Erlent

100 þúsund hungruðum öndum ætlað að tækla engi­sprettu­far­aldur

Atli Ísleifsson skrifar
Endur geta étið rúmlega 200 engisprettur á dag. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Endur geta étið rúmlega 200 engisprettur á dag. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty

Stjórnvöld í Kína vilja stöðva „innrás“ engispretta frá Pakistan með „lífrænum vopnum“ í formi anda. Engisprettur í milljarðavís hafa valdið miklum usla þar sem þær herja á plöntur og akra í Austur-Afríku, Miðausturlöndum, Indlandi og Pakistan.

Pakistanar og Kínverjar hafa nú hafið samstarf til að taka á þessari skæðu pest sem leitt getur til uppskerubrests og hungursneyðar á stórum landssvæðum sé ekkert að gert.

Lu Lizhi, sérfræðingur hjá Landbúnaðarakademíu Zhejiang, segir að lausnin kunni að felast í að gera út endur til að ráðast gegn óværunni. Leiðir hann nú áætlun stjórnvalda sem felur í sér aðkomu 100 þúsund anda.

Kínverski fjölmiðillinn CGTN hefur birt myndband af einni andaherdeildinni sem um ræðir.

„Önd getur étið rúmlega 200 engisprettur á dag,“ segir hann í samtali við Time Magazine. Hann segir endurnar skilvirkari en notkun skordýraeiturs.

Tilraunir verða gerðar í Xinjiang í vesturhluta Kína, áður en andaherinn verði gerður út af örkinni í Pakistan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.