Framleiðslu á BMW i8 hætt í apríl Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. mars 2020 07:15 BMW i8. Vísir/BMW BMW tilkynnti í september í fyrra að það stæði til að hætta framleiðslu á tengiltvinn sportbílnum i8. Nú hefur verið staðfest að framleiðslan hættir í apríl. BMW i8 var kynntur til sögunnar fyrir sex árum síðan. Í desember á síðasta ári náðist áfangi í framleiðslunni þegar 20.000. bíllinn var framleiddur. Bílarnir hafa verið framleiddir í Leipzig í Þýskalandi.Upprunalega var i8 með dísil vél, það er hugmyndabíllinn frá árinu 2009, það var þriggja strokka dísil vél með túrbínu og rafmótor á hvorum öxli. Sú vél skilaði 351 hestafli. Framleiðsluútgáfan sem kom út árið 2014 var hins vegar með bensínvél. Þá bjó bíllinn yfir 357 hestöflum. Uppfærð útgáfa kom út árið 2018 og skilaði hún 396 hestöflum. Rafhlaðan varð öflugri og fór úr 7,1 kWh. í 11,6 kWh. Bílar Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent
BMW tilkynnti í september í fyrra að það stæði til að hætta framleiðslu á tengiltvinn sportbílnum i8. Nú hefur verið staðfest að framleiðslan hættir í apríl. BMW i8 var kynntur til sögunnar fyrir sex árum síðan. Í desember á síðasta ári náðist áfangi í framleiðslunni þegar 20.000. bíllinn var framleiddur. Bílarnir hafa verið framleiddir í Leipzig í Þýskalandi.Upprunalega var i8 með dísil vél, það er hugmyndabíllinn frá árinu 2009, það var þriggja strokka dísil vél með túrbínu og rafmótor á hvorum öxli. Sú vél skilaði 351 hestafli. Framleiðsluútgáfan sem kom út árið 2014 var hins vegar með bensínvél. Þá bjó bíllinn yfir 357 hestöflum. Uppfærð útgáfa kom út árið 2018 og skilaði hún 396 hestöflum. Rafhlaðan varð öflugri og fór úr 7,1 kWh. í 11,6 kWh.
Bílar Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent