Traust er forsenda þátttöku Arnar Páll Guðmundsson skrifar 21. febrúar 2020 10:30 Sagt hefur verið að stjórnmálamenn séu kosnir af góðu ungu fólki sem mætir ekki á kjörstað. En hver er ástæðan fyrir þessari slöku kosningaþátttöku á meðal ungs fólks, er það vegna áhugaleysis á stjórnmálum almennt eða getur verið að þau treysti hreinlega ekki stjórnmálunum? Traust er ein af grunnforsendum þegar byggja á upp orðspor og sterka framtíð, en traust einskorðast ekki við einn hlut heldur ótal hluti á borð við framkomu, viðbrögð og staðfestu. Ákall almennings um að fyrirtæki, stofnanir og stjórnmálamenn sýni aukið traust, auðmýkt og samfélagslega ábyrgð hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár og hefur sú krafa einna helst komið frá ungu fólki, en þar hefur einmitt vitundarvakningin um betra samfélag sprottið upp. Þau vilja byggja upp réttlátt samfélag sem vafalaust mörgum af eldri kynslóðum hefur dreymt um en ekki tekist hingað til. Traust til Alþingis er nú í sögulegu lágmarki þrátt fyrir mjög tíðar kosningar og mikla nýliðun í hópi þingmanna síðustu ár. Vegna þessara tíðu kosninga og miklu umræðu um stjórnmál ætti, undir eðlilegum kringumstæðum, traust og áhugi á stjórnmálum almennt að aukast en því miður virðist það ekki vera niðurstaðan. Vilji til þátttöku í stjórnmálum er ekki til staðar hjá ungu fólki. Spillingarmál hafa komið upp á yfirborðið í síauknum mæli undanfarin misseri og hefur aukið upplýsingaflæði gert það að verkum að slík mál hafa víðtækari og dýpri áhrif á traust og trú en áður. Getur verið að unga fólkið okkar sé orðið langþreytt á þessum spillingarmálum og tengingum þeirra við stjórnmál? Getur verið að slíkt dragi úr hvata þeirra til þess að láta til sína taka á þessum vettvangi og láta málefni hans sig varða? Til þess að sporna við þessari þróun er mikilvægt að byggja upp traust og trúverðugleika í stjórnmálum. Það skiptir máli að sýna fram á að það sé ekki algilt að þau séu spillt, heldur vettvangur skoðanaskipta þar sem allir eru jafnir. Það þarf ekki að vera lögmál að hygla einum þjóðfélagshópi á kostnað annars, einum landshluta á kostnað hins eða einu fyrirtæki á kostnað þess næsta. Auk þess þurfa stjórnmálamenn að sýna auðmýkt og viðurkenna mistök og ávallt sýna fram á hlutleysi ef upp koma erfið málefni sem krefjast vandaðrar úrlausnar. Þar eru stjórnmálamenn og flokkar aðeins dæmdir af gjörðum sínum. Verði þessari þróun ekki breytt, er raunveruleg hætta á að ungt fólk sjái ekki hag í því að taka þátt í stjórnmálum og hætti að mynda sér skoðun á málefnum samfélagsins. Vegna spillingar og sérhagsmuna. Ein helsta ógn við lýðræðið er nefnilega skoðanaleysi, þegar einstaklingar hætta að trúa því að skoðanir þeirra skipti máli og að sleppa því að láta stjórnmálin sig varða. Ég vona að svo verði ekki, því ef einhver kynslóð getur lagt sitt á vogaskálarnar í baráttunni við sérhagsmuni, er það kynslóðin sem er að koma upp núna. Kynslóð sem þorir að hafa hátt, lætur réttlætiskenndina ráða för, hefur kjark til að breyta rétt og þráir trúverðuga framtíð þar sem almannahagsmunir ganga framar sérhagsmunum. Því með þátttöku eru undirstöður lýðræðis og framfara tryggðar. En til þess þarf traust, trúverðugleika og breytt stjórnmál. Það eru stóru verkefnin framundan á vettvangi stjórnmálanna sem ekki má hunsa. Höfundur er viðskiptafræðingur og formaður félags Viðreisnar í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Arnar Páll Guðmundsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Sagt hefur verið að stjórnmálamenn séu kosnir af góðu ungu fólki sem mætir ekki á kjörstað. En hver er ástæðan fyrir þessari slöku kosningaþátttöku á meðal ungs fólks, er það vegna áhugaleysis á stjórnmálum almennt eða getur verið að þau treysti hreinlega ekki stjórnmálunum? Traust er ein af grunnforsendum þegar byggja á upp orðspor og sterka framtíð, en traust einskorðast ekki við einn hlut heldur ótal hluti á borð við framkomu, viðbrögð og staðfestu. Ákall almennings um að fyrirtæki, stofnanir og stjórnmálamenn sýni aukið traust, auðmýkt og samfélagslega ábyrgð hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár og hefur sú krafa einna helst komið frá ungu fólki, en þar hefur einmitt vitundarvakningin um betra samfélag sprottið upp. Þau vilja byggja upp réttlátt samfélag sem vafalaust mörgum af eldri kynslóðum hefur dreymt um en ekki tekist hingað til. Traust til Alþingis er nú í sögulegu lágmarki þrátt fyrir mjög tíðar kosningar og mikla nýliðun í hópi þingmanna síðustu ár. Vegna þessara tíðu kosninga og miklu umræðu um stjórnmál ætti, undir eðlilegum kringumstæðum, traust og áhugi á stjórnmálum almennt að aukast en því miður virðist það ekki vera niðurstaðan. Vilji til þátttöku í stjórnmálum er ekki til staðar hjá ungu fólki. Spillingarmál hafa komið upp á yfirborðið í síauknum mæli undanfarin misseri og hefur aukið upplýsingaflæði gert það að verkum að slík mál hafa víðtækari og dýpri áhrif á traust og trú en áður. Getur verið að unga fólkið okkar sé orðið langþreytt á þessum spillingarmálum og tengingum þeirra við stjórnmál? Getur verið að slíkt dragi úr hvata þeirra til þess að láta til sína taka á þessum vettvangi og láta málefni hans sig varða? Til þess að sporna við þessari þróun er mikilvægt að byggja upp traust og trúverðugleika í stjórnmálum. Það skiptir máli að sýna fram á að það sé ekki algilt að þau séu spillt, heldur vettvangur skoðanaskipta þar sem allir eru jafnir. Það þarf ekki að vera lögmál að hygla einum þjóðfélagshópi á kostnað annars, einum landshluta á kostnað hins eða einu fyrirtæki á kostnað þess næsta. Auk þess þurfa stjórnmálamenn að sýna auðmýkt og viðurkenna mistök og ávallt sýna fram á hlutleysi ef upp koma erfið málefni sem krefjast vandaðrar úrlausnar. Þar eru stjórnmálamenn og flokkar aðeins dæmdir af gjörðum sínum. Verði þessari þróun ekki breytt, er raunveruleg hætta á að ungt fólk sjái ekki hag í því að taka þátt í stjórnmálum og hætti að mynda sér skoðun á málefnum samfélagsins. Vegna spillingar og sérhagsmuna. Ein helsta ógn við lýðræðið er nefnilega skoðanaleysi, þegar einstaklingar hætta að trúa því að skoðanir þeirra skipti máli og að sleppa því að láta stjórnmálin sig varða. Ég vona að svo verði ekki, því ef einhver kynslóð getur lagt sitt á vogaskálarnar í baráttunni við sérhagsmuni, er það kynslóðin sem er að koma upp núna. Kynslóð sem þorir að hafa hátt, lætur réttlætiskenndina ráða för, hefur kjark til að breyta rétt og þráir trúverðuga framtíð þar sem almannahagsmunir ganga framar sérhagsmunum. Því með þátttöku eru undirstöður lýðræðis og framfara tryggðar. En til þess þarf traust, trúverðugleika og breytt stjórnmál. Það eru stóru verkefnin framundan á vettvangi stjórnmálanna sem ekki má hunsa. Höfundur er viðskiptafræðingur og formaður félags Viðreisnar í Reykjanesbæ.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun