Handbolti

Seinni bylgjan: Drauga­mark í Breið­holti

Anton Ingi Leifsson skrifar

Valur er á góðu skriði í Olís-deild karla og er komið á toppinn eftir að hafa verið að berjast við botninn í lok október.

Á sunnudagskvöldið unnu Valsmenn góðan sigur á ÍR í Breiðholti en á myndbandsupptökum að dæma má ætla að eitt mark hafi verið tekið af þeim.

Agnar Smári Jónsson þrumaði boltanum að marki ÍR er um tíu mínútur voru eftir af leiknum og boltinn fór í slá og niður. Boltinn virtist inni en Bjarni Viggósson, dómarinn við hliðina á markinu, dæmdi ekki mark.

„Bjarni er í snóker. Hann sér þetta ekki og við sjáum þetta hinum megin frá. Það er bara þannig en hann selur þetta með bendingunum sínum að hann sé ekki inni,“ sagði Ágúst Jóhannsson í léttum tón.

„Boltinn var kílómeter inn í markinu,“ bætti Ágúst við.

Atvikið má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×