Handbolti

Jónatan dæmdur í bann fyrir grófa óíþróttamannslega hegðun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jónatan lætur hér dómarana heyra það.
Jónatan lætur hér dómarana heyra það.

Jónatan Magnússon, annar þjálfara KA í Olís-deildinni, var í gær dæmdur í bann en hann missti stjórn á skapi sínu eftir leik KA og Fram á dögunum.

KA tapaði leiknum með einu marki en lokadómur leiksins þótti afar umdeildur. Var þá dæmdur ruðningur á KA.

Jónatan spólaði beint í dómarana eftir leik og lét þá heyra það. Það gerði hann í tvígang eins og sjá má á þessari klippu af KA TV. Fyrir þessa hegðun fékk hann eins leiks bann.

Stefán Árnason verður því einn með KA-liðið er það sækir FH heim í næstu umferð.

Klippa: Jónatan heitur eftir leik


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.