Íslandsbanki hefur greitt ríkinu um 70 milljarða í arð Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2020 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lýst yfir vilja til að allt að 25 prósenta hlutur í bankanum verði seldur á þessu ári og að bankinn verði að fullu seldur á allra næstu árum. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki hefur greitt ríkissjóði rétt tæpa 70 milljarða króna í arð frá því bankinn komst að fullu í eigu ríkissjóðs. Dósent í hagfræði og fyrrverandi viðskiptaráðherra segir menn hljóta að meta áhrif af sölu bankans á hagkerfið í heild. Íslenska ríkið á Íslandsbanka að fullu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lýst yfir vilja til að allt að 25 prósenta hlutur í bankanum verði seldur á þessu ári og að bankinn verði að fullu seldur á allra næstu árum. Gylfi Magnússon dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra segir tímann nú hvorki betri né verri en annan til að selja bankann. „Það liggur fyrir að það er kannski helst til of mikið að ríkið eigi tvo af þremur viðskiptabönkum. Þannig að einhvern tíma þurfi eða muni vera undið ofan af því,“ segir Gylfi. Hins vegar liggi fyrir að ekki sé mikil stemming fyrir hlutabréfum í bönkum í Evrópu um þessar mundir og fáir nægjanlega sterkir kaupendur aðrir en lífeyrissjóðir. „Þannig að verðið yrði nú ekkert óskaplega hátt. Það yrði líklega lægra en eigið fé. Kannski eitthvað svipað og með Arion banka núna,“ segir Gylfi. Eigið fé Íslandsbanka er um 170 milljarðar króna. Ef hluturinn seldist á um 75 prósent af eigið fé, fengjust um 32 milljarðar fyrir fjórðungshlut í bankanum. Hann hefur hins vegar greitt ríkinu töluverðan arð frá því hann komst að fullu í ríkiseigu. Allt frá 37 milljörðum árið 2016 niður í 4,2 milljarða áætlaða arðgreiðslu á þessu ári. Samanlagt nema arðgreiðslurnar 65,5 milljörðum síðast liðinn fimm ár. Gylfi segir að vega verði og meta kosti arðgreiðslna annars vegar og söluverðs hins vegar. „Ríkið er náttúrlega óvenjulegur eigandi af því að það hugsar ekki bara um arð af hlutabréfum eða einhverja vexti. Heldur líka samfélagsleg áhrif, eða áhrif á hagkerfið af því að þessi banki sé í þeim rekstri sem hann er og því eignarhaldi sem hann er. Þannig að menn hljóta að horfa til þess að hvort það sé gott fyrir hagkerfið í heilda að selja bankann en ekki bara horfa á niðurstöðutölurnar fyrir ríkissjóð,“ segir Gylfi. Aftur á móti sé ekki vænlegt að sameina bankann Landsbankanum því þá yrði til of stór og ráðandi banki, hvort sem hann yrði í ríkis- eða einkaeign. Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira