Sportpakkinn: Ætti að styrkja færri sambönd? Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2020 19:15 Andri Stefánsson er sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og situr í stjórn Afrekssjóðs. vísir/skjáskot Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs hjá þeim sérsamböndum sem sóttu um styrk til Afrekssjóðs ÍSÍ í ár nemur rúmum einum og hálfum milljarði króna. Afrekssjóður styður samböndin um tæplega 30% en fyrir fjórum árum var hlutfallið 11%. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær fær Handknattleikssamband Íslands 10 milljónum króna minna í ár en í fyrra. Körfuknattleikssambandið og Frjálsíþróttasambandið fá einnig umtalsvert lægri styrk en í fyrra. „Við erum með átta sérsambönd í A-flokki sem eru að fá 70% af þeim styrkjum sem eru til úthlutunar úr sjóðnum. Ætti sú tala að vera hærri? Ættum við að vera að styrkja þá sem ná lengst ennþá meira en þessi 70%? Og á sama hátt, eigum við að vera að styrkja öll samböndin sem eru að hljóta styrk?,“ spyr Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ sem á sæti í stjórn Afrekssjóðs. Klippa: Sportpakkinn: Afreksstyrkir ÍSÍ til umræðu Andri segir 30 af 33 sérsamböndum ÍSÍ fá styrk í ár en í samanburði fái þriðjungur sérsambanda í Danmörku afreksstyrki. Til greina komi að breyta fyrirkomulaginu sem gilt hefur hér á landi undanfarin ár. „Íþróttahreyfingin þarf að vera samstíga í því. Það þarf að gæta jafnræðis í ákveðnum þáttum en afrekin þurfa að telja,“ segir Andri og bendir á að flestöll sambönd sem flokkuð séu í B- og C-flokk haldi afreksstarfi sínu að mestu leyti uppi með greiðslum íþróttafólksins sjálfs. En telur hann gagnrýni Róberts Geirs Gíslasonar, framkvæmdastjóra HSÍ, í fréttum í gær eiga við rök að styðjast? „Örugglega að einhverju leyti. Þetta er flókið útspil, að vera með styrkveitingar úr Afrekssjóði. Þetta eru gífurlega háar upphæðir sem verið er að skoða hjá öllum samböndum. Afreksstarfið kostar 1,5 milljarð hjá samböndunum, og við úthlutum rúmum 460 milljónum. Flestöll samböndin eru að gefa í í afreksstarfinu, skora eins og kerfið bíður upp á, og þegar það eru fleiri sem standa sig þannig og meira ákall eftir þeim fjármunum þá verður úr minna að spila og þar af leiðandi verður lækkun hjá nokkrum samböndum.“ Innslagið í heild má sjá hér að ofan. Frjálsar íþróttir Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Sportpakkinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs hjá þeim sérsamböndum sem sóttu um styrk til Afrekssjóðs ÍSÍ í ár nemur rúmum einum og hálfum milljarði króna. Afrekssjóður styður samböndin um tæplega 30% en fyrir fjórum árum var hlutfallið 11%. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær fær Handknattleikssamband Íslands 10 milljónum króna minna í ár en í fyrra. Körfuknattleikssambandið og Frjálsíþróttasambandið fá einnig umtalsvert lægri styrk en í fyrra. „Við erum með átta sérsambönd í A-flokki sem eru að fá 70% af þeim styrkjum sem eru til úthlutunar úr sjóðnum. Ætti sú tala að vera hærri? Ættum við að vera að styrkja þá sem ná lengst ennþá meira en þessi 70%? Og á sama hátt, eigum við að vera að styrkja öll samböndin sem eru að hljóta styrk?,“ spyr Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ sem á sæti í stjórn Afrekssjóðs. Klippa: Sportpakkinn: Afreksstyrkir ÍSÍ til umræðu Andri segir 30 af 33 sérsamböndum ÍSÍ fá styrk í ár en í samanburði fái þriðjungur sérsambanda í Danmörku afreksstyrki. Til greina komi að breyta fyrirkomulaginu sem gilt hefur hér á landi undanfarin ár. „Íþróttahreyfingin þarf að vera samstíga í því. Það þarf að gæta jafnræðis í ákveðnum þáttum en afrekin þurfa að telja,“ segir Andri og bendir á að flestöll sambönd sem flokkuð séu í B- og C-flokk haldi afreksstarfi sínu að mestu leyti uppi með greiðslum íþróttafólksins sjálfs. En telur hann gagnrýni Róberts Geirs Gíslasonar, framkvæmdastjóra HSÍ, í fréttum í gær eiga við rök að styðjast? „Örugglega að einhverju leyti. Þetta er flókið útspil, að vera með styrkveitingar úr Afrekssjóði. Þetta eru gífurlega háar upphæðir sem verið er að skoða hjá öllum samböndum. Afreksstarfið kostar 1,5 milljarð hjá samböndunum, og við úthlutum rúmum 460 milljónum. Flestöll samböndin eru að gefa í í afreksstarfinu, skora eins og kerfið bíður upp á, og þegar það eru fleiri sem standa sig þannig og meira ákall eftir þeim fjármunum þá verður úr minna að spila og þar af leiðandi verður lækkun hjá nokkrum samböndum.“ Innslagið í heild má sjá hér að ofan.
Frjálsar íþróttir Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Sportpakkinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum