Viðskipti innlent

Greinir nú upp­lýsingar um 25 milljarða greiðslur frá AirBnB til Ís­lendinga

Atli Ísleifsson skrifar
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.

Skattrannsóknarstjóri hefur hafið vinnu innan embættisins við að greina nýfengin gögn frá AirBnB á Írlandi um alls 25,1 milljarða króna greiðslur til íslenskra skattþegna á árunum 2015 til 2018. Verði í framhaldinu metið hvort þörf sé á frekari aðgerðum af hálfu embættisins.

Þetta kemur fram á vef skattrannsóknarstjóra. Þar segir að með með bréfi í lok árs 2018 hafi embættið óskað eftir gögnum frá Airbnb á Írlandi um fasteignir leigðar til útleigu á Íslandi í gegnum bókunarvefinn.

„Með aðstoð írskra skattyfirvalda hafa embættinu nú borist gögn og upplýsingar um greiðslur til íslenskra skattþegna. Um er að ræða greiðslur að fjárhæð alls kr. 25,1 milljarður vegna áranna 2015-2018.

Nú þegar hefur farið af stað vinna innan embættisins við frekari greiningu gagnanna. Í framhaldinu verður metið hvort þörf er á frekari aðgerðum af hálfu embættisins,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×