áfram og upp. Við erum öll hæfileikarík, dugmikil og kröftug og eigum að styðja hvert annað til dáða. Sýnin mín til þín: Láttu ljós þitt skína og megi endurkastið speglast í sem flestum öðrum einstaklingum og efla ljósið þeirra. Höfundur er í stjórn FKA, eigin atvinnurekstri og fjögurra barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Börnin eru að hefja nám í nýjum skólum þessa dagana. Nýtt umhverfi, nýir kennarar, nýir skólafélagar. Spennandi og kvíðavænlegt í senn. Óljóst hvernig framgangan verður og eflaust þarf lítið til að útaf bregði og takturinn í deginum feli í sér þyngri skref og hug. Nýjar áskoranir í leik og starfi sem teygja og toga hið hefðbundna og þekkta. Við fullorðna fólkið erum að upplifa það sama. Umhverfi okkar hefur verið kollvarpað af smáskratta – veiru sem eirir engu og hlýðir illa því skipulagi sem við vorum búin að stilla upp og temja okkur. Við vorum fegin sólinni í sumar, ekki síst þegar við máttum stækka svæðið okkar til að lifa lítillega. En við erum ennþá varfærin, fetandi hálfgert einstigi í von um að stígurinn breikki og grænki von bráðar. Hvað er gott að hafa í huga við breytingar? Jákvætt hugarfar hraðar för. Skilningur á aðstæðum gefur forskot – breytingar eru óumflýjanlegar og knýja oftar en ekki vöxt og þroska – jafnvel hraðar en í eðlilegu árferði. Iðulega leynast tækifæri í breytingum og þar spilar hugarfar grósku og framfara miklu máli til að opna fyrir sköpunina sem leynist á milli krefjandi áskorana. Óttinn hefur lamandi áhrif og tefur dýnamískt ferli sem fer af stað við breytingar. Þolgæði, þrautseigja og þolinmæði eru sterkir samferðaaðilar til að þola þann titring sem fylgir óvissu umhverfis breytingar. Lærdómsferlið sem breytingar bjóða upp á færa með sér tækifæri til þroska og jafnvel visku. En ætli lykilinnihaldsefnin séu ekki að tala, hugsa og framkvæma áfram og upp. Við erum öll hæfileikarík, dugmikil og kröftug og eigum að styðja hvert annað til dáða. Sýnin mín til þín: Láttu ljós þitt skína og megi endurkastið speglast í sem flestum öðrum einstaklingum og efla ljósið þeirra. Höfundur er í stjórn FKA, eigin atvinnurekstri og fjögurra barna móðir.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar