Handbolti

Virðist sem Valur muni draga sig úr Evrópukeppninni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valur - Fjölnir, Olísdeild karla. Vetur 2019-2020. Handbolti.
Valur - Fjölnir, Olísdeild karla. Vetur 2019-2020. Handbolti.

Það stefnir í að karlalið Vals í handbolta muni ekki taka þátt í Evrópudeildinni í vetur. Ástæðan eru þær ferðatakmarkanir sem settar hafa verið sökum kórónufaraldursins.

Þetta staðfest Gísli Gunnlaugsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, er hann ræddi við Valtý Björn Valtýsson í útvarpsþættinum Mín skoðun í dag.

Í lok mánaðarins á Valur að mæta danska félaginu Holstebro í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar. Leika átti báða leikina í Danmörku.

Valtýr Björn spurði Gísla hverjar líkurnar væru á að Valur myndi draga sig úr keppni.

„Þær líkur eru meiri en minni. Við erum ekki að fara fá neinar undanþágur frá sóttkví. Þaðe r verið að biðja Íslendinga um að ferðast ekki og við getum ekki flogið í einkavél eins og fótbotlaliðin,“ sagði Gísli.

Eins og sóttvarnareglur eru í dag þá væri erfitt fyrir Val að fara erlendis og spila án þess að þurfa fara í sóttkví við heimkomuna.

„Það voru flest allir leikmenn til í að gera þetta en þetta er sennilega ekki alveg verjandi,“ sagði Gísli að lokum við Valtý.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.