Handbolti

Janus Daði í liði umferðarinnar í Meistaradeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Janus Daði er á sínu síðasta tímabili með Aalborg. Eftir það gengur hann í raðir Göppingen í Þýskalandi.
Janus Daði er á sínu síðasta tímabili með Aalborg. Eftir það gengur hann í raðir Göppingen í Þýskalandi. vísir/getty

Janus Daði Smárason er í liði 11. umferðar Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Selfyssingurinn lék afar vel þegar Aalborg gerði jafntefli við Pick Szeged, 26-26, á laugardaginn. Janus skoraði sex mörk og var næstmarkahæstur í liði dönsku meistaranna.

Kiel á tvo fulltrúa í liði umferðarinnar; markvörðinn Niklas Landin og hægri hornamanninn Niklas Ekberg.

Auk þeirra og Janusar eru Hugo Descat (Montpellier), Alexsander Shkurinskiy (Meshkov Brest), Matic Groselj (Celje Lasko) og Kamil Syprzak (PSG) í liði umferðarinnar.



Janus hefur skorað 40 mörk í Meistaradeildinni í vetur. Aalborg er í 4. sæti A-riðils með ellefu stig.

Hægt er að kjósa Janus leikmann 11. umferðar Meistaradeildarinnar með því að smella hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×