Örlagaríkt rifrildi við Victoriu Beckham Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2020 20:00 Mel C, eða Sporty Spice, og Victoria Beckham, eða Posh Spice, þegar vinsældir Kryddpíanna stóðu sem hæst. Vísir/getty Kryddpían Melanie Chisholm, sem þekktust er undir nafninu Mel C, segist hafa glímt við átröskun og þunglyndi eftir rifrildi við Victoru Beckham, annan meðlim Kryddpíanna, á tíunda áratugnum. Mel C var næstum rekin úr hljómsveitinni vegna málsins á sínum tíma. Mel C ræddi umrætt atvik í samtali við Guardian í fyrra. Þeim Beckham lenti saman á Brit-verðlaununum árið 1996 og lýsti Mel C því að hún hefði sagt Beckham að „fara til andskotans“ umrætt kvöld. Mel C tjáði sig frekar um atvikið og eftirköst þess í viðtali á útvarpsstöðinni BBC Radio 4 í dag. Þar sagði hún að henni hefði verið tjáð að ef hún hegðaði sér aftur með þessum hætti yrði hún rekin úr hljómsveitinni. Þetta hafi reynst henni þungbært. „Ég held að þetta hafi að hluta til verið upphaf vandamála minna vegna þess að ég varð að vera mjög, mjög ströng við sjálfa mig. Ég gat ekki leyft mér að slaka á vegna þess að ef ég gerði það gæti ég eyðilagt allt.“ Kryddpíurnar árið 1997.Vísir/getty Þá beygði Mel C af þegar hún lýsti því að hún hefði þróað með sér þunglyndi og átröskun þegar hún starfaði með hljómsveitinni. „Ég fór úr því að vera með lystarstol og í það að vera með lotugræðgi. Ég fór til heimilislæknisins míns og var greind með þunglyndi. Þá var þungu fargi af mér létt.“ Hljómsveitin Spice Girls, eða Kryddpíurnar upp á íslensku, var stofnuð árið 1994. Geri Halliwell sagði skilið við sveitina árið 1998 og Mel C sagði það hafa reynst sér, og hinum hljómsveitarmeðlimunum, afar erfitt. Kryddpíurnar hafa komið saman aftur í gegnum árin, nú síðast á tónleikaferðalagi í fyrra. Bretland Tónlist Tengdar fréttir Baðst loksins afsökunar á því að hafa hætt í Spice Girls Geri Horner, betur þekkt sem "Ginger spice“ í stúlknasveitinni Spice Girls, baðst í gærkvöldi afsökunar á því að hafa hætt í hljómsveitinni fyrir rúmum áratug. 16. júní 2019 19:59 Gerir fastlega ráð fyrir að missa röddina á Spice Girls tónleikum Hljómsveitin GRL PWR stendur fyrir Spice Girls tónleikum á Gauknum og Græna hattinum þar sem öllu verður tjaldað til en Elísabet Ormslev lofar brjálaðri nostalgíu. 14. júní 2019 08:15 Emma Stone sögð hafa axlarbrotnað á Spice Girls tónleikum Gleðin virðist hafa farið úr böndunum hjá bandarísku leikkonunni Emmu Stone á nýlegum Spice Girls tónleikum. Fjölmiðjar í Bretlandi greina frá því að hún hafi axlarbrotnað er hún féll eftir að hafa setið á öxlum vinar síns á tónleikunum. 26. júní 2019 15:15 Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira
Kryddpían Melanie Chisholm, sem þekktust er undir nafninu Mel C, segist hafa glímt við átröskun og þunglyndi eftir rifrildi við Victoru Beckham, annan meðlim Kryddpíanna, á tíunda áratugnum. Mel C var næstum rekin úr hljómsveitinni vegna málsins á sínum tíma. Mel C ræddi umrætt atvik í samtali við Guardian í fyrra. Þeim Beckham lenti saman á Brit-verðlaununum árið 1996 og lýsti Mel C því að hún hefði sagt Beckham að „fara til andskotans“ umrætt kvöld. Mel C tjáði sig frekar um atvikið og eftirköst þess í viðtali á útvarpsstöðinni BBC Radio 4 í dag. Þar sagði hún að henni hefði verið tjáð að ef hún hegðaði sér aftur með þessum hætti yrði hún rekin úr hljómsveitinni. Þetta hafi reynst henni þungbært. „Ég held að þetta hafi að hluta til verið upphaf vandamála minna vegna þess að ég varð að vera mjög, mjög ströng við sjálfa mig. Ég gat ekki leyft mér að slaka á vegna þess að ef ég gerði það gæti ég eyðilagt allt.“ Kryddpíurnar árið 1997.Vísir/getty Þá beygði Mel C af þegar hún lýsti því að hún hefði þróað með sér þunglyndi og átröskun þegar hún starfaði með hljómsveitinni. „Ég fór úr því að vera með lystarstol og í það að vera með lotugræðgi. Ég fór til heimilislæknisins míns og var greind með þunglyndi. Þá var þungu fargi af mér létt.“ Hljómsveitin Spice Girls, eða Kryddpíurnar upp á íslensku, var stofnuð árið 1994. Geri Halliwell sagði skilið við sveitina árið 1998 og Mel C sagði það hafa reynst sér, og hinum hljómsveitarmeðlimunum, afar erfitt. Kryddpíurnar hafa komið saman aftur í gegnum árin, nú síðast á tónleikaferðalagi í fyrra.
Bretland Tónlist Tengdar fréttir Baðst loksins afsökunar á því að hafa hætt í Spice Girls Geri Horner, betur þekkt sem "Ginger spice“ í stúlknasveitinni Spice Girls, baðst í gærkvöldi afsökunar á því að hafa hætt í hljómsveitinni fyrir rúmum áratug. 16. júní 2019 19:59 Gerir fastlega ráð fyrir að missa röddina á Spice Girls tónleikum Hljómsveitin GRL PWR stendur fyrir Spice Girls tónleikum á Gauknum og Græna hattinum þar sem öllu verður tjaldað til en Elísabet Ormslev lofar brjálaðri nostalgíu. 14. júní 2019 08:15 Emma Stone sögð hafa axlarbrotnað á Spice Girls tónleikum Gleðin virðist hafa farið úr böndunum hjá bandarísku leikkonunni Emmu Stone á nýlegum Spice Girls tónleikum. Fjölmiðjar í Bretlandi greina frá því að hún hafi axlarbrotnað er hún féll eftir að hafa setið á öxlum vinar síns á tónleikunum. 26. júní 2019 15:15 Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira
Baðst loksins afsökunar á því að hafa hætt í Spice Girls Geri Horner, betur þekkt sem "Ginger spice“ í stúlknasveitinni Spice Girls, baðst í gærkvöldi afsökunar á því að hafa hætt í hljómsveitinni fyrir rúmum áratug. 16. júní 2019 19:59
Gerir fastlega ráð fyrir að missa röddina á Spice Girls tónleikum Hljómsveitin GRL PWR stendur fyrir Spice Girls tónleikum á Gauknum og Græna hattinum þar sem öllu verður tjaldað til en Elísabet Ormslev lofar brjálaðri nostalgíu. 14. júní 2019 08:15
Emma Stone sögð hafa axlarbrotnað á Spice Girls tónleikum Gleðin virðist hafa farið úr böndunum hjá bandarísku leikkonunni Emmu Stone á nýlegum Spice Girls tónleikum. Fjölmiðjar í Bretlandi greina frá því að hún hafi axlarbrotnað er hún féll eftir að hafa setið á öxlum vinar síns á tónleikunum. 26. júní 2019 15:15