Viðskipti innlent

Lykilfólki hjá Isavia sagt upp störfum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Móðurfélag Isavia sér um rekstur Keflavíkurflugvallar og stoðdeildir
Móðurfélag Isavia sér um rekstur Keflavíkurflugvallar og stoðdeildir Vísir/Vilhelm

Flugvallarstjóra Reykjavíkurflugvallar, viðburðarstjóra og aðstoðarkonu forstjóra hjá Isavia var sagt upp störfum í dag. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að fyrirtækið sé í skipulagsbreytingum. Samtals hefur fimm verið sagt upp í febrúar og þar af þremur á síðustu dögum. Heildarfjöldi starfsmanna hjá Isavia er um 1300 manns.

Auk þess var starfsmannastjóra á Keflavíkurflugvelli sagt upp störfum. Fyrir jól fengu tveir framkvæmdastjórar á Keflavíkurflugvelli uppsagnarbréf.

Ingólfur Gissurarson, fráfarandi flugvallarstjóri Reykjavíkurflugvallar, segir að uppsögnin hafi komið sér jafnmikið í opna skjöldu í morgun og öðrum. Miklar breytingar séu vissulega í gangi hjá fyrirtækinu. Þetta sé partur af lífinu og hann haldi áfram veginn.

Isavia hefur verið skipt upp í móðurfélag sem sér um rekstur Keflavíkurflugvallar og stoðdeildir. Tvö dótturfélög hafa verið stofnuð um innanlandsflugvelli annars vegar og flugleiðsögukerfi á Norður-Atlantshafi hins vegar. Forstjóri Isavia hefur sagt skiptinguna í þeim tilgangi að skýra línur og veita rekstrareiningum aukið sjálfstæði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,25
24
5.246
EIM
1,48
1
959
SYN
1,26
3
330
ICESEA
1,17
8
83.177
TM
0,7
2
18.879

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-1,58
1
10.260
REITIR
-0,97
2
5.334
MAREL
-0,85
7
170.598
ARION
-0,84
8
87.896
HAGA
-0,6
10
119.634
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.