Sportpakkinn: Valsmenn hafa hækkað sig um tíu sæti síðan í október Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 15:00 Magnús Óli Magnússon og Stiven Tobar Valencia voru flottir í sigrinum á Fjölni í gær. Vísir/Bára Valsmenn héldu sigurgöngu sinni áfram í gærkvöldi og eru komnir upp í toppsæti Olís deildar karla eftir ellefu sigra í síðustu tólf deildarleikjum. Arnar Björnsson skoðaði sigurinn í gær og uppgang Hlíðarendaliðsins í töflunni frá því að liðið sat í 11. sætinu í október. Þegar Valur tapaði fyrir Haukum 12. október í 6. umferðinni var uppskeran aðeins þrjú stig af 12 mögulegum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Valur vann Fram í fyrstu umferðinni en tapaði síðan fjórum af næstu fimm leikjum, þar af þremur í röð með eins marks mun. Í gærkvöldi var botnlið Fjölnis í heimsókn í Origo-höllinni, Valsmenn voru nýkomnir úr Tyrklandsferð þar sem þeir tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum áskorendakeppninnar með tveimur sigrum á Beykoz.Valsmenn virkuðu þreyttir framan af leik gegn Fjölni sem hafði undirtökin lengst af í fyrri hálfleik. Þegar 10 mínútur voru til leikhlés var staðan 11-9 fyrir botnliðið. Þá breyttist leikurinn og Valur skoraði sjö mörk í röð og voru með fimm marka forystu, Fjölnir skoraði síðasta markið, staðan 16-12 í hálfleik. Í seinni hálfleik hafði Valur mikla yfirburði og jafnt og þétt breikkaði bilið milli liðanna. Valur vann að lokum 10 marka sigur, 33-23 og tóku í leiðinni 1. sætið af Haukum. Valur er með 26 stig, Haukar 25 og FH 24. Frá tapinu 12. október hefur Valur ekki tapað í deildinni. Valsmenn unnu 9 leiki í röð, gerðu jafntefli við Aftureldingu í 16. umferðinni og hafa bætt við tveimur sigrum síðan. Þrátt fyrir að liðið hafi selt Ými Örn Gíslason og meiðsli Finns Inga Stefánssonar hafa Valsmenn staðist áhlaup annarra liða. Magnús Óli Magnússon var markahæstur í gærkvöldi, skoraði 8 mörk. Anton Rúnarsson og StivenTobarValencia skoruðu 7 mörk hvor. Daníel Freyr Andrésson varði 14 skot í markinu. Bergur Elí Rúnarsson var markahæstur hjá Fjölni með 6 mörk. Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnars Björnssonar um leikinn í gær með viðtölum við þjálfara liðanna. Klippa: Sportpakkinn: Valsmenn hafa hækkað sig um tíu sæti síðan í október Olís-deild karla Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Sjá meira
Valsmenn héldu sigurgöngu sinni áfram í gærkvöldi og eru komnir upp í toppsæti Olís deildar karla eftir ellefu sigra í síðustu tólf deildarleikjum. Arnar Björnsson skoðaði sigurinn í gær og uppgang Hlíðarendaliðsins í töflunni frá því að liðið sat í 11. sætinu í október. Þegar Valur tapaði fyrir Haukum 12. október í 6. umferðinni var uppskeran aðeins þrjú stig af 12 mögulegum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Valur vann Fram í fyrstu umferðinni en tapaði síðan fjórum af næstu fimm leikjum, þar af þremur í röð með eins marks mun. Í gærkvöldi var botnlið Fjölnis í heimsókn í Origo-höllinni, Valsmenn voru nýkomnir úr Tyrklandsferð þar sem þeir tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum áskorendakeppninnar með tveimur sigrum á Beykoz.Valsmenn virkuðu þreyttir framan af leik gegn Fjölni sem hafði undirtökin lengst af í fyrri hálfleik. Þegar 10 mínútur voru til leikhlés var staðan 11-9 fyrir botnliðið. Þá breyttist leikurinn og Valur skoraði sjö mörk í röð og voru með fimm marka forystu, Fjölnir skoraði síðasta markið, staðan 16-12 í hálfleik. Í seinni hálfleik hafði Valur mikla yfirburði og jafnt og þétt breikkaði bilið milli liðanna. Valur vann að lokum 10 marka sigur, 33-23 og tóku í leiðinni 1. sætið af Haukum. Valur er með 26 stig, Haukar 25 og FH 24. Frá tapinu 12. október hefur Valur ekki tapað í deildinni. Valsmenn unnu 9 leiki í röð, gerðu jafntefli við Aftureldingu í 16. umferðinni og hafa bætt við tveimur sigrum síðan. Þrátt fyrir að liðið hafi selt Ými Örn Gíslason og meiðsli Finns Inga Stefánssonar hafa Valsmenn staðist áhlaup annarra liða. Magnús Óli Magnússon var markahæstur í gærkvöldi, skoraði 8 mörk. Anton Rúnarsson og StivenTobarValencia skoruðu 7 mörk hvor. Daníel Freyr Andrésson varði 14 skot í markinu. Bergur Elí Rúnarsson var markahæstur hjá Fjölni með 6 mörk. Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnars Björnssonar um leikinn í gær með viðtölum við þjálfara liðanna. Klippa: Sportpakkinn: Valsmenn hafa hækkað sig um tíu sæti síðan í október
Olís-deild karla Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Sjá meira