Feðgarnir báðir átt tuttugu stiga landsleik af bekknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2020 15:15 Kári Jónsson í leiknum á móti Kósovó í gær. Mynd/FIBA Kári Jónsson komst í góðan í hóp með frammistöðu sinni á móti Kósovó í undankeppni HM í gær. Kári Jónsson var stigahæsti leikmaður íslenska liðsins í leiknum en hann kom með 21 stig inn af bekknum. Kári skoraði níu af stigum sínum á síðustu þremur mínútum leiksins þar á meðal setti hann niður tvo þrista á síðustu mínútunni. Með því komst hann í hóp með tíu öðrum leikmönnum íslenska landsliðsins sem hafa skorað yfir tuttugu stig í leik á vegum FIBA eftir að hafa byrjað á varamannabekknum. Einn af þessum tíu er einmitt Jón Arnar Ingvarsson, faðir Kára. Jón Arnar Ingvarsson skoraði 23 stig í leik á móti Noregi 4. maí 1991 eftir að hafa komið inn af bekknum. Leikurinn var hluti af undanriðli Evrópukeppninnar sem fór fram í Laugardalshöllinni. Jón Arnar var þarna aðeins átján ára gamall en Kári er orðinn 22 ára. Guðjón Skúlason er sá eini sem hefur skorað þrjátíu stig af bekknum en hann skoraði 35 stig í leik á móti Litháen í júní 1993. Logi Gunnarsson hefur einnig náð þessu þrisvar sinnum eða oftar en allir aðrir. Hann á 29 stig, 24 stiga og 23 stiga leik inn af bekknum. Hér fyrir neðan má sjá listann yfir þá sem hafa komið með tuttugu stiga leik af bekknum frá árinu 1983. Hér er aðeins um að ræða keppnisleiki á vegum FIBA en ekki leiki á Smáþjóaleikum, leiki á Norðurlandamótum, leiki á æfingamótum eða vináttulandsleiki.Flest stig af bekknum í FIBA-leik frá 1983: 35 stig - Guðjón Skúlason, á móti Litháen, 26.6.1993 29 - Logi Gunnarsson, á móti Slóveníu, 29.11.2000 24 - Logi Gunnarsson, á móti Sviss, 29.8.2001 23 - Jón Arnór Stefánsson, á móti Bretlandi, 20.8.2014 23 - Logi Gunnarsson, á móti Lúxemborg, 13.9.2006 23 - Guðjón Skúlason, á móti Portúgal, 25.5.199523 - Jón Arnar Ingvarsson, á móti Noregi, 4.5.1991 22 - Valur Ingimundarson, á móti San Marínó, 14.12.1988 22 - Jakob Örn Sigurðarson, á móti Tyrklandi, 10.9.2015 22 - Martin Hermannsson, á móti Bretlandi, 10.8.2014 21 - Hlynur Bæringsson, á móti Portúgal, 17.8.201921 - Kári Jónsson, á móti Kósovó, 20.2.2020 20 - Birgir Mikaelsson, á móti Kýpur, 17.12.1988 20 - Teitur Örlygsson, á móti Ísrael, 13.5.1989 Körfubolti Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira
Kári Jónsson komst í góðan í hóp með frammistöðu sinni á móti Kósovó í undankeppni HM í gær. Kári Jónsson var stigahæsti leikmaður íslenska liðsins í leiknum en hann kom með 21 stig inn af bekknum. Kári skoraði níu af stigum sínum á síðustu þremur mínútum leiksins þar á meðal setti hann niður tvo þrista á síðustu mínútunni. Með því komst hann í hóp með tíu öðrum leikmönnum íslenska landsliðsins sem hafa skorað yfir tuttugu stig í leik á vegum FIBA eftir að hafa byrjað á varamannabekknum. Einn af þessum tíu er einmitt Jón Arnar Ingvarsson, faðir Kára. Jón Arnar Ingvarsson skoraði 23 stig í leik á móti Noregi 4. maí 1991 eftir að hafa komið inn af bekknum. Leikurinn var hluti af undanriðli Evrópukeppninnar sem fór fram í Laugardalshöllinni. Jón Arnar var þarna aðeins átján ára gamall en Kári er orðinn 22 ára. Guðjón Skúlason er sá eini sem hefur skorað þrjátíu stig af bekknum en hann skoraði 35 stig í leik á móti Litháen í júní 1993. Logi Gunnarsson hefur einnig náð þessu þrisvar sinnum eða oftar en allir aðrir. Hann á 29 stig, 24 stiga og 23 stiga leik inn af bekknum. Hér fyrir neðan má sjá listann yfir þá sem hafa komið með tuttugu stiga leik af bekknum frá árinu 1983. Hér er aðeins um að ræða keppnisleiki á vegum FIBA en ekki leiki á Smáþjóaleikum, leiki á Norðurlandamótum, leiki á æfingamótum eða vináttulandsleiki.Flest stig af bekknum í FIBA-leik frá 1983: 35 stig - Guðjón Skúlason, á móti Litháen, 26.6.1993 29 - Logi Gunnarsson, á móti Slóveníu, 29.11.2000 24 - Logi Gunnarsson, á móti Sviss, 29.8.2001 23 - Jón Arnór Stefánsson, á móti Bretlandi, 20.8.2014 23 - Logi Gunnarsson, á móti Lúxemborg, 13.9.2006 23 - Guðjón Skúlason, á móti Portúgal, 25.5.199523 - Jón Arnar Ingvarsson, á móti Noregi, 4.5.1991 22 - Valur Ingimundarson, á móti San Marínó, 14.12.1988 22 - Jakob Örn Sigurðarson, á móti Tyrklandi, 10.9.2015 22 - Martin Hermannsson, á móti Bretlandi, 10.8.2014 21 - Hlynur Bæringsson, á móti Portúgal, 17.8.201921 - Kári Jónsson, á móti Kósovó, 20.2.2020 20 - Birgir Mikaelsson, á móti Kýpur, 17.12.1988 20 - Teitur Örlygsson, á móti Ísrael, 13.5.1989
Körfubolti Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira