Viðskipti innlent

Síðustu Nóa­túns-versluninni verður lokað í sumar

Atli Ísleifsson skrifar
Verslun Nóatúns í Austurveri í Reykjavík.
Verslun Nóatúns í Austurveri í Reykjavík. Já.is

Verslun Nóatúns í Austurveri í Reykjavík lokar í sumar og mun eigandinn, Festi, opna Krónuverslun á sama stað í ágúst.

Morgunblaðið greinir frá þessu í morgun, en um er að ræða viss tímamót þar sem með þessu verður síðustu Nóatúnsversluninni lokað.

Haft er eftir Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, að íbúar í hverfinu hafi kallað eftir lágvöruverðsverslun í hverfinu og hafi verið ákveðið að verða við því.

Á heimasíðu Nóatúns kemur fram að saga þess nái aftur til októbermánaðar 1960 og hefði því verið haldið upp sextíu ára afmæli síðar á árinu. Saga Nóatúns hófst þegar Jón Júlíusson, stofnandi Nóatúns, keypti verslunina Þrótt í Samtúni.

„Fyrstu Nóatúnsverslunina opnaði Jón fimm árum síðar, eða 1965, að Nóatúni 17. Nafn Nóatúns sótti Jón í íslenska goðafræði, þar sem sjávarguðinn Njörður bjó í Nóatúnum. Á næstu árum var vöxtur fyrirtækisins ör og búðunum fjölgaði ört,“ segir á heimasíðunni.

Gréta María segir að vörumerkinu Nótatún verði áfram haldið á lofti þar sem ýmsar kjötvörur verða áfram seldar undir vörumerkinu Nóatún.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,76
1
154
BRIM
1,82
7
315.738
REITIR
0,56
2
17.880
SJOVA
0,25
3
4.814
ORIGO
0,16
1
23

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,61
7
473
LEQ
-1,51
1
2.387
MAREL
-1,27
5
168.910
SYN
-0,41
1
244
ICESEA
0
1
18
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.