Norðmenn að eignast um 1600 íbúðir á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. mars 2020 10:17 Heimavellir hafa haft fjölda íbúða í rekstri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/vilhelm Fredensborg ICE ehf, dótturfélag hins norska Fredensborg AS, hefur keypt næstum tvo þriðju hluta í Heimavöllum, sem sérhæfir sig í útleigu íbúða. Eftir kaupin fer Fredensborg ICE með samtals 73,94 prósent hlutafjár í Heimavöllum og hefur í hyggju að gera yfirtökutilboð til annarra hluthafa. Heimavellir áttu rúmlega 1600 íbúðir undir lok síðasta árs, en félagið hefur í hyggju að losa sig við rúmlega 400 íbúðir á árabilinu 2019 til 2021. Heimavellir hafa rekið íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Selfossi, í Hveragerði, Þorlákshöfn, Grindavík og Reykjanesbæ. Fyrir viðskiptin var Fredensborg ICE stærsti hluthafinn í Heimavöllum og fór með rúmlega 10 prósent hlut. Síðastliðinn sólarhring hefur norska félagið bætt við sig 63 prósentum til viðbótar og greiddi næstum 11 milljarða króna fyrir. Meðal seljenda voru Sjóvá, Stálskip, Snæból og Gana. Fredensborg ICE keypti hlutina, ríflega 7 milljarða talsins, á genginu 1,5. Ætlunin er að greiða sama verð fyrir aðra hluti í félaginu og leggja fram yfirtökutilboðið innan fjögurra vikna. Að því loknu hyggst Fredensborg ICE afskrá Heimavelli af aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland. Í tilkynningu Heimavalla til Kauphallarinnar um vendingarnar er Fredensborg ICE kynnt nánar til leiks:Fredensborg ICE ehf. er dótturfélag Fredensborg AS sem er skráð í Noregi, endanlegur eigandi Fredensborg AS er Ivar Erik Tollefsen. Fredensborg AS á meirihluta í íbúðaleigufyrirtækinu Heimstaden sem á tugþúsundir leiguíbúðir á Norðurlöndunum og á meginlandi Evrópu. Húsnæðismál Markaðir Noregur Tengdar fréttir Heimavellir seldu íbúðirnar á Skaga á 346 milljónum undir markaðsverði Verkalýðsleiðtoginn Vilhjálmur Birgisson hellir sér yfir Heimavelli og Íbúðalánasjóð. 30. janúar 2020 12:29 Eignasala Heimavalla gæti tekið fjögur ár Búist er við því að Heimavöllum verði slitið ef tillaga um afskráningu félagsins úr kauphöll verður samþykkt. Tafsamt gæti orðið að selja fasteignir félagsins, sér í lagi á Suðurnesjum. Greinandi Capacent segir andstöðu verkalýðsfélaga gagnvart leigufélögum óskiljanlega. 6. febrúar 2019 07:00 Kauphöllin hafnar beiðni Heimavalla um skráningu af markaði Kauphöllin hefur hafnað beiðni Heimavalla hf. um töku hlutabréfa úr viðskiptum á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Telur Kauphöllin að slíkt geti haft neikvæð áhrif á trúverðugleika markaðarins og afskráning sé til þess fallin að valda fjárfestum verulegu tjóni. 17. apríl 2019 16:07 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Fredensborg ICE ehf, dótturfélag hins norska Fredensborg AS, hefur keypt næstum tvo þriðju hluta í Heimavöllum, sem sérhæfir sig í útleigu íbúða. Eftir kaupin fer Fredensborg ICE með samtals 73,94 prósent hlutafjár í Heimavöllum og hefur í hyggju að gera yfirtökutilboð til annarra hluthafa. Heimavellir áttu rúmlega 1600 íbúðir undir lok síðasta árs, en félagið hefur í hyggju að losa sig við rúmlega 400 íbúðir á árabilinu 2019 til 2021. Heimavellir hafa rekið íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Selfossi, í Hveragerði, Þorlákshöfn, Grindavík og Reykjanesbæ. Fyrir viðskiptin var Fredensborg ICE stærsti hluthafinn í Heimavöllum og fór með rúmlega 10 prósent hlut. Síðastliðinn sólarhring hefur norska félagið bætt við sig 63 prósentum til viðbótar og greiddi næstum 11 milljarða króna fyrir. Meðal seljenda voru Sjóvá, Stálskip, Snæból og Gana. Fredensborg ICE keypti hlutina, ríflega 7 milljarða talsins, á genginu 1,5. Ætlunin er að greiða sama verð fyrir aðra hluti í félaginu og leggja fram yfirtökutilboðið innan fjögurra vikna. Að því loknu hyggst Fredensborg ICE afskrá Heimavelli af aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland. Í tilkynningu Heimavalla til Kauphallarinnar um vendingarnar er Fredensborg ICE kynnt nánar til leiks:Fredensborg ICE ehf. er dótturfélag Fredensborg AS sem er skráð í Noregi, endanlegur eigandi Fredensborg AS er Ivar Erik Tollefsen. Fredensborg AS á meirihluta í íbúðaleigufyrirtækinu Heimstaden sem á tugþúsundir leiguíbúðir á Norðurlöndunum og á meginlandi Evrópu.
Húsnæðismál Markaðir Noregur Tengdar fréttir Heimavellir seldu íbúðirnar á Skaga á 346 milljónum undir markaðsverði Verkalýðsleiðtoginn Vilhjálmur Birgisson hellir sér yfir Heimavelli og Íbúðalánasjóð. 30. janúar 2020 12:29 Eignasala Heimavalla gæti tekið fjögur ár Búist er við því að Heimavöllum verði slitið ef tillaga um afskráningu félagsins úr kauphöll verður samþykkt. Tafsamt gæti orðið að selja fasteignir félagsins, sér í lagi á Suðurnesjum. Greinandi Capacent segir andstöðu verkalýðsfélaga gagnvart leigufélögum óskiljanlega. 6. febrúar 2019 07:00 Kauphöllin hafnar beiðni Heimavalla um skráningu af markaði Kauphöllin hefur hafnað beiðni Heimavalla hf. um töku hlutabréfa úr viðskiptum á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Telur Kauphöllin að slíkt geti haft neikvæð áhrif á trúverðugleika markaðarins og afskráning sé til þess fallin að valda fjárfestum verulegu tjóni. 17. apríl 2019 16:07 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Heimavellir seldu íbúðirnar á Skaga á 346 milljónum undir markaðsverði Verkalýðsleiðtoginn Vilhjálmur Birgisson hellir sér yfir Heimavelli og Íbúðalánasjóð. 30. janúar 2020 12:29
Eignasala Heimavalla gæti tekið fjögur ár Búist er við því að Heimavöllum verði slitið ef tillaga um afskráningu félagsins úr kauphöll verður samþykkt. Tafsamt gæti orðið að selja fasteignir félagsins, sér í lagi á Suðurnesjum. Greinandi Capacent segir andstöðu verkalýðsfélaga gagnvart leigufélögum óskiljanlega. 6. febrúar 2019 07:00
Kauphöllin hafnar beiðni Heimavalla um skráningu af markaði Kauphöllin hefur hafnað beiðni Heimavalla hf. um töku hlutabréfa úr viðskiptum á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Telur Kauphöllin að slíkt geti haft neikvæð áhrif á trúverðugleika markaðarins og afskráning sé til þess fallin að valda fjárfestum verulegu tjóni. 17. apríl 2019 16:07
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun