Ert þú í áhyggjufélaginu? Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar 27. febrúar 2020 15:30 Ég þekkti eitt sinn eldri konu sem sagði að hún og systur hennar væru saman í áhyggjufélagi. Þær hefðu allar sama einkennið, sem var að hafa áhyggjur af öllu á milli himins og jarðar. Þær voru sífellt að reyna að afstýra ýmisskonar ógæfu; vöruðu við hálku á vegum, umgangspestum og varasömum plöntum í görðum, fylgdust grannt með heilsufari ættingja og ferðum uppkominna barna sinna. Þær hvöttu ættingja til að láta vita af sér heilum og höldnum við stuttar ferðir út á land og héldu niðri í sér andanum ef þeirra nánustu ætluðu á snjósleða, í fjallgöngur eða annað sem gæti falið í sér minnstu áhættu. Svo gátu þær andað léttar þegar þær vissu af öllum sofandi og öruggum í sínu rúmi. Í dag væru þær eflaust að minna fólk á mikilvægi handþvottar og að vara sína nánustu við því að fara erlendis eða á mannamót vegna frétta af COVID-19 veirunni. Þeim þótti nauðsynlegt að finnast þær við stjórn á aðstæðum og vildu hafa alla hluta lífs síns sem skipulagðasta svo ekkert kæmi á óvart. Ég var gjarnan spurð að því í janúar hvort ég væri ekki örugglega búin að tryggja mér sumarstarf það árið. Ég fór oftast að huga að vinnumálum í kringum páska, enda unglingur á þeim tíma. Þegar ég var yngri þótti mér þetta ekkert skrítið; nokkrar manneskjur að ræða hinar ýmsu áhyggjur yfir kaffinu og hvernig hægt væri að lifa lífinu á sem öruggastan hátt. Eftir að ég fór að starfa sem sálfræðingur horfir þessi saga um systurnar allt öðruvísi við. Endurteknar og truflandi áhyggjur af hinu og þessu eru nefnilega ekki dæmigerðar. Það fólk sem glímir við áhyggjuvanda telur þó oft að svona hugsi allir, að eðlilegt sé að hafa linnulausar áhyggjur. Enda hafa mörg þeirra verið svona allt sitt líf. Almenn kvíðaröskun Almenn kvíðaröskun (e. generalized anxiety disorder) einkennist af þrálátum áhyggjum af hinum ýmsu málefnum. Áhyggjur eru í raun neikvæðar hugsanir um framtíðina, að eitthvað slæmt muni henda það sjálft eða aðra, en þó rifjar fólk stundum upp liðna erfiðleika. Áhyggjur geta tengst fjármálum, heilsu, ákvörðunum, atvinnu, námi, störfum, eigin velferð og annarra. Áhyggjurnar geta einn daginn snúist um það hvaða ryksugu eigi að velja og hinn daginn um hvort rétt námsleið hafi verið valin í skóla. Áhyggjunum fylgja ýmis einkenni svo sem vöðvaspenna, eirðarleysi, svefntruflanir, pirringur og þreyta. Áætla má að um 4% fólks greinist með almenna kvíðaröskun yfir árstímabil og er hún algengari meðal kvenna. Algengt er að áhyggjur skjóti upp kollinum þegar lagst er á koddann eða tími gefst til að slaka á. Því reynir fólk oft að hafa nóg fyrir stafni og sumir sofna út frá áreiti á kvöldin, svo sem tónlist og sjónvarpsefni. Til lengri tíma litið eiga þessi viðbrögð þó þátt í að viðhalda vandanum. Að sama skapi á fólk oft erfitt með hugleiðslu því þá láta áhyggjur gjarnan á sér kræla. Óþol fyrir óvissu og viðhorf til áhyggna Þeir sem haldnir eru almennri kvíðaröskun eiga erfitt með að þola óvissu á ýmsum sviðum. Fólk hefur ríka þörf fyrir að vita fyrirfram hvað til stendur, skipuleggja sig ofurvel, þráspyrja og margyfirfara hvort allt sé rétt gert; hvort tölvupóstur hafi verið sendur, útidyr læstar eða nægjanlegt bensín á bílnum. Sumir keyra deginum áður á nýja staði til að fullvissa sig um að þeir rati þegar til kastanna kemur. Með þessu eru heilanum send þau skilaboð að þetta séu allt varasamar og óútreiknanlegar aðstæður sem þurfi að búa sig sérstaklega undir. Við lærum seint að við séum fullfær um að leysa úr málum jafnóðum. Nú gæti einhver spurt hvort ekki sé gott að vera skipulagður og hafa allt á hreinu. Það getur verið það, ef fólki líður vel. Þegar fólk er haldið almennri kvíðaröskun eiga þessi viðbrögð þó þátt í að viðhalda vandanum. Þessu má líkja við lyftufælni. Það er ekkert að því að sniðganga lyftur vilji fólk koma sér í form. Glími fólk hins vegar við lyftufælni mun það að forðast lyftuferðir koma í veg fyrir að það sigrist á óttanum, og þá er mikilvægt að takast á við vandann. Það sama á við um það fólk sem hefur miklar áhyggjur; það þarf að draga úr varúðarráðstöfunum, sækja í óvissu og sjá að það ráði við aðstæður. Fullkomnunarárátta einkennir marga þá sem glíma við almenna kvíðaröskun enda er minna rúm fyrir óvissu, mistök og það sem illa gæti farið ef gengið er vel frá málum. En getum við einhvern tímann eytt óvissu og væri virkilega betra að sjá allt fyrir? Líklegast ekki, og heldur leiðinlegra líf ef ekkert kæmi á óvart. Fólk með almenna kvíðaröskun telur stundum að það hafi náð árangri í lífinu vegna áhyggna, að það hefði aldrei útskrifast úr námi, fengið gott starf, orðið gott foreldri ef það hefði ekki haft áhyggjur. Þessar hugmyndir þarf að vinna með í meðferð því sýnt hefur verið fram á að við erum ekkert betur fær um að leysa vandamál, þótt við sjáum þau fyrir og höfum af þeim stanslausar áhyggjur. Heili okkar er nefnilega hannaður til þess að leysa vandamál hratt og vel þegar þau koma upp og með því að leyfa honum það getum við eflt trúna á eigin getu. Fái kvíðaröskunin að blómstra gröfum við undan trúnni á það að við getum tekið því sem að höndum ber. Hvenær leitar fólk aðstoðar? Eins og fram er komið fylgja líkamleg einkenni almennri kvíðaröskun en svo getur fólk farið að fá kvíðaköst undir álagi og þróað með sér þunglyndi. Oft verða þessi vandamál til þess að fólk leitar sér aðstoðar. Vel er hægt að ná tökum á almennri kvíðaröskun með hugrænni atferlismeðferð sem sérsniðin er að þessum vanda. Ég er sannfærð um að eldri konan sem um ræddi í upphafi greinar hefði notið aukinna lífsgæða hefði hún fengið viðeigandi meðferð. Þá hefði verið hægt að ræða annað en áhyggjur og ótta við hið versta í kaffiboðum. Höfundur er sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Hulda Jónsdóttir Tölgyes Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég þekkti eitt sinn eldri konu sem sagði að hún og systur hennar væru saman í áhyggjufélagi. Þær hefðu allar sama einkennið, sem var að hafa áhyggjur af öllu á milli himins og jarðar. Þær voru sífellt að reyna að afstýra ýmisskonar ógæfu; vöruðu við hálku á vegum, umgangspestum og varasömum plöntum í görðum, fylgdust grannt með heilsufari ættingja og ferðum uppkominna barna sinna. Þær hvöttu ættingja til að láta vita af sér heilum og höldnum við stuttar ferðir út á land og héldu niðri í sér andanum ef þeirra nánustu ætluðu á snjósleða, í fjallgöngur eða annað sem gæti falið í sér minnstu áhættu. Svo gátu þær andað léttar þegar þær vissu af öllum sofandi og öruggum í sínu rúmi. Í dag væru þær eflaust að minna fólk á mikilvægi handþvottar og að vara sína nánustu við því að fara erlendis eða á mannamót vegna frétta af COVID-19 veirunni. Þeim þótti nauðsynlegt að finnast þær við stjórn á aðstæðum og vildu hafa alla hluta lífs síns sem skipulagðasta svo ekkert kæmi á óvart. Ég var gjarnan spurð að því í janúar hvort ég væri ekki örugglega búin að tryggja mér sumarstarf það árið. Ég fór oftast að huga að vinnumálum í kringum páska, enda unglingur á þeim tíma. Þegar ég var yngri þótti mér þetta ekkert skrítið; nokkrar manneskjur að ræða hinar ýmsu áhyggjur yfir kaffinu og hvernig hægt væri að lifa lífinu á sem öruggastan hátt. Eftir að ég fór að starfa sem sálfræðingur horfir þessi saga um systurnar allt öðruvísi við. Endurteknar og truflandi áhyggjur af hinu og þessu eru nefnilega ekki dæmigerðar. Það fólk sem glímir við áhyggjuvanda telur þó oft að svona hugsi allir, að eðlilegt sé að hafa linnulausar áhyggjur. Enda hafa mörg þeirra verið svona allt sitt líf. Almenn kvíðaröskun Almenn kvíðaröskun (e. generalized anxiety disorder) einkennist af þrálátum áhyggjum af hinum ýmsu málefnum. Áhyggjur eru í raun neikvæðar hugsanir um framtíðina, að eitthvað slæmt muni henda það sjálft eða aðra, en þó rifjar fólk stundum upp liðna erfiðleika. Áhyggjur geta tengst fjármálum, heilsu, ákvörðunum, atvinnu, námi, störfum, eigin velferð og annarra. Áhyggjurnar geta einn daginn snúist um það hvaða ryksugu eigi að velja og hinn daginn um hvort rétt námsleið hafi verið valin í skóla. Áhyggjunum fylgja ýmis einkenni svo sem vöðvaspenna, eirðarleysi, svefntruflanir, pirringur og þreyta. Áætla má að um 4% fólks greinist með almenna kvíðaröskun yfir árstímabil og er hún algengari meðal kvenna. Algengt er að áhyggjur skjóti upp kollinum þegar lagst er á koddann eða tími gefst til að slaka á. Því reynir fólk oft að hafa nóg fyrir stafni og sumir sofna út frá áreiti á kvöldin, svo sem tónlist og sjónvarpsefni. Til lengri tíma litið eiga þessi viðbrögð þó þátt í að viðhalda vandanum. Að sama skapi á fólk oft erfitt með hugleiðslu því þá láta áhyggjur gjarnan á sér kræla. Óþol fyrir óvissu og viðhorf til áhyggna Þeir sem haldnir eru almennri kvíðaröskun eiga erfitt með að þola óvissu á ýmsum sviðum. Fólk hefur ríka þörf fyrir að vita fyrirfram hvað til stendur, skipuleggja sig ofurvel, þráspyrja og margyfirfara hvort allt sé rétt gert; hvort tölvupóstur hafi verið sendur, útidyr læstar eða nægjanlegt bensín á bílnum. Sumir keyra deginum áður á nýja staði til að fullvissa sig um að þeir rati þegar til kastanna kemur. Með þessu eru heilanum send þau skilaboð að þetta séu allt varasamar og óútreiknanlegar aðstæður sem þurfi að búa sig sérstaklega undir. Við lærum seint að við séum fullfær um að leysa úr málum jafnóðum. Nú gæti einhver spurt hvort ekki sé gott að vera skipulagður og hafa allt á hreinu. Það getur verið það, ef fólki líður vel. Þegar fólk er haldið almennri kvíðaröskun eiga þessi viðbrögð þó þátt í að viðhalda vandanum. Þessu má líkja við lyftufælni. Það er ekkert að því að sniðganga lyftur vilji fólk koma sér í form. Glími fólk hins vegar við lyftufælni mun það að forðast lyftuferðir koma í veg fyrir að það sigrist á óttanum, og þá er mikilvægt að takast á við vandann. Það sama á við um það fólk sem hefur miklar áhyggjur; það þarf að draga úr varúðarráðstöfunum, sækja í óvissu og sjá að það ráði við aðstæður. Fullkomnunarárátta einkennir marga þá sem glíma við almenna kvíðaröskun enda er minna rúm fyrir óvissu, mistök og það sem illa gæti farið ef gengið er vel frá málum. En getum við einhvern tímann eytt óvissu og væri virkilega betra að sjá allt fyrir? Líklegast ekki, og heldur leiðinlegra líf ef ekkert kæmi á óvart. Fólk með almenna kvíðaröskun telur stundum að það hafi náð árangri í lífinu vegna áhyggna, að það hefði aldrei útskrifast úr námi, fengið gott starf, orðið gott foreldri ef það hefði ekki haft áhyggjur. Þessar hugmyndir þarf að vinna með í meðferð því sýnt hefur verið fram á að við erum ekkert betur fær um að leysa vandamál, þótt við sjáum þau fyrir og höfum af þeim stanslausar áhyggjur. Heili okkar er nefnilega hannaður til þess að leysa vandamál hratt og vel þegar þau koma upp og með því að leyfa honum það getum við eflt trúna á eigin getu. Fái kvíðaröskunin að blómstra gröfum við undan trúnni á það að við getum tekið því sem að höndum ber. Hvenær leitar fólk aðstoðar? Eins og fram er komið fylgja líkamleg einkenni almennri kvíðaröskun en svo getur fólk farið að fá kvíðaköst undir álagi og þróað með sér þunglyndi. Oft verða þessi vandamál til þess að fólk leitar sér aðstoðar. Vel er hægt að ná tökum á almennri kvíðaröskun með hugrænni atferlismeðferð sem sérsniðin er að þessum vanda. Ég er sannfærð um að eldri konan sem um ræddi í upphafi greinar hefði notið aukinna lífsgæða hefði hún fengið viðeigandi meðferð. Þá hefði verið hægt að ræða annað en áhyggjur og ótta við hið versta í kaffiboðum. Höfundur er sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun