Lífið

Ný­kominn úr sótt­kví vegna kórónu­veirunnar en gat ekki hætt að hósta

Sylvía Hall skrifar
Frank sagðist frekar telja hóstann vera vegna stress.
Frank sagðist frekar telja hóstann vera vegna stress. Skjáskot

Frank Wucinski og fjölskylda hans voru sett í sóttkví í San Diego eftir að hafa dvalið í Kína og umgengist manneskju sem lést af völdum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Þegar var talið nokkuð öruggt að þau væru ekki smituð var sóttkvínni aflétt.

Wucinski ræddi upplifun fjölskyldunnar í viðtali á Fox News ásamt þriggja ára dóttur sinni Annabelle. Þar lýstu þau upplifun sinni af sóttkvínni þegar þau komu aftur til Bandaríkjanna en tengdafaðir Wucinski lést úr veirunni í Kína.

„Líkamlega erum við í frábæru standi,“ sagði Wucinski en tvö sýni voru tekin úr honum og reyndust þau bæði neikvæð. Hann gat þó ómögulega hætt að hósta á meðan viðtalinu stóð og hafa netverjar deilt því víða og hefur það vakið mikla athygli.

„Sem betur fer, þó þetta sé smitandi, skilst mér að dánartíðnin sé frekar lág,“ sagði Wucinski á meðan hann hóstaði í lófann á sér. „Ég skil óttann.“

Þegar spyrillinn vakti athygli á hóstanum sagðist Wucinski vera fullfrískur. Hann væri líklega bara stressaður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.