Enski boltinn

Stuðnings­­menn West Ham hafa fengið nóg og mótmæltu á Anfi­eld

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sebastian Haller heldur um höfuð sér í leiknum í gær.
Sebastian Haller heldur um höfuð sér í leiknum í gær. vísir/getty

Stuðningsmenn West Ham eru allt annað en sáttir með hvernig félagið er rekið og mótmæltu þeir hressilega er liðið spilaði gegn Liverpool á útivelli í gærkvöldi.

Liverpool vann 3-2 sigur í leiknum en West Ham komst meðal annars 2-1 yfir í leiknum áður en Sadio Mane skoraði sigurmarkið níu mínútum fyrir leikslok.

West Ham hefur ekki unnið leik síðan 1. janúar og er í 18. sæti deildarinnar í bullandi fallbaráttu. Nú vilja stuðningsmennirnir fá eigendurna og helstu stjórnendur út úr félaginu.
Þeir vilja sjá bæði David Sullivan og David Gold, eigendur félagsins út úr félaginu, sem og vara stjórnarformanninn Karren Brady.

Fyrst um sinn fékk West Ham þrjú þúsund miða á Anfield í gær en það voru einungis 1800 sem létu sjá sig. Þeir eru einnig sagðir allt annað en sáttir með að fara frá Upton Park yfir á Lundúnarleikvanginn.
„Okkur var seldur draumur en við fengum martröð,“ stóð á einum borðanum. „Þið selduð okkur lygar, lygar, lygar,“ stóð á öðrum. Á þeim þriðja stóð að öllum stjórnarmönnum liðsins ætti að vera sagt upp störfum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.