Uppgangur popúlisma Sóley Tómasdóttir skrifar 28. febrúar 2020 13:30 Popúlisma er beitt í stjórnmálum til að ala á andúð almennings gagnvart stjórnkerfinu, ekki bara stjórnmálafólki heldur öllum grundvallarstofnunum hins opinbera. Uppgangur popúlisma byggir oftar en ekki á sjálfumglöðum einstaklingum sem svífast einskis við að skilgreina meinta elítu og ala á tortryggni gagnvart henni. Donald Trump er skínandi dæmi um popúlískan leiðtoga sem hagar stefnu sinni og málflutningi eftir því sem honum hentar hverju sinni svo lengi sem það styrkir ímynd hans sem bjargvættar almennings gagnvart spilltu kerfi elítunnar. Aðferðin er í grunninn einföld. Hann varpar kerfisbundið rýrð á opinberar stofnanir, gefur til kynna að þær séu í raun hin spillta elíta, og þar með fjarlægir hann sjálfan sig frá sama stimpli – hann er svarið við spillingunni, það er hann sem kjósendur eiga að setja traust sitt á en ekki kerfið sem er samansett af spilltu stjórnmála- og embættisfólki sem blekkir og lýgur að almenningi. Kjör Trump kom flestum á óvart. Fræða- og stjórnmálafólk var almennt sammála um að hegðun hans, fas og málfar væri of óheflað og óvandað til að hann gæti náð kjöri. Kosningaloforð hans voru uppfull af þversögnum, hann fór rangt með staðreyndir og skeytti engu um leiðréttingar eða gagnrýni. Hann var því afskrifaður sem einhverskonar furðufugl eða trúður sem varð til þess að andstæðingar hans sofnuðu á verðinum. Í ljós kom að stór hluti bandarískra kjósenda treysti honum sem manni alþýðunnar og alls ekki útilokað að hann nái aftur kjöri í haust. Þótt stefna Trump sé óútreiknanleg og einkennist fyrst og fremst af hentistefnu er tortryggni gagnvart opinberum stofnunum og ótti við fjölbreytileika rauður þráður í öllu sem hann segir. Hann svífst einskis í fullyrðingum sínum um spillingu og vanhæfni sem sannarlega eru ekki látnar gjalda sannleikans. Popúlismi á Íslandi Öðru hverju hafa skapast umræður um popúlisma á Íslandi, þótt raunverulegar áhyggjur virðist ekki vera til staðar af uppgangi hans enn sem komið er. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar skipa ríkisstjórn og meirihluta sveitarstjórna og fara almennt að góðum stjórnsýsluháttum í störfum sínum. Í Borgarstjórn Reykjavíkur eru þó raunverulegar blikur á lofti þar sem framganga eins borgarfulltrúa minnir óþægilega á sjálfumglaða leiðtoga popúlismans erlendis. Gífuryrði um neyðarástand, spillingu, blekkingar, lögbrot, lygar og pretti borgarfulltrúa eru daglegt brauð, sett fram á óheflaðan og óvandaðan hátt og oft fullkomlega óháð sannleiksgildi. Því til viðbótar er starfsfólk borgarinnar smánað, tortryggt og sakað um vanhæfni og spillingu á opinberum vettvangi án þess að það eigi möguleika á að bera hönd fyrir höfuð sér. Borgarfulltrúinn virðir hvorki valdmörk sín né hlutverk, sem felst í stefnumótun og ákvarðanatöku í samstarfi við aðra kjörna fulltrúa. Henni ber að beina gagnrýni sinni að samstarfsfólki sínu á vettvangi borgarstjórnar en ekki starfsfólks sem hefur það eina hlutverk að framfylgja ákvörðununum. Enn síður skeytir borgarfulltrúinn um þá staðreynd að málfrelsi hennar er meira en embættisfólks sem verður að gæta hlutleysis til að geta unnið með kjörnum fulltrúum allra flokka. Eini möguleikinn sem þau hafa er að senda erindi til forsætis- og/eða siðanefndar. Að grípa til varna á opinberum vettvangi myndi rýra trúverðugleika þeirra og setja þau í mjög erfiða stöðu gagnvart öllum kjörnum fulltrúum, bæði nútíðar og framtíðar. Alvarleiki málsins Almennt viðkvæði við framgöngu borgarfulltrúans er að gera grín að óhefluðu orðfæri, gífuryrðum og rökleysu. Að afskrifa hana sem einhvers konar furðufugl. Vissulega gefur hún tilefni til slíks, þó betur færi á því að brugðist væri af alefli við þessum markvissu og öguðu popúlísku vinnubrögðum. Fyrir henni vakir það eitt að grafa undan trausti almennings gegn opinberum stofnunum og hrekja starfsfólk úr stjórnkerfinu svo hægt verði að fylla stöðurnar með fólki sem henni er þóknanlegt að afloknum næstu kosningum. Skilgreina elítu og almenning og skapa gjá sem hún ein getur brúað. Nýjasta mæling Gallup á trausti til stofnana samfélagsins bendir til þess að borgarfulltrúanum miði ágætlega, enda hefur traust gagnvart borgarstjórn dalað úr 24% í 17% frá síðustu kosningum og mælist nú minnst allra stofnana. Stöndum saman gegn uppgangi popúlisma Til að koma í veg fyrir uppgang popúlisma á Íslandi verður að takast á við hann af festu. Kjörnir fulltrúar verða að virða valdmörk sín, takast á á jafningjagrunni og tryggja að starfsfólk borgarinnar geti unnið vinnuna sína í friði. Það verður aðeins gert með því að svara þeim árásum fullum hálsi sem starfsfólk Reykjavíkurborgar hefur setið þegjandi undir. Ég skora á kjörna fulltrúa að taka höndum saman, verjast popúlískum árásum og setja hagsmuni borgarbúa í forgang. Stjórnmál eiga að snúast um stefnumótun í þágu almannahagsnuna en ekki persónuárásir í þágu valdabrölts einstaklinga.Höfundur er fyrrverandi forseti borgarstjórnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Sóley Tómasdóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Popúlisma er beitt í stjórnmálum til að ala á andúð almennings gagnvart stjórnkerfinu, ekki bara stjórnmálafólki heldur öllum grundvallarstofnunum hins opinbera. Uppgangur popúlisma byggir oftar en ekki á sjálfumglöðum einstaklingum sem svífast einskis við að skilgreina meinta elítu og ala á tortryggni gagnvart henni. Donald Trump er skínandi dæmi um popúlískan leiðtoga sem hagar stefnu sinni og málflutningi eftir því sem honum hentar hverju sinni svo lengi sem það styrkir ímynd hans sem bjargvættar almennings gagnvart spilltu kerfi elítunnar. Aðferðin er í grunninn einföld. Hann varpar kerfisbundið rýrð á opinberar stofnanir, gefur til kynna að þær séu í raun hin spillta elíta, og þar með fjarlægir hann sjálfan sig frá sama stimpli – hann er svarið við spillingunni, það er hann sem kjósendur eiga að setja traust sitt á en ekki kerfið sem er samansett af spilltu stjórnmála- og embættisfólki sem blekkir og lýgur að almenningi. Kjör Trump kom flestum á óvart. Fræða- og stjórnmálafólk var almennt sammála um að hegðun hans, fas og málfar væri of óheflað og óvandað til að hann gæti náð kjöri. Kosningaloforð hans voru uppfull af þversögnum, hann fór rangt með staðreyndir og skeytti engu um leiðréttingar eða gagnrýni. Hann var því afskrifaður sem einhverskonar furðufugl eða trúður sem varð til þess að andstæðingar hans sofnuðu á verðinum. Í ljós kom að stór hluti bandarískra kjósenda treysti honum sem manni alþýðunnar og alls ekki útilokað að hann nái aftur kjöri í haust. Þótt stefna Trump sé óútreiknanleg og einkennist fyrst og fremst af hentistefnu er tortryggni gagnvart opinberum stofnunum og ótti við fjölbreytileika rauður þráður í öllu sem hann segir. Hann svífst einskis í fullyrðingum sínum um spillingu og vanhæfni sem sannarlega eru ekki látnar gjalda sannleikans. Popúlismi á Íslandi Öðru hverju hafa skapast umræður um popúlisma á Íslandi, þótt raunverulegar áhyggjur virðist ekki vera til staðar af uppgangi hans enn sem komið er. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar skipa ríkisstjórn og meirihluta sveitarstjórna og fara almennt að góðum stjórnsýsluháttum í störfum sínum. Í Borgarstjórn Reykjavíkur eru þó raunverulegar blikur á lofti þar sem framganga eins borgarfulltrúa minnir óþægilega á sjálfumglaða leiðtoga popúlismans erlendis. Gífuryrði um neyðarástand, spillingu, blekkingar, lögbrot, lygar og pretti borgarfulltrúa eru daglegt brauð, sett fram á óheflaðan og óvandaðan hátt og oft fullkomlega óháð sannleiksgildi. Því til viðbótar er starfsfólk borgarinnar smánað, tortryggt og sakað um vanhæfni og spillingu á opinberum vettvangi án þess að það eigi möguleika á að bera hönd fyrir höfuð sér. Borgarfulltrúinn virðir hvorki valdmörk sín né hlutverk, sem felst í stefnumótun og ákvarðanatöku í samstarfi við aðra kjörna fulltrúa. Henni ber að beina gagnrýni sinni að samstarfsfólki sínu á vettvangi borgarstjórnar en ekki starfsfólks sem hefur það eina hlutverk að framfylgja ákvörðununum. Enn síður skeytir borgarfulltrúinn um þá staðreynd að málfrelsi hennar er meira en embættisfólks sem verður að gæta hlutleysis til að geta unnið með kjörnum fulltrúum allra flokka. Eini möguleikinn sem þau hafa er að senda erindi til forsætis- og/eða siðanefndar. Að grípa til varna á opinberum vettvangi myndi rýra trúverðugleika þeirra og setja þau í mjög erfiða stöðu gagnvart öllum kjörnum fulltrúum, bæði nútíðar og framtíðar. Alvarleiki málsins Almennt viðkvæði við framgöngu borgarfulltrúans er að gera grín að óhefluðu orðfæri, gífuryrðum og rökleysu. Að afskrifa hana sem einhvers konar furðufugl. Vissulega gefur hún tilefni til slíks, þó betur færi á því að brugðist væri af alefli við þessum markvissu og öguðu popúlísku vinnubrögðum. Fyrir henni vakir það eitt að grafa undan trausti almennings gegn opinberum stofnunum og hrekja starfsfólk úr stjórnkerfinu svo hægt verði að fylla stöðurnar með fólki sem henni er þóknanlegt að afloknum næstu kosningum. Skilgreina elítu og almenning og skapa gjá sem hún ein getur brúað. Nýjasta mæling Gallup á trausti til stofnana samfélagsins bendir til þess að borgarfulltrúanum miði ágætlega, enda hefur traust gagnvart borgarstjórn dalað úr 24% í 17% frá síðustu kosningum og mælist nú minnst allra stofnana. Stöndum saman gegn uppgangi popúlisma Til að koma í veg fyrir uppgang popúlisma á Íslandi verður að takast á við hann af festu. Kjörnir fulltrúar verða að virða valdmörk sín, takast á á jafningjagrunni og tryggja að starfsfólk borgarinnar geti unnið vinnuna sína í friði. Það verður aðeins gert með því að svara þeim árásum fullum hálsi sem starfsfólk Reykjavíkurborgar hefur setið þegjandi undir. Ég skora á kjörna fulltrúa að taka höndum saman, verjast popúlískum árásum og setja hagsmuni borgarbúa í forgang. Stjórnmál eiga að snúast um stefnumótun í þágu almannahagsnuna en ekki persónuárásir í þágu valdabrölts einstaklinga.Höfundur er fyrrverandi forseti borgarstjórnar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar