Ósnertanlegur Aron Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2020 10:00 Ég taldi mig og mína vera ósnertanlega, eins skrýtið og það virðist hljóma. En það er kannski þannig sem maður upplifir sig þegar maður hefur ekki staðið frammi fyrir áföllum og missi. Mín æska var góð og uppfull af hamingju. Ég bjó á Ísafirði, gat þar notið frelsisins sem staðurinn hafði uppá að bjóða. Möguleikarnir voru endalausir. Á þeim tíma tók maður lífinu sem sjálfsögðum hlut. Árið 2013 þegar ég var rétt að verða tvítugur berast mér og bræðrum mínum tveimur þær fréttir að mamma hafði greinst með sjúkdóm að nafninu MND. Taugahrörnunarsjúkdómur sem hefur enn þann dag í dag ekki fundist lækning við. Áfallið var mikið. Meðal lífslíkur sjúklinga eru taldar vera á bilinu 2-5 ár. Mamma barðist hetjulega við sjúkdóminn í tvö ár. Á þeim tíma fannst ekki lækning og því þurfti einhvað að láta undan, mamma lést árið 2015. Á þessu tímabili horfði ég upp á ástvin verða veikari með tímanum. Ég gat ekki fundið lækningu við MND en ég gat verið til staðar og hjálpað eins og ég gat. Það er á þessum tímapunkti þar sem lífið var sett í samhengi fyrir mér. Það er enginn ósnertanlegur, við getum bara verið vís með daginn í dag. Það var ljóst þegar mamma greindist með sjúkdóminn hvaða manneskju hún hafði að geyma. Hver dagur skipti máli og draumar urðu að veruleika á meðan hún gat gert þá að veruleika. Hún og pabbi fóru saman í sín draumaferðalög og nutu sín saman. Sorgin er flókið fyrirbæri. Það er erfitt að sætta sig við ástvinamissi, sérstaklega þegar maður var rétt orðinn tvítugur. Ég átti eftir að upplifa svo margt með mömmu. Lífið heldur áfram og maður reynir að koma sér aftur á beinu braut lífsins með bakpokann sem maður hefur borið á bakinu allt sitt líf. Bakpokinn var orðinn aðeins þyngri núna en það var ekki í boði að láta undan þunganum. Ég hélt áfram með það í huga að nýta minn tíma á þessari jörð. Náði mér í háskólagráðu og reyndi að sinna mínum draumum eins og ég gat. Ég flutti aftur heim til Ísafjarðar og bjó hjá pabba. Maður skyldi halda að eitt svona áfall væri meira en nóg, lífið átti eftir að veita mér og mínum eitt högg til viðbótar. Pabbi féll frá sumarið 2019 og það skyndilega. Áfallið var af öðrum toga, aðdragandinn var enginn. Á þessum tímapunkti fannst mér alveg eins gott að jörðin myndi gleypa mig. Fram að þessu höfðum við tekist á við fráfall mömmu saman. Ég myndi segja að við höfðum alveg verið að komast aftur á rétt skrið í lífinu. En að því er ekki spurt, heldur situr maður eftir með spurningar. Í þessum pistli hleyp ég nokkuð hratt yfir söguna. Með þessu vil ég opna á sögu mína og reynslu. Við þurfum öll að takast á við áföll og missi á einhverjum tímapunkti. Við getum aldrei verið vís með neitt nema daginn í dag. Fyrst taldi ég mig vita betur en allir aðrir. Það myndi ekki hjálpa neitt að leita mér aðstoðar, ég veit betur núna. Það ætti enginn að bera slíka byrði einn. Með því að tala um hlutina og opna á umræðu um þá erum við á sama tíma að takast á við þá og horfast í augu við þá. Ég held áfram að feta lífsins leið með bakpokann minn. Þyngdin á honum er farin að taka í en hún mun ekki verða mér ofviða. Sorgin mun aldrei hverfa, maður lærir smám saman að lifa með henni. Það er í okkar höndum að nýta hvern dag sem við fáum. Grípum hvert tækifæri, hlúum að fólkinu okkar og lifum lífinu lifandi. „ Ég á mínar stundir og tek mér þá göngu um táradali lífs míns. En sem betur fer hafa þetta verið stuttar göngur. Ég kýs frekar að taka mér gönguferð með samferðafólki mínu í birtunni sem það fólk sendir frá sér .“ - Ingibjörg S. Guðmundsdóttir (Mamma) Höfundur er nemi í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég taldi mig og mína vera ósnertanlega, eins skrýtið og það virðist hljóma. En það er kannski þannig sem maður upplifir sig þegar maður hefur ekki staðið frammi fyrir áföllum og missi. Mín æska var góð og uppfull af hamingju. Ég bjó á Ísafirði, gat þar notið frelsisins sem staðurinn hafði uppá að bjóða. Möguleikarnir voru endalausir. Á þeim tíma tók maður lífinu sem sjálfsögðum hlut. Árið 2013 þegar ég var rétt að verða tvítugur berast mér og bræðrum mínum tveimur þær fréttir að mamma hafði greinst með sjúkdóm að nafninu MND. Taugahrörnunarsjúkdómur sem hefur enn þann dag í dag ekki fundist lækning við. Áfallið var mikið. Meðal lífslíkur sjúklinga eru taldar vera á bilinu 2-5 ár. Mamma barðist hetjulega við sjúkdóminn í tvö ár. Á þeim tíma fannst ekki lækning og því þurfti einhvað að láta undan, mamma lést árið 2015. Á þessu tímabili horfði ég upp á ástvin verða veikari með tímanum. Ég gat ekki fundið lækningu við MND en ég gat verið til staðar og hjálpað eins og ég gat. Það er á þessum tímapunkti þar sem lífið var sett í samhengi fyrir mér. Það er enginn ósnertanlegur, við getum bara verið vís með daginn í dag. Það var ljóst þegar mamma greindist með sjúkdóminn hvaða manneskju hún hafði að geyma. Hver dagur skipti máli og draumar urðu að veruleika á meðan hún gat gert þá að veruleika. Hún og pabbi fóru saman í sín draumaferðalög og nutu sín saman. Sorgin er flókið fyrirbæri. Það er erfitt að sætta sig við ástvinamissi, sérstaklega þegar maður var rétt orðinn tvítugur. Ég átti eftir að upplifa svo margt með mömmu. Lífið heldur áfram og maður reynir að koma sér aftur á beinu braut lífsins með bakpokann sem maður hefur borið á bakinu allt sitt líf. Bakpokinn var orðinn aðeins þyngri núna en það var ekki í boði að láta undan þunganum. Ég hélt áfram með það í huga að nýta minn tíma á þessari jörð. Náði mér í háskólagráðu og reyndi að sinna mínum draumum eins og ég gat. Ég flutti aftur heim til Ísafjarðar og bjó hjá pabba. Maður skyldi halda að eitt svona áfall væri meira en nóg, lífið átti eftir að veita mér og mínum eitt högg til viðbótar. Pabbi féll frá sumarið 2019 og það skyndilega. Áfallið var af öðrum toga, aðdragandinn var enginn. Á þessum tímapunkti fannst mér alveg eins gott að jörðin myndi gleypa mig. Fram að þessu höfðum við tekist á við fráfall mömmu saman. Ég myndi segja að við höfðum alveg verið að komast aftur á rétt skrið í lífinu. En að því er ekki spurt, heldur situr maður eftir með spurningar. Í þessum pistli hleyp ég nokkuð hratt yfir söguna. Með þessu vil ég opna á sögu mína og reynslu. Við þurfum öll að takast á við áföll og missi á einhverjum tímapunkti. Við getum aldrei verið vís með neitt nema daginn í dag. Fyrst taldi ég mig vita betur en allir aðrir. Það myndi ekki hjálpa neitt að leita mér aðstoðar, ég veit betur núna. Það ætti enginn að bera slíka byrði einn. Með því að tala um hlutina og opna á umræðu um þá erum við á sama tíma að takast á við þá og horfast í augu við þá. Ég held áfram að feta lífsins leið með bakpokann minn. Þyngdin á honum er farin að taka í en hún mun ekki verða mér ofviða. Sorgin mun aldrei hverfa, maður lærir smám saman að lifa með henni. Það er í okkar höndum að nýta hvern dag sem við fáum. Grípum hvert tækifæri, hlúum að fólkinu okkar og lifum lífinu lifandi. „ Ég á mínar stundir og tek mér þá göngu um táradali lífs míns. En sem betur fer hafa þetta verið stuttar göngur. Ég kýs frekar að taka mér gönguferð með samferðafólki mínu í birtunni sem það fólk sendir frá sér .“ - Ingibjörg S. Guðmundsdóttir (Mamma) Höfundur er nemi í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun