Handbolti

Heitur Teitur og Geir skellti Ber­línar­refunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Teitur Örn Einarsson var frábær í kvöld.
Teitur Örn Einarsson var frábær í kvöld. vísir/getty

Það voru margir íslenskir handboltamenn í eldlínunni í kvöld. Ekki voru þeir þó allir í sigurliði.

Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk og Ragnar Jóhannsson eitt er Bergrischer tapaði fyrir Melsungen á útivelli, 28-25. Bergrischer er í 12. sætinu.

Geir Sveinsson og lærisveinar í Nordhorn-Lingen gerðu sér lítið fyrir og unnu Fuchse Berlin á útivelli, 32-30. Þetta var einungis annar sigur Nordhorn-Lingen á leiktíðinni sem er á botni deildarinnar.

Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk er Lemgo vann fimm marka sigur á Wetzlar, 32-27. Lemgo er í 10. sætinu með 23 stig.

Oddur Grétarsson skoraði tvö mörk er Balingen tapaði á heimavelli gegn Magdeburg, 34-32. Balingen er í næst neðsta sæti deildarinnar með 15 stig.

Teitur Örn Einarsson var sjóðheitur er Kristianstad vann öruggan sigur á Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni. Teitur skoraði níu mörk og Ólafur Guðmundsson eitt í 30-16 sigri Kristianstad sem er í 3. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×