Þetta bara reddast - Covid19-kórónaveira Vilhelm Jónsson skrifar 26. febrúar 2020 14:30 Ábyrgðarleysið og þröngsýni yfirstjórnar heilbrigðiskerfisins með sóttvarnalæknir í fararbroddi verða ef að líkum lætur fljót að sótthreinsa sig af allri ábyrgð ef illa fer. Máttleysisleg viðbrögð heilbrigðisyfirvalda eru óásættanleg, ekki síst þegar litið er til hvernig aðrar þjóðir bregðast við þessum illvíga sjúkdómi. Viðbrögð sóttvarnalæknis einkennast af því að skoða, sjá til og gera ekki nokkurn skapaðan hlut annað en að ætla að treysta á að hver og einn sjái um eigið sóttkví og voni það besta. Eina sem sóttvarnalæknir hefur haft fram að færa er að upplýsa þjóðina að haldnir séu reglulega stöðufundir og almenningur eigi að þvo sér vel um hendurnar. Það verður nógu erfitt fyrir þá sem smitast að takast á við sóttkví þó svo að niðurbrotið og fársjúkt fólk verði ekki smalað eins og dýrum í 40 feta gám áður en tekist er á við einangrun og frekari erfiðleika eða þaðan af verra. Upplýsingaflæðið er mjög takmarkað, óábyrgt og í anda þess hvernig er komið fyrir heilbrigðiskerfinu. Stjórnsýslan og læknaembættið hafa haft nægan tíma til að finna boðlegt bráðabirgðahúsnæði til að takast á við sóttvarnir og aðstoða fársjúkt fólk. Gámaskrifli hefðu átt að vera neyðarkostur en ekki fyrsti kostur ef allt færi úr böndunum, sem verulega líkur eru á. Það er ekki eins og það hefði verið sóun á fjármunum að koma upp bráðaspítala ef allt færi á besta veg. Það hefði þá mátt nýta húsakynnin næstu árin meðan beðið væri eftir að skrípaleiknum við Hringbraut lyki, fyrir þá sem trúa að svo verði. Það virðist loða við yfirstjórn heilbrigðismála að telja að þetta bara reddist í stað að ráðist sé með markvissum hætti í forvarnir og tekið sé með vitrænum hætti á aðstöðuleysi til sóttvarna og lækninga. Það er eflaust auðvelt að gagnrýna, engu að síður ef illa fer þá bendir flest til að hvert einasta orð eigi rétt á sér. Það er óforsvaranlegt hvernig haldið hefur verið á málum og er í þeim anda sem loðir við Ísland og heitir ábyrgðarleysi. Það sem verra er að landsmönnum stendur lítið minni hætta af óábyrgum stjórnvöldum við Austurvöll en af svokallaðri Covid19-kórónaveiru, sem tröllríður heimsbyggðinni. Þröngsýni sem á sér stað að hefta ekki útbreiðslu Covid19-veiru með markvissari hætti á væntanlega eftir að verða mörgum dýrkeypt og enginn mun axla ábyrgð þó svo að mistök eigi eftir að verða augljós. Á sama tíma og verið er að hefta út um allan heim að fólk komi frá sýktum svæðum, og er umsvifalaust sett í sóttkví, viðhefur sóttvarnalæknir ábyrgðarlaust hjal og enginn segir neitt. Landlæknisembættið hefur væntanlega skráp og samvisku til að takast á við gerðir sínar og framtaksleysi þegar fólk þarf að mæta afleiðingunum. Höfundur er fjárfestir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Ábyrgðarleysið og þröngsýni yfirstjórnar heilbrigðiskerfisins með sóttvarnalæknir í fararbroddi verða ef að líkum lætur fljót að sótthreinsa sig af allri ábyrgð ef illa fer. Máttleysisleg viðbrögð heilbrigðisyfirvalda eru óásættanleg, ekki síst þegar litið er til hvernig aðrar þjóðir bregðast við þessum illvíga sjúkdómi. Viðbrögð sóttvarnalæknis einkennast af því að skoða, sjá til og gera ekki nokkurn skapaðan hlut annað en að ætla að treysta á að hver og einn sjái um eigið sóttkví og voni það besta. Eina sem sóttvarnalæknir hefur haft fram að færa er að upplýsa þjóðina að haldnir séu reglulega stöðufundir og almenningur eigi að þvo sér vel um hendurnar. Það verður nógu erfitt fyrir þá sem smitast að takast á við sóttkví þó svo að niðurbrotið og fársjúkt fólk verði ekki smalað eins og dýrum í 40 feta gám áður en tekist er á við einangrun og frekari erfiðleika eða þaðan af verra. Upplýsingaflæðið er mjög takmarkað, óábyrgt og í anda þess hvernig er komið fyrir heilbrigðiskerfinu. Stjórnsýslan og læknaembættið hafa haft nægan tíma til að finna boðlegt bráðabirgðahúsnæði til að takast á við sóttvarnir og aðstoða fársjúkt fólk. Gámaskrifli hefðu átt að vera neyðarkostur en ekki fyrsti kostur ef allt færi úr böndunum, sem verulega líkur eru á. Það er ekki eins og það hefði verið sóun á fjármunum að koma upp bráðaspítala ef allt færi á besta veg. Það hefði þá mátt nýta húsakynnin næstu árin meðan beðið væri eftir að skrípaleiknum við Hringbraut lyki, fyrir þá sem trúa að svo verði. Það virðist loða við yfirstjórn heilbrigðismála að telja að þetta bara reddist í stað að ráðist sé með markvissum hætti í forvarnir og tekið sé með vitrænum hætti á aðstöðuleysi til sóttvarna og lækninga. Það er eflaust auðvelt að gagnrýna, engu að síður ef illa fer þá bendir flest til að hvert einasta orð eigi rétt á sér. Það er óforsvaranlegt hvernig haldið hefur verið á málum og er í þeim anda sem loðir við Ísland og heitir ábyrgðarleysi. Það sem verra er að landsmönnum stendur lítið minni hætta af óábyrgum stjórnvöldum við Austurvöll en af svokallaðri Covid19-kórónaveiru, sem tröllríður heimsbyggðinni. Þröngsýni sem á sér stað að hefta ekki útbreiðslu Covid19-veiru með markvissari hætti á væntanlega eftir að verða mörgum dýrkeypt og enginn mun axla ábyrgð þó svo að mistök eigi eftir að verða augljós. Á sama tíma og verið er að hefta út um allan heim að fólk komi frá sýktum svæðum, og er umsvifalaust sett í sóttkví, viðhefur sóttvarnalæknir ábyrgðarlaust hjal og enginn segir neitt. Landlæknisembættið hefur væntanlega skráp og samvisku til að takast á við gerðir sínar og framtaksleysi þegar fólk þarf að mæta afleiðingunum. Höfundur er fjárfestir.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar