Viðskipti innlent

LIVE krefst gjald­þrot­a­skipt­a Jóa Fel

Samúel Karl Ólason skrifar
Lífeyrissjóður verslunarmanna krefst þess að bakarí Jóa Fel verði tekin til gjaldþrotaskipta vegna vangoldinna iðgjalda.
Lífeyrissjóður verslunarmanna krefst þess að bakarí Jóa Fel verði tekin til gjaldþrotaskipta vegna vangoldinna iðgjalda. Vísir/Hanna

Lífeyrissjóður verslunarmanna krefst þess að bakarí Jóa Fel verði tekin til gjaldþrotaskipta vegna vangoldinna iðgjalda. Þau hafi verið innheimt af launum starfsfólks en ekki skilað til sjóðsins.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag þar sem segir einnig að fyrirtækið hafi ekki greitt mótframlag af launum starfsmanna til lífeyrissjóðsins. Skuld fyrirtækisins við LIVE hafi safnast upp frá því í fyrra.

Málið er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur þann 9. september.

Í frétt Morgunblaðsins segir að rætt hafi verið við einn starfsmann fyrirtækisins sem hafi verið neitað um sjóðfélagalán hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna, vegna þess að iðgjöld viðkomandi höfðu ekki borist til sjóðsins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.