Aftur til fortíðar? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 28. ágúst 2020 15:15 Menntamálaráðherra hefur lagt til að aukin verði kennsla í íslensku og raungreinum í grunnskólum á kostnað valáfanga, m.a. á unglingastigi. Það er löngu tímabært að gera breytingar á viðmiðunarstundaskrá en þessar tillögur eru ekki til þess fallnar að auka frelsi skóla, kennara og nemenda. Talað hefur verið fyrir mikilvægi þess að auka vægi verk- og listgreina í grunnskólum og að mæta nemendum af alvöru á þeirra áhugasviði til að styrkleikar þeirra á ólíkum sviðum fái að njóta sín. Einnig hefur verið talað fyrir frelsi skólanna, stjórnenda og kennara til að móta það nám sem boðið er upp á. Ráðherra bregst við kröfum um aukinn sveigjanleika og frelsi með tillögum um að draga úr sveigjanleika, draga úr frelsi og njörva enn frekar niður hversu mörgum mínútum skal varið í kennslu ákveðinna námsgreina. Áfram er haldið í gömlu góðu stundatöfluna sem var svar menntakerfisins til að styðja við iðnbyltinguna og þau störf sem hún ól af sér. Á 21. öldinni kallar samfélagið á enn frekari færni í samskiptum og samvinnu, getu til að takast á við hið óþekkta og allar þær hröðu breytingarnar sem fjórða iðnbyltingin hefur í för með sér. Samt skal áfram halda tryggð við það sem þótti gott og mikilvægt fyrir það samfélag sem var að byggjast upp fyrir 100 árum. Tillögur menntamálaráðherra ýta ekki undir mikilvægi fjölbreytileikans og gildi samþættingu námsgreina eða list- og verknáms. Orð og gjörðir fara ekki saman þegar enn og aftur er lagður aukinn þungi á bóknám. Það er mikið áhyggjuefni að val á unglingastigi eigi að skerða um 3 kennslustundir á viku. List- og verkgreinar eiga nú þegar undir högg að sækja og þessar hugmyndir stangast verulega á við þungann í umræðunni hingað til, um að styrkja verði þær stoðir í skólakerfinu. Hér þarf að spyrja mikilvægra spurninga, eins og hvort það hafi verið kannað til hlítar hvaða áhrif tíminn sem hefur farið í hraðlestraræfingar og próf undanfarin ár hefur haft á íslenskufærni ungmenna. Við vitum að fagþekkingu í stærðfræði og raungreinum er ábótavant í grunnskólunum og um það hefur verið rætt sérstaklega. Þar kreppir skóinn ekki síst. Því getur það ekki talist skynsamleg forgangsröðun að byrja á því að fjölga kennslustundum þegar skortur á kennurum til kennslunnar er eins aðkallandi og raun ber vitni. Við höfum niðurstöður kennara sjálfra sem segjast ekki hafa þá fagþekkingu sem þarf til að kenna raungreinar af öryggi og þannig að viðunandi sé. Þar liggi hundurinn grafinn en ekki í því að þrengja þurfi svigrúm í viðmiðunarstundaskrá til þess að ná tilskyldum árangri í PISA. Það er erfitt að sjá hvernig áherslur ráðherra á mikilvægi faglegs frelsis kennara og traust til kennara og skólasamfélagsins til að móta metnaðarfullt nám fyrir börn og ungmenni svo bragur sé að ríma við þessa ætlan. Þessi tillaga ber ekki vott um þá framtíðarmúsík sem ég veit að margir báru von um í brjósti að núverandi ráðherra styddi og myndi sýna það í verki. Við verðum að tryggja fjölbreytt skólastarf sem styður við frelsi fagstéttarinnar til að skapa og gera. Til að skapa umhverfi sem er eftirsóknarvert að tilheyra í leik og starfi. Það er einfaldlega of mikið í húfi til þess að gera það ekki. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Sjá meira
Menntamálaráðherra hefur lagt til að aukin verði kennsla í íslensku og raungreinum í grunnskólum á kostnað valáfanga, m.a. á unglingastigi. Það er löngu tímabært að gera breytingar á viðmiðunarstundaskrá en þessar tillögur eru ekki til þess fallnar að auka frelsi skóla, kennara og nemenda. Talað hefur verið fyrir mikilvægi þess að auka vægi verk- og listgreina í grunnskólum og að mæta nemendum af alvöru á þeirra áhugasviði til að styrkleikar þeirra á ólíkum sviðum fái að njóta sín. Einnig hefur verið talað fyrir frelsi skólanna, stjórnenda og kennara til að móta það nám sem boðið er upp á. Ráðherra bregst við kröfum um aukinn sveigjanleika og frelsi með tillögum um að draga úr sveigjanleika, draga úr frelsi og njörva enn frekar niður hversu mörgum mínútum skal varið í kennslu ákveðinna námsgreina. Áfram er haldið í gömlu góðu stundatöfluna sem var svar menntakerfisins til að styðja við iðnbyltinguna og þau störf sem hún ól af sér. Á 21. öldinni kallar samfélagið á enn frekari færni í samskiptum og samvinnu, getu til að takast á við hið óþekkta og allar þær hröðu breytingarnar sem fjórða iðnbyltingin hefur í för með sér. Samt skal áfram halda tryggð við það sem þótti gott og mikilvægt fyrir það samfélag sem var að byggjast upp fyrir 100 árum. Tillögur menntamálaráðherra ýta ekki undir mikilvægi fjölbreytileikans og gildi samþættingu námsgreina eða list- og verknáms. Orð og gjörðir fara ekki saman þegar enn og aftur er lagður aukinn þungi á bóknám. Það er mikið áhyggjuefni að val á unglingastigi eigi að skerða um 3 kennslustundir á viku. List- og verkgreinar eiga nú þegar undir högg að sækja og þessar hugmyndir stangast verulega á við þungann í umræðunni hingað til, um að styrkja verði þær stoðir í skólakerfinu. Hér þarf að spyrja mikilvægra spurninga, eins og hvort það hafi verið kannað til hlítar hvaða áhrif tíminn sem hefur farið í hraðlestraræfingar og próf undanfarin ár hefur haft á íslenskufærni ungmenna. Við vitum að fagþekkingu í stærðfræði og raungreinum er ábótavant í grunnskólunum og um það hefur verið rætt sérstaklega. Þar kreppir skóinn ekki síst. Því getur það ekki talist skynsamleg forgangsröðun að byrja á því að fjölga kennslustundum þegar skortur á kennurum til kennslunnar er eins aðkallandi og raun ber vitni. Við höfum niðurstöður kennara sjálfra sem segjast ekki hafa þá fagþekkingu sem þarf til að kenna raungreinar af öryggi og þannig að viðunandi sé. Þar liggi hundurinn grafinn en ekki í því að þrengja þurfi svigrúm í viðmiðunarstundaskrá til þess að ná tilskyldum árangri í PISA. Það er erfitt að sjá hvernig áherslur ráðherra á mikilvægi faglegs frelsis kennara og traust til kennara og skólasamfélagsins til að móta metnaðarfullt nám fyrir börn og ungmenni svo bragur sé að ríma við þessa ætlan. Þessi tillaga ber ekki vott um þá framtíðarmúsík sem ég veit að margir báru von um í brjósti að núverandi ráðherra styddi og myndi sýna það í verki. Við verðum að tryggja fjölbreytt skólastarf sem styður við frelsi fagstéttarinnar til að skapa og gera. Til að skapa umhverfi sem er eftirsóknarvert að tilheyra í leik og starfi. Það er einfaldlega of mikið í húfi til þess að gera það ekki. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun