Golf

Tiger leiddi Bandaríkin til sigurs í Forsetabikarnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bandaríska liðið með Forsetabikarinn.
Bandaríska liðið með Forsetabikarinn. vísir/getty

Bandaríkin unnu Forsetabikarinn í áttunda sinn í röð eftir sigur á heimsúrvalinu, 16-14. Leikið var í Melbourne í Ástralíu.Bandaríska liðið var 10-8 undir fyrir lokadaginn en var miklu sterkara í einliðaleiknum í nótt.Tiger Woods, fyrirliði Bandaríkjanna, gaf tóninn með því að vinna Abraham Ancer í fyrsta leiknum, 3&2. Woods vann alla þrjá leiki sína í Forsetabikarnum í ár.Bandaríkin fengu átta stig af tólf mögulegum á lokadeginum.„Við gerðum þetta saman. Við spiluðum eins og lið. Allir léku vel,“ sagði Woods eftir sigurinn.„Þetta var stór áskorun en strákarnir trúðu og treystu á hvern annan.“Bandaríkin hafa unnið Forsetabikarinn ellefu sinnum í 13 tilraunum. Heimsúrvalið hefur aðeins einu sinni unnið og einu sinni varð jafntefli.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.