Viðskipti innlent

Rann­saka AirBnB-gögn um­fangs­mestu aðilanna

Birgir Olgeirsson og Atli Ísleifsson skrifa
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. Vísir/Frikki

Skattrannsóknastjóri hefur fengið gögn frá Airbnb á Írlandi um 25 milljarða króna greiðslur til þeirra sem leigja íbúðir sínar út á Íslandi. Gögnin verða notuð til að ganga úr skugga um að þeir sem stunda slíka útleigu hafi staðið í skilum.

Með bréfi í lok árs 2018 óskaði skattrannsóknastjóri eftir gögnum frá Airbnb á Írlandi um fasteignir leigðar til útleigu á Íslandi í gegnum bókunarvefinn frá árunum 2015 til 2018. Gögnin voru fyrst að berast núna.

Bryndís Kristjándóttir skattrannsóknarstjóri segir að í þessu tilviki hafi þetta verið gert með aðstoð írskra yfirvalda. „Og þeir fóru með þessa beiðni fyrir dóm þar sem var gerð sátt um það hvaða gagna yrði aflað og fengið.“

Á þessu þriggja ára tímabili námu greiðslurnar til Íslands vegna útleigunnar 25,1 milljarði króna, eða sem nemur rétt um áttatíu prósentum allra tekna þess tímabils.

Bryndis segir þessar greiðslur ekki ná til allra sem stunduðu slíka útleigu. „Nei, þetta eru ekki lægstu greiðslurnar. Þetta eru rétt ríflega þrjátíu prósent eigna, eða aðila, sem gefa þetta, um áttatíu prósent teknanna.“

Hvernig munið þið nýta þessi gögn?

„Nú er þetta komið í greiningu hér og það er þá gert með þeim hætti að þessi gögn eru borin saman við skattskil og þá sjáum við það hvort að sé einhverjir meinbugir á eða ekki.“

Þetta hefur ekki verið gert áður. Hvers vegna?

„Þetta er þá kannski bara hluti af þessu alþjóðaumhverfi þar sem allt er orðið að ákveðnu marki auðveldara og upplýsingar flæða betur á milli landa. Þetta er einn liður í því.“


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.