Erlent

100 þúsund hungruðum öndum ætlað að tækla engi­sprettu­far­aldur

Atli Ísleifsson skrifar
Endur geta étið rúmlega 200 engisprettur á dag. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Endur geta étið rúmlega 200 engisprettur á dag. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty

Stjórnvöld í Kína vilja stöðva „innrás“ engispretta frá Pakistan með „lífrænum vopnum“ í formi anda. Engisprettur í milljarðavís hafa valdið miklum usla þar sem þær herja á plöntur og akra í Austur-Afríku, Miðausturlöndum, Indlandi og Pakistan.

Pakistanar og Kínverjar hafa nú hafið samstarf til að taka á þessari skæðu pest sem leitt getur til uppskerubrests og hungursneyðar á stórum landssvæðum sé ekkert að gert.

Lu Lizhi, sérfræðingur hjá Landbúnaðarakademíu Zhejiang, segir að lausnin kunni að felast í að gera út endur til að ráðast gegn óværunni. Leiðir hann nú áætlun stjórnvalda sem felur í sér aðkomu 100 þúsund anda.

Kínverski fjölmiðillinn CGTN hefur birt myndband af einni andaherdeildinni sem um ræðir.

„Önd getur étið rúmlega 200 engisprettur á dag,“ segir hann í samtali við Time Magazine. Hann segir endurnar skilvirkari en notkun skordýraeiturs.

Tilraunir verða gerðar í Xinjiang í vesturhluta Kína, áður en andaherinn verði gerður út af örkinni í Pakistan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×