Bílar

Dreifing á bílum BL til allra helstu kaupendahópanna

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Nýr Hyundai Ioniq
Nýr Hyundai Ioniq Vísir/BL

Í janúar voru 838 fólks- og sendibílar nýskráðir hér á landi, rúmum 14% færri en í fyrra. Af þeim voru 280 af merkjum frá BL og var markaðshlutdeild BL 33,4% á markaðnum í heild, samkvæmt fréttatilkynningu frá BL. Hér er yfirlit yfir nákvæma skiptingu seldra bíla.

Hyundai söluhæstur
Af einstökum merkjum var Hyundai söluhæsta merki BL í janúar með alls 91 nýskráningu. Renault var í öðru sæti með 54 sölur og Nissan í því þriðja með 50 bíla. Renault, Nissan og Hyundai komust jafnframt á „topp tíu“ lista mánaðarins á innanlandsmarkaði, þar sem BL náði góðum árangri á öllum helstu kaupendamörkuðunum. Þannig nam hlutdeild fyrirtækisins 26,2% á einstaklingsmarkaði, þar sem Hyundai Kona var vinsælasta merki BL. Á fyrirtækjamarkaði nam hlutdeild BL 32,5% í janúar, en þau keyptu meðal annars 50 fólksbíla frá BL, aðallega Hyundai, Renault, Land Rover, BMW og Nissan. Þá voru Nissan e-NV200 og Renault Trafic jafnframt söluhæstir á markaði lítilla og meðalstórra sendibíla.

BMW söluhæsti lúxusbíllinn hjá BL
Á lúxusbílamarkaði voru 134 bílar nýskráðir í janúar, þar af 43 frá BMW Group, Jaguar og Land Rover. Af merkjum BL var BMW söluhæstur með átján nýskráningar. Hlutdeild BL á lúxusbílamarkaði var rúmlega 32% í janúar.

Nýr Hyundai i10 Vísir/BL

99 umhverfismilsvænni bílar
Af heildarnýskráningum BL í janúar voru 99 bílar búnir rafmótor. Nýskráðir voru 67 rafbílar, 14 Nissan Leaf, 12 e-NV200 sendibílar, 21 Hyundai Kona og Ioniq auk 20 rafbíla frá Renault, Jaguar, BMW og MINI. Þá voru einnig nýskráðir 24 tengiltvinnbílar, 10 BMW auk 8 Hyundai og 6 Land Rover, auk átta tvinnbíla frá Subaru og Range Rover. Þegar litið er til nýskráninga grænna bíla á markaðnum í heild í janúar kemur í ljós að einstaklingar keyptu langflesta rafbílana sem nýskráðir voru enda litu 61,4% þeirra sem keyptu bíl í janúar fram hjá hinu hefðbundna jarðefnaeldsneyti. Hlutdeild raf- og tengiltvinnbíla í heildarsölu fólks- og sendibíla BL í janúar var 32,9%.

40 i10 til bílaleiganna
Bílaleigurnar nýskráðu 197 bíla í janúar, 27,3% færri en í janúar í fyrra þegar þeir voru 271. Af heildarfjöldanum fóru 96 fólks- og sendibílar frá BL til leiganna, þar af 48 frá Hyundai. Söluhæsta einstaka bílgerðin sem bílaleigurnar nýskráðu í janúar var af gerðinni Hyundai i10, alls fjörutíu bílar. Það sem af er ári er hlutdeild BL á bílaleigumarkaði 48,7%.


Tengdar fréttir

Árið 2020 hjá Hyundai

Heiðar Sveinsson, framkvæmdastjóri Hyundai á Íslandi gerir ráð fyrir aukningu á sölu frá síðasta ári og segir að starfsfólk Hyundai fari bjartsýnt inn í árið. Þá eru margar nýjungar væntanlegar sem tengjast aukinni rafvæðingu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.