Viðskipti innlent

Lykilfólki hjá Isavia sagt upp störfum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Móðurfélag Isavia sér um rekstur Keflavíkurflugvallar og stoðdeildir
Móðurfélag Isavia sér um rekstur Keflavíkurflugvallar og stoðdeildir Vísir/Vilhelm

Flugvallarstjóra Reykjavíkurflugvallar, viðburðarstjóra og aðstoðarkonu forstjóra hjá Isavia var sagt upp störfum í dag. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að fyrirtækið sé í skipulagsbreytingum. Samtals hefur fimm verið sagt upp í febrúar og þar af þremur á síðustu dögum. Heildarfjöldi starfsmanna hjá Isavia er um 1300 manns.

Auk þess var starfsmannastjóra á Keflavíkurflugvelli sagt upp störfum. Fyrir jól fengu tveir framkvæmdastjórar á Keflavíkurflugvelli uppsagnarbréf.

Ingólfur Gissurarson, fráfarandi flugvallarstjóri Reykjavíkurflugvallar, segir að uppsögnin hafi komið sér jafnmikið í opna skjöldu í morgun og öðrum. Miklar breytingar séu vissulega í gangi hjá fyrirtækinu. Þetta sé partur af lífinu og hann haldi áfram veginn.

Isavia hefur verið skipt upp í móðurfélag sem sér um rekstur Keflavíkurflugvallar og stoðdeildir. Tvö dótturfélög hafa verið stofnuð um innanlandsflugvelli annars vegar og flugleiðsögukerfi á Norður-Atlantshafi hins vegar. Forstjóri Isavia hefur sagt skiptinguna í þeim tilgangi að skýra línur og veita rekstrareiningum aukið sjálfstæði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
3,66
3
2.287
VIS
2,13
11
161.276
KVIKA
1,44
23
495.696
TM
1,07
8
105.011
FESTI
0,43
6
52.019

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-2,88
15
18.352
ORIGO
-2,43
2
2.210
EIK
-2,23
6
21.414
HEIMA
-1,35
1
439
ICEAIR
-1,08
26
12.014
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.