Golf

McIlroy í 2.sæti eftir fyrsta hring á Arnold Palmer

Ísak Hallmundarson skrifar
McIlroy var í stuði í gær
McIlroy var í stuði í gær vísir/getty
Hinn Norður-írski Rory McIlroy, sem er efstur á heimslistanum í golfi, er einu höggi á eftir efsta mann á Arnold Palmer Invitational. Mótið sem fer fram á Bay Hill hófst í gær og lýkur á sunnudaginn. McIlroy lék opnunarhringinn á 66 höggum, sex höggum undir pari. Hann fékk fimm fugla, einn örn og einn skolla í gær. Matt Every er í forystu eftir fyrsta hring á sjö höggum undir pari. Hann spilaði á 65 höggum án þess að fá skolla á hringnum. Every vann mótið árin 2014 og 2015 og eru það einu PGA-mót sem hann hefur sigrað á ferlinum. Talor Gooch er síðan í 3. sæti á fimm höggum undir pari. Tiger Woods, sem hefur sigrað mótið átta sinnum, er ekki með á mótinu vegna bakmeiðsla og sömuleiðis sigurvegari síðasta árs, Francesco Molinari, einnig vegna meiðsla á baki. Annar hringur mótsins hefst kl. 19:00 í kvöld og er sýndur í beinni á Stöð 2 Golf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×