Uppgangur popúlisma Sóley Tómasdóttir skrifar 28. febrúar 2020 13:30 Popúlisma er beitt í stjórnmálum til að ala á andúð almennings gagnvart stjórnkerfinu, ekki bara stjórnmálafólki heldur öllum grundvallarstofnunum hins opinbera. Uppgangur popúlisma byggir oftar en ekki á sjálfumglöðum einstaklingum sem svífast einskis við að skilgreina meinta elítu og ala á tortryggni gagnvart henni. Donald Trump er skínandi dæmi um popúlískan leiðtoga sem hagar stefnu sinni og málflutningi eftir því sem honum hentar hverju sinni svo lengi sem það styrkir ímynd hans sem bjargvættar almennings gagnvart spilltu kerfi elítunnar. Aðferðin er í grunninn einföld. Hann varpar kerfisbundið rýrð á opinberar stofnanir, gefur til kynna að þær séu í raun hin spillta elíta, og þar með fjarlægir hann sjálfan sig frá sama stimpli – hann er svarið við spillingunni, það er hann sem kjósendur eiga að setja traust sitt á en ekki kerfið sem er samansett af spilltu stjórnmála- og embættisfólki sem blekkir og lýgur að almenningi. Kjör Trump kom flestum á óvart. Fræða- og stjórnmálafólk var almennt sammála um að hegðun hans, fas og málfar væri of óheflað og óvandað til að hann gæti náð kjöri. Kosningaloforð hans voru uppfull af þversögnum, hann fór rangt með staðreyndir og skeytti engu um leiðréttingar eða gagnrýni. Hann var því afskrifaður sem einhverskonar furðufugl eða trúður sem varð til þess að andstæðingar hans sofnuðu á verðinum. Í ljós kom að stór hluti bandarískra kjósenda treysti honum sem manni alþýðunnar og alls ekki útilokað að hann nái aftur kjöri í haust. Þótt stefna Trump sé óútreiknanleg og einkennist fyrst og fremst af hentistefnu er tortryggni gagnvart opinberum stofnunum og ótti við fjölbreytileika rauður þráður í öllu sem hann segir. Hann svífst einskis í fullyrðingum sínum um spillingu og vanhæfni sem sannarlega eru ekki látnar gjalda sannleikans. Popúlismi á Íslandi Öðru hverju hafa skapast umræður um popúlisma á Íslandi, þótt raunverulegar áhyggjur virðist ekki vera til staðar af uppgangi hans enn sem komið er. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar skipa ríkisstjórn og meirihluta sveitarstjórna og fara almennt að góðum stjórnsýsluháttum í störfum sínum. Í Borgarstjórn Reykjavíkur eru þó raunverulegar blikur á lofti þar sem framganga eins borgarfulltrúa minnir óþægilega á sjálfumglaða leiðtoga popúlismans erlendis. Gífuryrði um neyðarástand, spillingu, blekkingar, lögbrot, lygar og pretti borgarfulltrúa eru daglegt brauð, sett fram á óheflaðan og óvandaðan hátt og oft fullkomlega óháð sannleiksgildi. Því til viðbótar er starfsfólk borgarinnar smánað, tortryggt og sakað um vanhæfni og spillingu á opinberum vettvangi án þess að það eigi möguleika á að bera hönd fyrir höfuð sér. Borgarfulltrúinn virðir hvorki valdmörk sín né hlutverk, sem felst í stefnumótun og ákvarðanatöku í samstarfi við aðra kjörna fulltrúa. Henni ber að beina gagnrýni sinni að samstarfsfólki sínu á vettvangi borgarstjórnar en ekki starfsfólks sem hefur það eina hlutverk að framfylgja ákvörðununum. Enn síður skeytir borgarfulltrúinn um þá staðreynd að málfrelsi hennar er meira en embættisfólks sem verður að gæta hlutleysis til að geta unnið með kjörnum fulltrúum allra flokka. Eini möguleikinn sem þau hafa er að senda erindi til forsætis- og/eða siðanefndar. Að grípa til varna á opinberum vettvangi myndi rýra trúverðugleika þeirra og setja þau í mjög erfiða stöðu gagnvart öllum kjörnum fulltrúum, bæði nútíðar og framtíðar. Alvarleiki málsins Almennt viðkvæði við framgöngu borgarfulltrúans er að gera grín að óhefluðu orðfæri, gífuryrðum og rökleysu. Að afskrifa hana sem einhvers konar furðufugl. Vissulega gefur hún tilefni til slíks, þó betur færi á því að brugðist væri af alefli við þessum markvissu og öguðu popúlísku vinnubrögðum. Fyrir henni vakir það eitt að grafa undan trausti almennings gegn opinberum stofnunum og hrekja starfsfólk úr stjórnkerfinu svo hægt verði að fylla stöðurnar með fólki sem henni er þóknanlegt að afloknum næstu kosningum. Skilgreina elítu og almenning og skapa gjá sem hún ein getur brúað. Nýjasta mæling Gallup á trausti til stofnana samfélagsins bendir til þess að borgarfulltrúanum miði ágætlega, enda hefur traust gagnvart borgarstjórn dalað úr 24% í 17% frá síðustu kosningum og mælist nú minnst allra stofnana. Stöndum saman gegn uppgangi popúlisma Til að koma í veg fyrir uppgang popúlisma á Íslandi verður að takast á við hann af festu. Kjörnir fulltrúar verða að virða valdmörk sín, takast á á jafningjagrunni og tryggja að starfsfólk borgarinnar geti unnið vinnuna sína í friði. Það verður aðeins gert með því að svara þeim árásum fullum hálsi sem starfsfólk Reykjavíkurborgar hefur setið þegjandi undir. Ég skora á kjörna fulltrúa að taka höndum saman, verjast popúlískum árásum og setja hagsmuni borgarbúa í forgang. Stjórnmál eiga að snúast um stefnumótun í þágu almannahagsnuna en ekki persónuárásir í þágu valdabrölts einstaklinga.Höfundur er fyrrverandi forseti borgarstjórnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Sóley Tómasdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Popúlisma er beitt í stjórnmálum til að ala á andúð almennings gagnvart stjórnkerfinu, ekki bara stjórnmálafólki heldur öllum grundvallarstofnunum hins opinbera. Uppgangur popúlisma byggir oftar en ekki á sjálfumglöðum einstaklingum sem svífast einskis við að skilgreina meinta elítu og ala á tortryggni gagnvart henni. Donald Trump er skínandi dæmi um popúlískan leiðtoga sem hagar stefnu sinni og málflutningi eftir því sem honum hentar hverju sinni svo lengi sem það styrkir ímynd hans sem bjargvættar almennings gagnvart spilltu kerfi elítunnar. Aðferðin er í grunninn einföld. Hann varpar kerfisbundið rýrð á opinberar stofnanir, gefur til kynna að þær séu í raun hin spillta elíta, og þar með fjarlægir hann sjálfan sig frá sama stimpli – hann er svarið við spillingunni, það er hann sem kjósendur eiga að setja traust sitt á en ekki kerfið sem er samansett af spilltu stjórnmála- og embættisfólki sem blekkir og lýgur að almenningi. Kjör Trump kom flestum á óvart. Fræða- og stjórnmálafólk var almennt sammála um að hegðun hans, fas og málfar væri of óheflað og óvandað til að hann gæti náð kjöri. Kosningaloforð hans voru uppfull af þversögnum, hann fór rangt með staðreyndir og skeytti engu um leiðréttingar eða gagnrýni. Hann var því afskrifaður sem einhverskonar furðufugl eða trúður sem varð til þess að andstæðingar hans sofnuðu á verðinum. Í ljós kom að stór hluti bandarískra kjósenda treysti honum sem manni alþýðunnar og alls ekki útilokað að hann nái aftur kjöri í haust. Þótt stefna Trump sé óútreiknanleg og einkennist fyrst og fremst af hentistefnu er tortryggni gagnvart opinberum stofnunum og ótti við fjölbreytileika rauður þráður í öllu sem hann segir. Hann svífst einskis í fullyrðingum sínum um spillingu og vanhæfni sem sannarlega eru ekki látnar gjalda sannleikans. Popúlismi á Íslandi Öðru hverju hafa skapast umræður um popúlisma á Íslandi, þótt raunverulegar áhyggjur virðist ekki vera til staðar af uppgangi hans enn sem komið er. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar skipa ríkisstjórn og meirihluta sveitarstjórna og fara almennt að góðum stjórnsýsluháttum í störfum sínum. Í Borgarstjórn Reykjavíkur eru þó raunverulegar blikur á lofti þar sem framganga eins borgarfulltrúa minnir óþægilega á sjálfumglaða leiðtoga popúlismans erlendis. Gífuryrði um neyðarástand, spillingu, blekkingar, lögbrot, lygar og pretti borgarfulltrúa eru daglegt brauð, sett fram á óheflaðan og óvandaðan hátt og oft fullkomlega óháð sannleiksgildi. Því til viðbótar er starfsfólk borgarinnar smánað, tortryggt og sakað um vanhæfni og spillingu á opinberum vettvangi án þess að það eigi möguleika á að bera hönd fyrir höfuð sér. Borgarfulltrúinn virðir hvorki valdmörk sín né hlutverk, sem felst í stefnumótun og ákvarðanatöku í samstarfi við aðra kjörna fulltrúa. Henni ber að beina gagnrýni sinni að samstarfsfólki sínu á vettvangi borgarstjórnar en ekki starfsfólks sem hefur það eina hlutverk að framfylgja ákvörðununum. Enn síður skeytir borgarfulltrúinn um þá staðreynd að málfrelsi hennar er meira en embættisfólks sem verður að gæta hlutleysis til að geta unnið með kjörnum fulltrúum allra flokka. Eini möguleikinn sem þau hafa er að senda erindi til forsætis- og/eða siðanefndar. Að grípa til varna á opinberum vettvangi myndi rýra trúverðugleika þeirra og setja þau í mjög erfiða stöðu gagnvart öllum kjörnum fulltrúum, bæði nútíðar og framtíðar. Alvarleiki málsins Almennt viðkvæði við framgöngu borgarfulltrúans er að gera grín að óhefluðu orðfæri, gífuryrðum og rökleysu. Að afskrifa hana sem einhvers konar furðufugl. Vissulega gefur hún tilefni til slíks, þó betur færi á því að brugðist væri af alefli við þessum markvissu og öguðu popúlísku vinnubrögðum. Fyrir henni vakir það eitt að grafa undan trausti almennings gegn opinberum stofnunum og hrekja starfsfólk úr stjórnkerfinu svo hægt verði að fylla stöðurnar með fólki sem henni er þóknanlegt að afloknum næstu kosningum. Skilgreina elítu og almenning og skapa gjá sem hún ein getur brúað. Nýjasta mæling Gallup á trausti til stofnana samfélagsins bendir til þess að borgarfulltrúanum miði ágætlega, enda hefur traust gagnvart borgarstjórn dalað úr 24% í 17% frá síðustu kosningum og mælist nú minnst allra stofnana. Stöndum saman gegn uppgangi popúlisma Til að koma í veg fyrir uppgang popúlisma á Íslandi verður að takast á við hann af festu. Kjörnir fulltrúar verða að virða valdmörk sín, takast á á jafningjagrunni og tryggja að starfsfólk borgarinnar geti unnið vinnuna sína í friði. Það verður aðeins gert með því að svara þeim árásum fullum hálsi sem starfsfólk Reykjavíkurborgar hefur setið þegjandi undir. Ég skora á kjörna fulltrúa að taka höndum saman, verjast popúlískum árásum og setja hagsmuni borgarbúa í forgang. Stjórnmál eiga að snúast um stefnumótun í þágu almannahagsnuna en ekki persónuárásir í þágu valdabrölts einstaklinga.Höfundur er fyrrverandi forseti borgarstjórnar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun