Handbolti

Seinni bylgjan: „Þið gerðuð þær svona reiðar“

Sindri Sverrisson skrifar
Framarar gera ekki annað en að fagna sigrum í vetur.
Framarar gera ekki annað en að fagna sigrum í vetur. vísir/Daníel

Ágúst Þór Jóhannsson og Arnar Pétursson fóru yfir 15. umferðina í Olís-deild kvenna í handbolta í Seinni bylgjunni með Henry Birgi Gunnarssyni í kvöld.

„Framliðið er auðvitað búið að vera stórkostlegt á þessari leiktíð. Ég tala um að þær séu vægðarlausar en þær spila bara eins og þær séu reiðar,“ sagði Henry Birgir þegar topplið Fram, og risasigur þess á KA/Þór fyrir norðan, var til umfjöllunar.

„Þær voru það sérstaklega í þessum leik. Þær bara spiluðu þetta vel. Þær keyra náttúrulega alltaf en mér fannst líka sóknarleikurinn ofboðslega beittur hjá þeim,“ sagði Arnar.

Henry benti Ágústi, þjálfara meistaraliðs Vals, á að með því að vinna alla bikarana á síðustu leiktíð hefðu Valskonur gert Framkonur svona „reiðar“:

„Það getur vel verið að það hafi kveikt svona í þeim. Það sýnir bara að þetta eru alvöru íþróttamenn í þessu liði. Framliðið er auðvitað bara feykilega öflugt eins og alþjóð veit, hefur spilað lengi saman og spilar mjög góðan handbolta. Það er góður taktur hjá þeim bæði varnarlega og sóknarlega og í raun hvergi veikan blett að finna í þessu liði,“ sagði Ágúst. Sérfræðingarnir horfðu svo sérstaklega á frammistöðu Perlu Ruthar Albertsdóttur sem skoraði tíu mörk úr tíu skotum í leiknum.

Þáttinn í heild sinni, þar sem fjallað er um alla leikina í 15. umferð, má sjá hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: 15. umferð kvenna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×