Golf

Ólafía í ágætum málum á fyrsta Symetra-móti ársins

Sindri Sverrisson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir leikur á Symetra-mótaröðinni í ár.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir leikur á Symetra-mótaröðinni í ár. vísir/getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hóf í dag leik á móti í Flórída á Symetra-mótaröðinni. Hún lék fyrsta hringinn á 72 höggum eða pari vallarins.

Ólafía er sem stendur í 33. sæti þegar örfáir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag. Efst er Maddie Szeryk frá Kanada á -5 höggum. Leiknir eru þrír hringir á mótinu, sem ber heitið Floridas Natural Charity Classic.

Ólafía fékk þrjá fugla en tvo skolla á fyrri níu holunum í dag, og svo skolla á 10. holu, en paraði aðrar.

Þetta er fyrsta mót ársins á Symetra-mótaröðinni, sem er sú næstbesta í Bandaríkjunum. Verðlaunaféð sem í boði er nemur 125.000 Bandaríkjadölum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.