Áskorun til atvinnurekenda Stuðningskonur leikskólanna skrifar 26. febrúar 2020 13:00 Verkfall Eflingar hefur nú staðið í rúmar þrjár vikur. Fundir hafa verið strjálir og stuttir á milli þess sem samningsaðilar hafa sent harðorð skeyti sín á milli í fjölmiðlum. Einstaka krúttfréttir hafa birst á stangli um ömmur og afa sem hafa stokkið til og gegna enn mikilvægara hlutverki en aðra daga. Að öðru leyti mætti halda að allt gengi sinn vanagang. Kannski er það rétt, kannski gengur allt sinn vanagang. Foreldrarnir sem mest á mæðir, fólkið sem ekki getur treyst á ömmur og afa og au-pair og aðkeypta barnapössun nýtir allar þær smugur sem það getur til að lifa af, rétt eins og venjulega. Sum geta aðlagað vinnutímann sinn, sum geta treyst á maka, sum nýta orlofsdagana vitandi að sumarfríspússlið verður enn erfiðara en ella. Kannski eru einhver sem hreinlega missa vinnuna, kannski eru einhver sem þurfa að skilja börnin sín eftir hjá vandalausum, hver veit? -Við vitum að til er fólk sem er með ósveigjanlegan vinnutíma, skilningslausa atvinnurekendur og lítinn eða engan félagslegan stuðning. Það er ekkert endilega algengt, en það er til. Fólk sem hvorki hefur tíma né orku til að hafa hátt eða beita sér fyrir breyttum aðstæðum en er orðið allt of vant því að lífið sé bölvað streð. Hvað börnin varðar, þá eru þau kannski líka bara orðin vön því að stundum sé rútínan þeirra rofin og þeim hent á milli aðstandenda eða þau höfð heima með stressuðum foreldrum. Af því að þótt leikskólarnir þeirra teljist opinberlega til mikilvægrar grunnmenntunar og séu hluti af barnvænu jafnréttisparadísinni sem stjórnmálafólk stærir sig af á tyllidögum, þá gera sumarfríslokanir, stytting opnunartíma og almenn undirmönnun það að verkum að þau eru flest orðin ansi hreint vön misgóðum reddingum. Staðreyndin er sú að samfélag sem byggir á vanmetnu framlagi láglaunafólks og tekur ekki tillit til þeirra sem mest þurfa á þjónustunni að halda hefur komið sér upp innbyggðum varnarmúr gegn andófi. Fólkið sem nú er að bugast undan álagi hefur ekki aðstæður til að hrópa á torgum og krefjast breytinga. Það er upptekið við að láta hversdaginn ganga upp og á meðan lítur ekki út fyrir að þetta verkfall skipti nokkru einasta máli. Sem er rangt. Þetta verkfall hefur mest áhrif á það fólk sem síst skyldi og hefði aldrei átt að þurfa að bresta á. Við undirritaðar lýsum yfir stuðningi við nauðsynlegar aðgerðir Eflingar. Það er löngu tímabært að atvinnurekendur hlusti á láglaunafólk sem hingað til hefur þagað um sín kjör en lætur nú í sér heyra. Við skorum á Reykjavíkurborg og aðra atvinnurekendur að taka kröfurnar alvarlega og leggja sitt af mörkum til að draga úr stéttskiptingu og vanmati á vinnuframlagi fólks. Stuðningskonur leikskólanna, Edda Ýr Garðarsdóttir, Elísabet Ýr Atladóttir, Gunnur Vilborg, Halldóra Jónasdóttir, Hafdís Eyjólfsdóttir, Halldóra Jónasdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Hildur Björk Pálsdóttir, Hildur Ýr Ísberg, María Lilja Þrastardóttir, Ósk Gunnlaugsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Sunna Símonardóttir og Þóra Kristín Þórsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Verkfall Eflingar hefur nú staðið í rúmar þrjár vikur. Fundir hafa verið strjálir og stuttir á milli þess sem samningsaðilar hafa sent harðorð skeyti sín á milli í fjölmiðlum. Einstaka krúttfréttir hafa birst á stangli um ömmur og afa sem hafa stokkið til og gegna enn mikilvægara hlutverki en aðra daga. Að öðru leyti mætti halda að allt gengi sinn vanagang. Kannski er það rétt, kannski gengur allt sinn vanagang. Foreldrarnir sem mest á mæðir, fólkið sem ekki getur treyst á ömmur og afa og au-pair og aðkeypta barnapössun nýtir allar þær smugur sem það getur til að lifa af, rétt eins og venjulega. Sum geta aðlagað vinnutímann sinn, sum geta treyst á maka, sum nýta orlofsdagana vitandi að sumarfríspússlið verður enn erfiðara en ella. Kannski eru einhver sem hreinlega missa vinnuna, kannski eru einhver sem þurfa að skilja börnin sín eftir hjá vandalausum, hver veit? -Við vitum að til er fólk sem er með ósveigjanlegan vinnutíma, skilningslausa atvinnurekendur og lítinn eða engan félagslegan stuðning. Það er ekkert endilega algengt, en það er til. Fólk sem hvorki hefur tíma né orku til að hafa hátt eða beita sér fyrir breyttum aðstæðum en er orðið allt of vant því að lífið sé bölvað streð. Hvað börnin varðar, þá eru þau kannski líka bara orðin vön því að stundum sé rútínan þeirra rofin og þeim hent á milli aðstandenda eða þau höfð heima með stressuðum foreldrum. Af því að þótt leikskólarnir þeirra teljist opinberlega til mikilvægrar grunnmenntunar og séu hluti af barnvænu jafnréttisparadísinni sem stjórnmálafólk stærir sig af á tyllidögum, þá gera sumarfríslokanir, stytting opnunartíma og almenn undirmönnun það að verkum að þau eru flest orðin ansi hreint vön misgóðum reddingum. Staðreyndin er sú að samfélag sem byggir á vanmetnu framlagi láglaunafólks og tekur ekki tillit til þeirra sem mest þurfa á þjónustunni að halda hefur komið sér upp innbyggðum varnarmúr gegn andófi. Fólkið sem nú er að bugast undan álagi hefur ekki aðstæður til að hrópa á torgum og krefjast breytinga. Það er upptekið við að láta hversdaginn ganga upp og á meðan lítur ekki út fyrir að þetta verkfall skipti nokkru einasta máli. Sem er rangt. Þetta verkfall hefur mest áhrif á það fólk sem síst skyldi og hefði aldrei átt að þurfa að bresta á. Við undirritaðar lýsum yfir stuðningi við nauðsynlegar aðgerðir Eflingar. Það er löngu tímabært að atvinnurekendur hlusti á láglaunafólk sem hingað til hefur þagað um sín kjör en lætur nú í sér heyra. Við skorum á Reykjavíkurborg og aðra atvinnurekendur að taka kröfurnar alvarlega og leggja sitt af mörkum til að draga úr stéttskiptingu og vanmati á vinnuframlagi fólks. Stuðningskonur leikskólanna, Edda Ýr Garðarsdóttir, Elísabet Ýr Atladóttir, Gunnur Vilborg, Halldóra Jónasdóttir, Hafdís Eyjólfsdóttir, Halldóra Jónasdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Hildur Björk Pálsdóttir, Hildur Ýr Ísberg, María Lilja Þrastardóttir, Ósk Gunnlaugsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Sunna Símonardóttir og Þóra Kristín Þórsdóttir
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun