Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja og siðferði fjárfestinga Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 21. ágúst 2020 12:30 Í sumar voru áberandi skoðanaskipti um samnningaviðræður Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Kjaraviðræður á milli aðilanna enduðu með samþykktum kjarasamningi. Við, fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar, höfum bent á að framkoma fulltrúa fyrirtækisins og Samtaka atvinnulifsins hafi á stundum ekki verið íslensku samfélagi boðleg. Á sama tíma og fyrirtækið hefur unnið að því að tryggja rekstur þess enda eru aðstæður erfiðar, fyrir margra hluta sakir. Þess ber þó að geta að kjarasamningur við flugfreyjur mun ekki skipta stærstu máli þar um enda aðrir þættir mun viðameiri í rekstri félagsins. Mikilvægt er að samfélagið hafi gott og vel rekið flugfélag hér á landi og því mjög brýnt að það takist að tryggja góðan rekstur. Icelandair hefur verið þjóðinni gríðarlega mikilvægt fyrirtæki. Ýmsir, líklega flestir úr röðum atvinnurekenda, hafa verið að benda á að fulltrúar launafólks ættu alls ekki og mættu hreinlega ekki skipta sér af því hvernig lífeyrissjóðir fjárfesti hér á landi. Það færi gegn lögum og var Seðlabankinn ræstur út til að benda á að það skyldi fylgjast vel með því sem sagt yrði og hvað yrði gert í fjárfestingum lífeyrissjóðanna, eftirlit á auðvitað ætíð að vera viðhaft gagnvart öllum rekstri. Það er því mikilvægt að eftirlit sé alltaf mikið og virkt. Stjórnarfólk lífeyrissjóða þarf að taka ákvörðun um það hvernig skuli fjárfesta á hverjum tíma, líkt og verið hefur um mjög langt skeið. Stjórnarfólk þarf, hvort sem það kemur úr röðum launafólks eða kemur fram fyrir hönd atvinnurekenda, að fylgjast með því að fyrirtæki sem fjárfest er í fylgi samfélagslegri ábyrgð og siðferði í því samfélagi sem fyrirtækið starfar í. Flestir ef ekki allir lífeyrissjóðir hafa tekið upp reglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar auk þess að sjóðirnir hafi flestir ef ekki allir sett sér fjárfestinga- og eigendastefnu þar sem meðal annars er vísað til leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands (VÍ), Samtök atvinnulífsins (SA) og Nasdaq Iceland hafa gefið út með reglubundnum hætti. Í umræddum leiðbeiningum VÍ, SA og Nasdaq Iceland er fjallað um samfélagslega ábyrgð og siðferði en þar segir að stjórn skuli setja sér “stefnu um samfélagslega ábyrgð félagsins og skrifleg viðmið um siðferði fyrir stjórn, stjórnendur og starfsmenn félagsins.” Í nánari skýringu segir jafnframt, orðrétt, “Slík stefna ætti að fjalla um þætti eins og réttindi starfsmanna, mannréttindi, reglufylgni, umhverfis- og lofslagsmál, heilbrigði og öryggi, þátttöku í samfélaginu og varnir gegn spillingu. Stjórnin ákveður í samráði við starfsmenn og eftir atvikum aðra hagsmunaaðila þau siðferðisviðmið sem starfsemi félagsins byggir á.” Því hlýtur það að vera augljóst að ætli lífeyrissjóðir að fjárfesta í fyrirtækjum þá skuli líta til stefnu fyrirtækisins og framkomu í viðkomandi samfélagi. Það er hreint út sagt með ólíkindum að hlusta á umræðu um að það geti verið brot á lögum þegar bent er á þessi eðlilegu viðmið þegar horft er til fjárfestinga lífeyrissjóða. Það verður einnig að segjast eins og er að það virðist sem fulltrúar Samtaka atvinnulífsins telji ekki nauðsynlegt að fylgja þessum leiðbeiningum sem þau sjálf hafa lagt til að fylgt sé eftir. Það sé í góðu lagi að sniðganga réttindi starfsfólks, að það sé í lagi að sniðganga lög um stéttarfélög og vinnudeilur með því að sniðganga starfsfólk sem tilheyrir ákveðnu stéttarfélagi. Við sem samfélag getum ekki sætt okkur við framkomu sem þessa. Miðað við þetta er augljóst að þegar stjórnarfólk í lífeyrissjóðum metur hvern og einn fjárfestingakost að þá er það gert með tilliti til ávöxtunar en einnig með tilliti til samfélagslegrar ábyrgðar og siðferðis hjá þeim rekstraraðila sem til skoðunar er hverju sinni enda er þannig best tryggður langtíma ávinningur, bæði fyrir fyrirtækið sjálft, sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna og samfélagið í heild. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins og 1. varaforseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Vinnumarkaður Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í sumar voru áberandi skoðanaskipti um samnningaviðræður Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Kjaraviðræður á milli aðilanna enduðu með samþykktum kjarasamningi. Við, fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar, höfum bent á að framkoma fulltrúa fyrirtækisins og Samtaka atvinnulifsins hafi á stundum ekki verið íslensku samfélagi boðleg. Á sama tíma og fyrirtækið hefur unnið að því að tryggja rekstur þess enda eru aðstæður erfiðar, fyrir margra hluta sakir. Þess ber þó að geta að kjarasamningur við flugfreyjur mun ekki skipta stærstu máli þar um enda aðrir þættir mun viðameiri í rekstri félagsins. Mikilvægt er að samfélagið hafi gott og vel rekið flugfélag hér á landi og því mjög brýnt að það takist að tryggja góðan rekstur. Icelandair hefur verið þjóðinni gríðarlega mikilvægt fyrirtæki. Ýmsir, líklega flestir úr röðum atvinnurekenda, hafa verið að benda á að fulltrúar launafólks ættu alls ekki og mættu hreinlega ekki skipta sér af því hvernig lífeyrissjóðir fjárfesti hér á landi. Það færi gegn lögum og var Seðlabankinn ræstur út til að benda á að það skyldi fylgjast vel með því sem sagt yrði og hvað yrði gert í fjárfestingum lífeyrissjóðanna, eftirlit á auðvitað ætíð að vera viðhaft gagnvart öllum rekstri. Það er því mikilvægt að eftirlit sé alltaf mikið og virkt. Stjórnarfólk lífeyrissjóða þarf að taka ákvörðun um það hvernig skuli fjárfesta á hverjum tíma, líkt og verið hefur um mjög langt skeið. Stjórnarfólk þarf, hvort sem það kemur úr röðum launafólks eða kemur fram fyrir hönd atvinnurekenda, að fylgjast með því að fyrirtæki sem fjárfest er í fylgi samfélagslegri ábyrgð og siðferði í því samfélagi sem fyrirtækið starfar í. Flestir ef ekki allir lífeyrissjóðir hafa tekið upp reglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar auk þess að sjóðirnir hafi flestir ef ekki allir sett sér fjárfestinga- og eigendastefnu þar sem meðal annars er vísað til leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands (VÍ), Samtök atvinnulífsins (SA) og Nasdaq Iceland hafa gefið út með reglubundnum hætti. Í umræddum leiðbeiningum VÍ, SA og Nasdaq Iceland er fjallað um samfélagslega ábyrgð og siðferði en þar segir að stjórn skuli setja sér “stefnu um samfélagslega ábyrgð félagsins og skrifleg viðmið um siðferði fyrir stjórn, stjórnendur og starfsmenn félagsins.” Í nánari skýringu segir jafnframt, orðrétt, “Slík stefna ætti að fjalla um þætti eins og réttindi starfsmanna, mannréttindi, reglufylgni, umhverfis- og lofslagsmál, heilbrigði og öryggi, þátttöku í samfélaginu og varnir gegn spillingu. Stjórnin ákveður í samráði við starfsmenn og eftir atvikum aðra hagsmunaaðila þau siðferðisviðmið sem starfsemi félagsins byggir á.” Því hlýtur það að vera augljóst að ætli lífeyrissjóðir að fjárfesta í fyrirtækjum þá skuli líta til stefnu fyrirtækisins og framkomu í viðkomandi samfélagi. Það er hreint út sagt með ólíkindum að hlusta á umræðu um að það geti verið brot á lögum þegar bent er á þessi eðlilegu viðmið þegar horft er til fjárfestinga lífeyrissjóða. Það verður einnig að segjast eins og er að það virðist sem fulltrúar Samtaka atvinnulífsins telji ekki nauðsynlegt að fylgja þessum leiðbeiningum sem þau sjálf hafa lagt til að fylgt sé eftir. Það sé í góðu lagi að sniðganga réttindi starfsfólks, að það sé í lagi að sniðganga lög um stéttarfélög og vinnudeilur með því að sniðganga starfsfólk sem tilheyrir ákveðnu stéttarfélagi. Við sem samfélag getum ekki sætt okkur við framkomu sem þessa. Miðað við þetta er augljóst að þegar stjórnarfólk í lífeyrissjóðum metur hvern og einn fjárfestingakost að þá er það gert með tilliti til ávöxtunar en einnig með tilliti til samfélagslegrar ábyrgðar og siðferðis hjá þeim rekstraraðila sem til skoðunar er hverju sinni enda er þannig best tryggður langtíma ávinningur, bæði fyrir fyrirtækið sjálft, sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna og samfélagið í heild. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins og 1. varaforseti ASÍ.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun