Aftur til fortíðar? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 28. ágúst 2020 15:15 Menntamálaráðherra hefur lagt til að aukin verði kennsla í íslensku og raungreinum í grunnskólum á kostnað valáfanga, m.a. á unglingastigi. Það er löngu tímabært að gera breytingar á viðmiðunarstundaskrá en þessar tillögur eru ekki til þess fallnar að auka frelsi skóla, kennara og nemenda. Talað hefur verið fyrir mikilvægi þess að auka vægi verk- og listgreina í grunnskólum og að mæta nemendum af alvöru á þeirra áhugasviði til að styrkleikar þeirra á ólíkum sviðum fái að njóta sín. Einnig hefur verið talað fyrir frelsi skólanna, stjórnenda og kennara til að móta það nám sem boðið er upp á. Ráðherra bregst við kröfum um aukinn sveigjanleika og frelsi með tillögum um að draga úr sveigjanleika, draga úr frelsi og njörva enn frekar niður hversu mörgum mínútum skal varið í kennslu ákveðinna námsgreina. Áfram er haldið í gömlu góðu stundatöfluna sem var svar menntakerfisins til að styðja við iðnbyltinguna og þau störf sem hún ól af sér. Á 21. öldinni kallar samfélagið á enn frekari færni í samskiptum og samvinnu, getu til að takast á við hið óþekkta og allar þær hröðu breytingarnar sem fjórða iðnbyltingin hefur í för með sér. Samt skal áfram halda tryggð við það sem þótti gott og mikilvægt fyrir það samfélag sem var að byggjast upp fyrir 100 árum. Tillögur menntamálaráðherra ýta ekki undir mikilvægi fjölbreytileikans og gildi samþættingu námsgreina eða list- og verknáms. Orð og gjörðir fara ekki saman þegar enn og aftur er lagður aukinn þungi á bóknám. Það er mikið áhyggjuefni að val á unglingastigi eigi að skerða um 3 kennslustundir á viku. List- og verkgreinar eiga nú þegar undir högg að sækja og þessar hugmyndir stangast verulega á við þungann í umræðunni hingað til, um að styrkja verði þær stoðir í skólakerfinu. Hér þarf að spyrja mikilvægra spurninga, eins og hvort það hafi verið kannað til hlítar hvaða áhrif tíminn sem hefur farið í hraðlestraræfingar og próf undanfarin ár hefur haft á íslenskufærni ungmenna. Við vitum að fagþekkingu í stærðfræði og raungreinum er ábótavant í grunnskólunum og um það hefur verið rætt sérstaklega. Þar kreppir skóinn ekki síst. Því getur það ekki talist skynsamleg forgangsröðun að byrja á því að fjölga kennslustundum þegar skortur á kennurum til kennslunnar er eins aðkallandi og raun ber vitni. Við höfum niðurstöður kennara sjálfra sem segjast ekki hafa þá fagþekkingu sem þarf til að kenna raungreinar af öryggi og þannig að viðunandi sé. Þar liggi hundurinn grafinn en ekki í því að þrengja þurfi svigrúm í viðmiðunarstundaskrá til þess að ná tilskyldum árangri í PISA. Það er erfitt að sjá hvernig áherslur ráðherra á mikilvægi faglegs frelsis kennara og traust til kennara og skólasamfélagsins til að móta metnaðarfullt nám fyrir börn og ungmenni svo bragur sé að ríma við þessa ætlan. Þessi tillaga ber ekki vott um þá framtíðarmúsík sem ég veit að margir báru von um í brjósti að núverandi ráðherra styddi og myndi sýna það í verki. Við verðum að tryggja fjölbreytt skólastarf sem styður við frelsi fagstéttarinnar til að skapa og gera. Til að skapa umhverfi sem er eftirsóknarvert að tilheyra í leik og starfi. Það er einfaldlega of mikið í húfi til þess að gera það ekki. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Menntamálaráðherra hefur lagt til að aukin verði kennsla í íslensku og raungreinum í grunnskólum á kostnað valáfanga, m.a. á unglingastigi. Það er löngu tímabært að gera breytingar á viðmiðunarstundaskrá en þessar tillögur eru ekki til þess fallnar að auka frelsi skóla, kennara og nemenda. Talað hefur verið fyrir mikilvægi þess að auka vægi verk- og listgreina í grunnskólum og að mæta nemendum af alvöru á þeirra áhugasviði til að styrkleikar þeirra á ólíkum sviðum fái að njóta sín. Einnig hefur verið talað fyrir frelsi skólanna, stjórnenda og kennara til að móta það nám sem boðið er upp á. Ráðherra bregst við kröfum um aukinn sveigjanleika og frelsi með tillögum um að draga úr sveigjanleika, draga úr frelsi og njörva enn frekar niður hversu mörgum mínútum skal varið í kennslu ákveðinna námsgreina. Áfram er haldið í gömlu góðu stundatöfluna sem var svar menntakerfisins til að styðja við iðnbyltinguna og þau störf sem hún ól af sér. Á 21. öldinni kallar samfélagið á enn frekari færni í samskiptum og samvinnu, getu til að takast á við hið óþekkta og allar þær hröðu breytingarnar sem fjórða iðnbyltingin hefur í för með sér. Samt skal áfram halda tryggð við það sem þótti gott og mikilvægt fyrir það samfélag sem var að byggjast upp fyrir 100 árum. Tillögur menntamálaráðherra ýta ekki undir mikilvægi fjölbreytileikans og gildi samþættingu námsgreina eða list- og verknáms. Orð og gjörðir fara ekki saman þegar enn og aftur er lagður aukinn þungi á bóknám. Það er mikið áhyggjuefni að val á unglingastigi eigi að skerða um 3 kennslustundir á viku. List- og verkgreinar eiga nú þegar undir högg að sækja og þessar hugmyndir stangast verulega á við þungann í umræðunni hingað til, um að styrkja verði þær stoðir í skólakerfinu. Hér þarf að spyrja mikilvægra spurninga, eins og hvort það hafi verið kannað til hlítar hvaða áhrif tíminn sem hefur farið í hraðlestraræfingar og próf undanfarin ár hefur haft á íslenskufærni ungmenna. Við vitum að fagþekkingu í stærðfræði og raungreinum er ábótavant í grunnskólunum og um það hefur verið rætt sérstaklega. Þar kreppir skóinn ekki síst. Því getur það ekki talist skynsamleg forgangsröðun að byrja á því að fjölga kennslustundum þegar skortur á kennurum til kennslunnar er eins aðkallandi og raun ber vitni. Við höfum niðurstöður kennara sjálfra sem segjast ekki hafa þá fagþekkingu sem þarf til að kenna raungreinar af öryggi og þannig að viðunandi sé. Þar liggi hundurinn grafinn en ekki í því að þrengja þurfi svigrúm í viðmiðunarstundaskrá til þess að ná tilskyldum árangri í PISA. Það er erfitt að sjá hvernig áherslur ráðherra á mikilvægi faglegs frelsis kennara og traust til kennara og skólasamfélagsins til að móta metnaðarfullt nám fyrir börn og ungmenni svo bragur sé að ríma við þessa ætlan. Þessi tillaga ber ekki vott um þá framtíðarmúsík sem ég veit að margir báru von um í brjósti að núverandi ráðherra styddi og myndi sýna það í verki. Við verðum að tryggja fjölbreytt skólastarf sem styður við frelsi fagstéttarinnar til að skapa og gera. Til að skapa umhverfi sem er eftirsóknarvert að tilheyra í leik og starfi. Það er einfaldlega of mikið í húfi til þess að gera það ekki. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar