Ekki þurfi að grípa til jafn harkalegra vaxtahækkana með fjölgun óverðtryggðra lána Birgir Olgeirsson skrifar 28. ágúst 2020 18:41 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka Með fjölgun óverðtryggðra lána á Seðlabankinn ekki að þurfa að hækka stýrivexti eins harkalega og áður til að bregðast við þenslu og verðbólgu að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Varaseðlabankanstjóri hefur varað við því að greiðslur af húsnæðislánum gætu hækkað verulega ef stýrivextir Seðlabankans þokast aftur upp á við. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að þó áhætta fylgi óverðtryggðum lánum þá hafi þau ótvíræða kosti. Stýrivextir Seðlabankans hafi áður fyrr virkað seint og illa á heimilin en í ár hafði stýrivaxtalækkun strax jákvæð áhrif á íbúðamarkaðinn og einkaneyslu. „Seðlabanki Íslands hefur löngum strítt við það að geta aðeins með óbeinum hætti og til lengri tíma haft áhrif á ráðstöfunartekjur heimilanna og stýrivextir hafa virkað miklu fyrr og með skarpari hætti á fyrirtækin. Nú er aðgangur Seðlabankans að ráðstöfunartekjum heimilanna orðið miklu beinni. Við höfum séð að stýrivaxtalækkunin er að hafa jákvæð áhrif á íbúðamarkaðinn og einkaneyslu með því að heimilin hafa getað endurfjármagnað íbúðalánin sín á þessum fljótandi vöxtum. Það þýðir líka að ef Seðlabankinn vill stíga á bremsuna ef verðbóla eykst og þensla myndast í hagkerfinu, þarf minni vaxtahækkun til að slá töluvert á einkaneysluna og íbúðamarkaðinn,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Á uppgangsárunum fyrir hrun reyndi Seðlabankinn að slá á þennsluna með vaxtahækkunum yfir tveggja stafa tölu. Þær höfðu ekki áhrif á heimilin því þau fjármögnuðu sig ekki á sömu vöxtum. „Við höfum skýr dæmi um það á útrásarárunum þegar Seðlabankinn var að reyna að halda aftur af verðbólgu og þennslu. Það gekk ekki sérlega vel. Þau voru komin með vexti í tveggja stafa tölu. Það sá ekki högg á vatni, sérstaklega í tilfelli heimilanna. Þau voru ekki að fjármagna sig á vöxtum sem voru beintengdir þessum stýrivöxtum. Helstu áhrif stýrivaxtahækkunarinnar voru að styrkja gengið sem jók kaupmátt heimilanna verulega,“ segir Jón Bjarki. Á meðan gátu aðrir seðlabankar í löndunum í kringum okkur haft áhrif á þenslu með mun hóflegri hækkun. „Þannig að við þyrftum væntanlega mun minni sveiflur í vaxtastig Seðlabankans til að hafa veruleg áhrif á heimilin.“ Íslendingar hafa í síauknum mæli sótt í óverðtryggða vexti meðfram lækkun stýrivaxta. Á meðan hlutur óverðtryggðra lána eykst svo mikið verður peningamálastjórnunin það virk að ekki þarf að hreyfa vextina eins mikið að mati Jóns Bjarka. „Þegar nógu stór hluti af lánum í hagkerfinu er kominn í fjármögnun sem er svona vel tengd við stýrivextina, þá verður peningamálastjórnunin það virk að það þarf ekki að hreyfa vextina eins mikið. Áhættan er kannski fyrst og fremst á meðan aðeins hluti heimila og fyrirtækja verður fyrir umtalsverðum áhrifum og þarf í rauninni að slá ennþá meira á fjárhag þeirra aðila til að hafa áhrif á hagkerfið í heild,“ segir Jón Bjarki. Þegar kemur að því að taka húsnæðislán segir Jón Bjarki að miða þurfi við þá þumalputtareglu að annarsvegar dreifa áhættu og hins vegar að hafa góða yfirsýn yfir það svigrúm sem viðkomandi hefur bæði varðandi að höfuðstóllinn taki breytingum, sem fólk er útsettara fyrir ef fólk tekur verðtryggð lán, og hins vegar ef greiðslubyrðin breytist sem óverðtryggðu fljótandi lánin hafa í för með sér. Seðlabankinn Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Með fjölgun óverðtryggðra lána á Seðlabankinn ekki að þurfa að hækka stýrivexti eins harkalega og áður til að bregðast við þenslu og verðbólgu að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Varaseðlabankanstjóri hefur varað við því að greiðslur af húsnæðislánum gætu hækkað verulega ef stýrivextir Seðlabankans þokast aftur upp á við. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að þó áhætta fylgi óverðtryggðum lánum þá hafi þau ótvíræða kosti. Stýrivextir Seðlabankans hafi áður fyrr virkað seint og illa á heimilin en í ár hafði stýrivaxtalækkun strax jákvæð áhrif á íbúðamarkaðinn og einkaneyslu. „Seðlabanki Íslands hefur löngum strítt við það að geta aðeins með óbeinum hætti og til lengri tíma haft áhrif á ráðstöfunartekjur heimilanna og stýrivextir hafa virkað miklu fyrr og með skarpari hætti á fyrirtækin. Nú er aðgangur Seðlabankans að ráðstöfunartekjum heimilanna orðið miklu beinni. Við höfum séð að stýrivaxtalækkunin er að hafa jákvæð áhrif á íbúðamarkaðinn og einkaneyslu með því að heimilin hafa getað endurfjármagnað íbúðalánin sín á þessum fljótandi vöxtum. Það þýðir líka að ef Seðlabankinn vill stíga á bremsuna ef verðbóla eykst og þensla myndast í hagkerfinu, þarf minni vaxtahækkun til að slá töluvert á einkaneysluna og íbúðamarkaðinn,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Á uppgangsárunum fyrir hrun reyndi Seðlabankinn að slá á þennsluna með vaxtahækkunum yfir tveggja stafa tölu. Þær höfðu ekki áhrif á heimilin því þau fjármögnuðu sig ekki á sömu vöxtum. „Við höfum skýr dæmi um það á útrásarárunum þegar Seðlabankinn var að reyna að halda aftur af verðbólgu og þennslu. Það gekk ekki sérlega vel. Þau voru komin með vexti í tveggja stafa tölu. Það sá ekki högg á vatni, sérstaklega í tilfelli heimilanna. Þau voru ekki að fjármagna sig á vöxtum sem voru beintengdir þessum stýrivöxtum. Helstu áhrif stýrivaxtahækkunarinnar voru að styrkja gengið sem jók kaupmátt heimilanna verulega,“ segir Jón Bjarki. Á meðan gátu aðrir seðlabankar í löndunum í kringum okkur haft áhrif á þenslu með mun hóflegri hækkun. „Þannig að við þyrftum væntanlega mun minni sveiflur í vaxtastig Seðlabankans til að hafa veruleg áhrif á heimilin.“ Íslendingar hafa í síauknum mæli sótt í óverðtryggða vexti meðfram lækkun stýrivaxta. Á meðan hlutur óverðtryggðra lána eykst svo mikið verður peningamálastjórnunin það virk að ekki þarf að hreyfa vextina eins mikið að mati Jóns Bjarka. „Þegar nógu stór hluti af lánum í hagkerfinu er kominn í fjármögnun sem er svona vel tengd við stýrivextina, þá verður peningamálastjórnunin það virk að það þarf ekki að hreyfa vextina eins mikið. Áhættan er kannski fyrst og fremst á meðan aðeins hluti heimila og fyrirtækja verður fyrir umtalsverðum áhrifum og þarf í rauninni að slá ennþá meira á fjárhag þeirra aðila til að hafa áhrif á hagkerfið í heild,“ segir Jón Bjarki. Þegar kemur að því að taka húsnæðislán segir Jón Bjarki að miða þurfi við þá þumalputtareglu að annarsvegar dreifa áhættu og hins vegar að hafa góða yfirsýn yfir það svigrúm sem viðkomandi hefur bæði varðandi að höfuðstóllinn taki breytingum, sem fólk er útsettara fyrir ef fólk tekur verðtryggð lán, og hins vegar ef greiðslubyrðin breytist sem óverðtryggðu fljótandi lánin hafa í för með sér.
Seðlabankinn Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira