Golf

Bakslag hjá Tiger sem missir af Players

Sindri Sverrisson skrifar
Tiger Woods verður ekki með um næstu helgi.
Tiger Woods verður ekki með um næstu helgi. vísir/getty

Tiger Woods verður ekki meðal keppenda á Players mótinu sem hefst næstkomandi fimmtudag.

Bandaríski kylfingurinn hefur lengi átt í vandræðum með bakið á sér og það er vegna bakmeiðsla sem hann spilar ekki á mótinu. „Bakið er bara ekki tilbúið. Þetta er ekki áhyggjumál til lengri tíma, það er bara ekki tilbúið núna,“ sagði Mark Steinberg, umboðsmaður Woods, við ESPN.

Woods hefur ekki spilað á móti síðan á Genesis Invitational um miðjan febrúar þar sem hann endaði á meðal neðstu manna af þeim sem komust í gegnum niðurskurð. Þá kvartaði hann undan stífleika í baki. Hann hefur síðan sleppt þátttöku á Mexíkó meistaramótinu, Honda Classic og Arnold Palmer boðsmótinu sem stendur yfir.

The Players, sem stundum er kallað „fimmta risamótið“ og er flaggskip PGA-mótaraðarinnar, fer fram dagana 12.-15. mars á TPC Sawgrass. Woods hefur tvisvar unnið mótið. Hann endaði í 30. sæti á mótinu fyrir ári síðan en vann svo sinn 15. risamótstitil fjórum vikum síðar á Masters.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.