Golf

Tiger leiddi Bandaríkin til sigurs í Forsetabikarnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bandaríska liðið með Forsetabikarinn.
Bandaríska liðið með Forsetabikarinn. vísir/getty

Bandaríkin unnu Forsetabikarinn í áttunda sinn í röð eftir sigur á heimsúrvalinu, 16-14. Leikið var í Melbourne í Ástralíu.

Bandaríska liðið var 10-8 undir fyrir lokadaginn en var miklu sterkara í einliðaleiknum í nótt.

Tiger Woods, fyrirliði Bandaríkjanna, gaf tóninn með því að vinna Abraham Ancer í fyrsta leiknum, 3&2. Woods vann alla þrjá leiki sína í Forsetabikarnum í ár.

Bandaríkin fengu átta stig af tólf mögulegum á lokadeginum.

„Við gerðum þetta saman. Við spiluðum eins og lið. Allir léku vel,“ sagði Woods eftir sigurinn.

„Þetta var stór áskorun en strákarnir trúðu og treystu á hvern annan.“

Bandaríkin hafa unnið Forsetabikarinn ellefu sinnum í 13 tilraunum. Heimsúrvalið hefur aðeins einu sinni unnið og einu sinni varð jafntefli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.