Enski boltinn

„Mátt tapa 30 milljónum evra á þremur árum hjá UEFA saman­borið við 105 milljónir punda í úr­vals­deildinni“

Anton Ingi Leifsson skrifar
John Stones var keyptur á fúlgufjár.
John Stones var keyptur á fúlgufjár. vísir/getty

Kieran Maguire, prófessor innan raða Liverpool háskólans, segir að það sé enginn nauðsyn fyrir Manchester City að selja alla leikmenn sína á brunaútsölu.

City var eins og kunnugt er dæmt í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu á dögunum en bæði Pep Guardiola og Ferran Soriano, stjórnarformaður City, eru vissir um að sannleikurinn muni koma í ljós.

Margir hafa rætt um framtíð leikmanna City en Maguire, sem er mikill sérfræðingur í fjármálum knattspyrnufélaga, segir þó að Englandsmeistararnir þurfi ekki að selja flesta leikmenn sína.
„Það er enginn nauðsyn á brunaútsölu. Það gæti orðið hagur City að vera ekki í Evrópukeppnum því þú mátt tapa 30 milljónum evra á þremur árum hjá UEFA samanborið við 105 milljónir punda í úrvalsdeildinni.“

City er í 2. sæti ensku deildarinnar með 54 stig en þeir eru 22 stigum á eftir toppliði Liverpool. Þeir berjast við Leicester um 2. sætið en City er fjórum stigum á undan Leicester.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.